Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 56
56
Odauðleiki og annað líf.
Dæmi af fyrsta liðnum, að menn haíi ekki frið i gröf-
inni, af því að menn eiga eitthvað ógert, eða hafa brotið
eitthvað, eru til i þjóðsögum vorum,1) og skal ekki fjölyrt
um það atriði meira, því að bæði eru dæmin ekki mörg
og koma heldur ekki beint efninu við.
Annar liðurinn, að menn geta ekki slitið sig frá því,
sem menn unnu mest í lifanda hfi, er mjög algengur; koma
menn þá að vitja þess eftir dauðann, eins og djákninn á
Myrká og fi., er hafa gengið aftur út af ástum. En al-
gengast er það að menn ganga aftur til fjár síns, er þeir
hafa grafið í jörðu. Þeim virðist vera áskapað að ganga
aftur til fjárins, geta ekki komist hjá því að vaka yfir
því og leika sér að því, og ef einhver kemst að því, hvar
það er niður komið, verja þeir það í líf og blóð. En ef
menn finna það og hafa dug og kjark og kunnáttu til að
taka féð, leysast af þeim böndin og afturganga þeirra
hættir2).
Flestar afturgöngur heyra nú samt þriðja flokknum
til, þeim, sem ganga aftur til þess að hefna sín fyrir eitt-
hvað, sem þeir þóttust eiga einhverjum vangoldið, eða tiL
að þjóna náttúru sinni. Oft ásóttu þeir menn þá fyrst og
fylgdu síðan þeim og niðjum þeirra í svo og svo marga
liði. Höguðu þeir sér að öllu eins og hinir merkari draug-
ar fornsagnanna. Fólk hefir lengi verið mjög hrætt við
alt slikt, og það enda fram á þeirra manna dag sem nú
lifa. Dæmin eru alstaðar í þjóðtrú vorri og þjóðsögum,
og skal vísað til þeirra3).
Afturgöngur eru þeir, sem sjálfráðir ganga aftur og
af eigin hvötum; uppvakningar aftur á móti heita þeir
draugar, er aðrir vekja upp til þess að framkvæma eitt-
livað fyrir þá; þeir eru jafnan nauðugir að raska grafar-
>) J. Á. ísl. þjs. og æf. 1, 305—308; B. B. Sagnakv. 2, 77—84.
*) J. Á. ísl. þs. 1, 241, 264—280; 280—284, 285—289, 292—295;
J. Þ. Þs. og mm. 371—372.
*) Sbr. J. Á. Þs. o. æf. I, 245-261, 283—284, 285—293, 295—
304 o. fl.; J. Þ. Þs. o. mm. 144—148, 272—273; Þtr. o. Þs. 46-47,
162—169; Ó. D. Þs. 26-62, 67—70; Gr. Konr. Æfis. 45—46.