Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 37
Fólkornstau á Clontarf.
37
ir Cian. Cian féll árið eftir fyrir öðru konungsefni þar,
Domhnall, en synir Bríans feldu Domhnall ári siðar.
í Barrowánni þvoðu Dalcassiar sár sín, en þegar
sunnar kom heimtaði Donchad konungur i Ossory gisla af
nafna sínum Bríanssyni. Hann þverneitaði, enn sem fyrr.
Fylkti Dalcassíum til orrustu; sárir menn heimtuðu enn
að berjast með honum, en kröfðust að vera bundnir á
staura, svo þeir gætu staðið. Þegar konungurinn af Oss-
ory sá, hvernig þeir bjuggust um, hvarf hann frá. Þar dóu
150 af sárum mönnum. En Donchad kom til Kinnkóra og
tók konungdóm eftir föður sinn. Maelsechlainn varð nú
vflrkonungur aftur, án þess að nokkur mælti á móti, og
Sigtryggur hélt áfram að vera konungur í Dýflinni, og
hafði aldrei verið í meira áliti en eftir bardagann
Fyrir víkingaliðið var orustan of mikil blóðtaka Það
varð augljóst, að Norðmenn gátu ekki haldið uppi yfir-
ráðum á Irlandi vegna mannfæðar heima fyrir. Liðssafn-
aðurinn fj-rir orrustuna er hin stærsta aflraun, sem gjörð
var til þess að halda landinu. Kormlöð leggur mesta
áherzlu á harðfengið, hún og Sigtryggur turna háöldu á
háöldu ofan af víkingaflóðinu, en ólagið brotnar, hrynur
og fellur í sjálft sig á Clontarf. Víkingarnir eru ekki
lengur ósigrandi eins og meðan þeir höfðu ómeingaða
Asatrú og kunnu ekki að hræðast dauðann. I Valhöll
var margfalt betra að vera fyrir þá, en í bardagalífinu
hér á jörðunni Víkingarnir í Clontarf hafa flestir mist
nokkuð af hinu trylta hugrekki fyrir áhrif kristinnar trúar
og hræðslunnar við helvíti. Kristnin var ekki trú fyrir
vikinga, hún fordæmdi alt þeirra athæfl og lifnað, en hafði
þó sígið inn í flestra manna sálir. Fyrirburðirnir á skip-
um Bróður eru alheiðnir, en eru þýddir svo af heiðnum
manni, sem þeir komi frá djöflinum. Fyrirburðirnir á Is-
landi eru frá kristni, en tákna víst að Brennumenn hafi
farið illa. Vikingar sem voru orðnir kristnir eða hálf-
kristnir eiga enga heimvon nema helvíti, þegar þeir eru
fallnir. Það dregur úr þeim duginn. Þessi kynslóð hefir
enn 6. skilningarvitið; fregnirnar af orrustunni berast í