Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 9
Þorsteinn Erlingsson.
9
i friði, heldur eiga þeir einnig að lofa hann og dýrka án
afláts. Þannig eru allir guðir mannkynsins. Nærri má
því geta, hvílík hót það væri að mega treysta því, að eng-
inn guð væri til, enda var það framtíðarhugsjón hans, að
mannkynið kastaði alveg slíkum guðshugmyndum:
„Og þá hefir ináske hin máttuga hönd
nm musterin eldslogum vafið,
og guðinum seinasta stjakað að strönd
og steypt niðr í annaðhvort hafið“.
Kirkjan, sem þjónar slíkum guði, er aðalvaldið i
heiminum, og því ekki von, að vel fari. Eina huggunin,
að mannfélagsskipunin, sem á þessu hvílir, er að fara til
fjandans — er »rifin og fúin og ramskekt« »öll« og »ramb*
ar á helvítis barmi«.
Slík lífsskoðun er ekki glæsileg og ekki furða að
sárrar beiskju kenni í kvæðum þess manns, er hana ber
i brjósti. Og beiskja Þorsteins í garð kirkjunnar og klerka-
stéttarinnar er svo járn efld, að aldrei hefir verið kveðið
eins að á íslenzku i þeirra garð, og hann gerði. Ekki
furða, þó að margir þeirra yrðu honum gramir.
En bak við allar þessar árásir á kirkjuna liggur ein-
skær mannúð. Hvers vegna lætur guð, sem er almáttug-
ur, nokkrum manni — eða jafnvel nokkurri skepnu —
líða illa? Hvers vegna eru menn að blekkja sjálfa sig
með þvi að vonast eftir hjálp að ofan, sem aldrei kemur,
safna fjársjóðum á himnum, sem ekki eru til? Hvers
vegna líður kirkjan annað eins vald, kúgun og yfirgang
og óstjórn í heiminum? Hvers vegna viðrar hún sig upp
við valdhafana og hjálpar þeim til að niðast á smælingj-
unum? Og hvers vegna er hún ekki rifin niður og jöfn-
uð við jörðu, fyrst hún gerir þetta? Kirkjan er apilt, og
hún gerspillir öliu lífinu, mest vegna þess, að hún læst
vera heilög enn þá. Mannúðin og kærleikurinn er betri
án hennar.
öllum heimsádeilukvæðum Þorsteins er meira eða
minna stefnt á kirkjuna. Hræsnin og harðstjórnm verða
þar harðast úti, hræsnin i gervi prestanna og harðstjórnirr