Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 58
58
Odauðleiki og annað lif.
afli, enda þykir ekki gott að verða fyrir átökum drauga,.
og heflr margur fengið nóg af því, þó að vel hafi verið
að manni1).
Þegar menn ganga aftur, geta þeir ekki verið á ferli
nema á nóttunni eða meðan dimt er; þegar dagsbirtan
kemur, missa þeir mátt sinn og verða því að vera komnir
áður í gröf sína. Meðan þeir eru á ferli, stendur gröf
þeirra opin, en þegar þeir fara aftur í gröfina, þyrlast
moldin ofan í hana á eftir þeim, og sjást þá engin vegs-
ummerki eftir2). En ef það eru íédraugar, þykir þeim þó
svo ilt að missa fé sitt, ef á að taka það frá þeim, að þeir
fara að brydda á sér, þó að bjart sé; brjótast þeir þá um
og brölta í kistunni og mundi þá illa fara, ef einhver væri
ekki við, sem vissi jaínlangt nefi sínu3). En til er líka sú
sögn, að draugar verði máttvana, ef einhver fiik af lif-
andi manni kemur á þá. Einhverju sinni var smala-
drengur að eiga við kindur í klettagili einu á náttarþeli;
misti hann þá af sér húfuna, og datt húfan ofan fyrir
klettana og lenti á bakinu á draug, sem var að rísla þar
í peningum, sem hann hafði grafið þar í lifanda lífi.
Draugurinn gat nú ekkert hreift sig og bað smalann að
taka af sér húfuna, en hann þverneitaði, nema draugur-
inn gæfi sér peningana. Það kvaðst draugurinn ekki
mega og þjörkuðu þeir um þetta fram undir dag. Þegar
roðaði af degi, lét draugurinn loks undan, smalinn tók
húfuna og peningana, en draugurinn fór í gröf sína, og
varð hans ekki vart framar4).
Mörg ráð eru til þess að verjast áleitni drauga, yfir-
stíga þá eða gera þeim óhægt um að vera á flakki, og
sýna þau ráð það ekki hvað sízt, hvað þeir eru líkamleg-
ir. Gramalt ráð er það, að stinga nálum neðan í iijarnar
á þeim, því að þá þola þeir ekki að ganga, enda fellur
’) J. Á. Þs. og æf. 318, 333—34 o. m. fl.
2) J. Á. Þs. o. æf. 1., 266, 269, 282.
3) J. Á. Þs. o. æf. 266—68.
4) Ópr. í safni Ó. Dav.