Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 136
136 Bjartsýni og svartsýni.
sæluþráin er dýpsta hvötin í brjóstum mannanna. Carlyle
segir á einum stað:
»Það er að bera rangar sakir á mennina að segja, að
þægindin, sæluvonin, launin — sykur og sælgæti i þessum
heimi eða öðrum — knýi þá til hreystiverka. Jatnvel
hinn lítilmótlegasti dauðlegra manna er göfugri en svo.
Hver óbreyttur, bölvandi liðsmaöur, sem gengur á mála
til þess að iáta skjóta sig, á sína hermannsæru, sem ekk-
ert á skylt við heraga eða krónulaun. Það er ekki sæl-
gætisát sem hinn vesælasti Adamssonur óljóst þráir, held-
ur hitt, að gera það sem göfugmannlegt er og rétt og að
sanna í himinsins augsýn goðkynjað eðli sitt. Kendu hin-
um sljófasta vinnuþræl ráðið til að gera þetta, og hann
fyllist hetjumóði. Erfiði, sjálfsafneitun, píslarvætti, dauð-
inn eru tælitafn mannlegs hjarta«.
Eitt gullfallegt kvæði eftir Stephan Gi. Stephansson
heitir Vetrar-ríki. Eg get ekki stilt mig um að setja
það hér. Kvæðið er svona:
Þú krimpar þig hálfgert við kiildann hér nyrðra
Og klökugu fjöllin sem girða mann af.
En unir þér betur við sólskinið syðra
Og sumarið langa og brúnaslétt haf.
En klakann og mjöllina met eg þér hetur,
Því mjallar og klakans eg fósturbarn er —
Og ég á í æfinni oftast nær vetur
Einn fleiri en sumrin min — hvornig sem fer.
Eg veit það er indælt við sjávarins sanda,
Þá sólarlags gullþiljum ládeyðan felst
En þar kysi eg landnám sem langflestir stranda,
Ef liðsint eg gæti — eg hygði þar helzt.
Eg veit það er lánsæld að lifa og njóta,
Að leika og hvíla sem hugurinn kýs —
En mér finst það stærra að striða og brjóta
I stórhriðum æfinnar mam rauna is.
Þann ferðamann lúinn eg lofa og virði,
Sem lifsreynslu skaflaua brýtur á hlið,
En lyftir samt æfinnar armæðu hyrði
A axlirnar margþreyttu og kiknar ei við.