Skírnir - 01.01.1915, Side 93
Mál og menning.
93
alin menning, en auðguð með hollum hætti, er einkenni
þeirra þjóða, sem leggja drýgstan skerf til heimsmenning-
arinnar. En til er önnur tegund menningar, scm vel má
kalla aðfengna menning. Aðfengin menning hefir stund-
um lifað alllengi og vel, en þó eigi nema hún hafi inn-
ræzt svo þjóðinni, að hún hafi samlagast siðum og máli
þjóðarinnar. Dæmi þessa er menning Rómverja, og þó
eigi nerna að nokkru leyti, því að bæði hélzt tungan og
þróaðist eftir eignum lögum sínum og meginatriði í siðum
og venjum var lieimaalið og átrúnaður að miklu leyti,
þótt bókmentir og æðri menningaratriði væri að miklum
mun aðfengin frá Grikkjum.
Hjá ýmsum þjóðum nútímans eru flestir meginþættir
menningarinnar aðfengnir og gætir lítið þeirrar undirstöðu,
sem þjóðin hafði lagt á fyrri öldum. Kemur þetta mest-
megnis af því, að þær hafa týnt tungu sinni eða torkent
svo, að þær hafa glatað fortíð sinni, glatað minninu um
hana. En það minni er tungan.
Þá er að síðustu ein tegund menningar, ef menning
skyldi kalla, sem vel mætti nefna sníkjumenning. Það
mundi vera illmæli að segja um nokkra þjóð, að hún hefði
sníkjumenninguna eina saman, en sumar eru nærri því.
Hitt er satt sagt, að hún er rík hjá mörgum þjóðum, og
nálega alstaðar reynir hún að vinna hollri menning mein.
Sníkjumenningin er bygð á því hugarfari og gáfnafari,
sem þeir menningarfrömuðir hafa, er segja eins og strák-
urinn: »farðu bölvuð hrífa«, eða þeir sem »tyggja upp á
dönsku«.
Þessi »menning« verður til, þegar uppskafningar kynn
ast erlendum siðum og tungum, en koma siðan heim aftur
og líta þá smáum augum á sína eigin þjóð. Þeir þykjast
þá hafa betra að bjóða. En raunar hangir það alt, sem
þeir hafa lært, utan á þeim eins og jötunsúlpa á örgum
þjófdverg. Og innan skamms fellur þessi »menning« þeirra
af eins og hreistur.
Spegill þessarar síðustu menningar er tungumál, sem
engu líkist: misskilið og skekt móðurmál, hrært saman við