Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 203
Ritfregnir.
20^
Það sem bókin fræðir um, byggist eingöngu á reynslu höf. :
’Höfundurinn sjálfur haft með höndum tilraunirnar og allflestar
munu þær hafa verið gerðar í Gróðrarstöðinni í Reykjavík frá 1899
að hún tók til starfa og fram á þennan dag.
I kaflanum um skrúðgarða segir höf. mjög nákvæmlega fyrir
um hvernig skrúðgörðum verði sem bezt og haganlegast komið fyrir.
Er þangað mikla fræðslu að sækja, sem öllum er ómissandi er eitt-
hvað vilja gera í þá átt heima hjá sér. Þar eru og myndir af
skrúðgörðum og mörgum garðyrkjuverkfærum, sem nauðsynleg eru
bæði við undirbúning garðanna, svo og hirðing þeirra síðar meir.
Höf. skiftir trjátegundum þeim er rækta megi hér á landi í
þrent. Það eru lauftró, barrtró og runnar. Lauftrón
eru: Almur, askur, björk, blæösp, elrir, hlynur,
heggur, reynirogvíðir, ails 9 tegundir. En bæta má við
nokkurum undirtegundum af reyni og víði, svo gera má ráð fyrir
minst 15 tegundum. Af þeim eru 3 íslenzkar, en hinar (12) allar
erlendar.
Barrtrén eru 4 alls: Barfellir, fjallfura, hvítgreni
og r a u ð g r e n i, öll erlend.
Og runnategundir telur hann 16 (aðaltegundirnar auk fjölda
undirtegunda, svo ekki mun ofsagt að ætla þær alls um 20). Allar
þessar tegundir eru erlendar, þótt sumar, t. d. rauðberjarunnnr, megi
nú orðið teljast innlendar.
Af þessu yfirliti má sjá að um 35 erlendar trjákendar plöntur
geta vaxið hór og þroskast, og er það ekki smáræðis auki gróðri
landsins. Og þegar við bætist að höf. telur um 70 erlendar blóm-
plöntur, sem reynsla sé fengin fyrir að einnig megi gera hér hag-
vanar, þá hefir maður fulla ástæðu til að líta björtum augum til
framtíðarinnar.
Höf. tileinkar bókina minning Schierbecks landlæknis, og er
það vel fallið. Fylgir og mynd Schierbecks og grein með, er ræðir
um starfsemi hans í þarfir garðræktarinnar hór á landi. »Hann
gekst fyrir stofnun Hins íslenzka garðyrkjufólags og var formaður
þess um full 8 ár«. Ahugi hans fyrir því að auka gróður lands-
ins mun hafa verið meiri en nokkurs annars honum samtímis. Enda
er bæjarfógetagarðurinn í Reykjavík óræk sönnun þess. Þann garð
gerði hann og skreytti að öllu leyti, enda er hann nú hin helzta
prýði í Reykjavíkurbæ, og mun þar lengi standa sem fagur minn-
isvarði þess manns, er einna fyrstur hófst handa með að flytja
■ hingað erlendar trjátegundir og gera þær landvanar.