Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 14
14
-Þorsteinn Erlingsson.
einnig tekið mjög að grána. En mikið var hárið jafnan,
vel greitt upp frá enninu, og gerði svipinn enn þá tifkomu-
meiri. Augun voru dökkbrún og lágu nokkuð innarlega,
þau voru einkar fögur og gáfuleg, hörð og snör, en þó at-
hugul. Varirnar voru þunnar og munnurinn hvarf að
mestu í skegginu. Oftast var hann fremur seinn til svara,
talaði hægt og vandaði vel orðin. Málrómurinn var ein-
kennilegur, bar keim af andþrengslum og fylgdi honum
oft hægt hóstakjölt. Þegar hann mætti kunningjum sín-
um á götu, gekk hann oft í veg fyrir þá, rétti þeim hönd
sína brosandi og tók þá tali nokkra stund; þannig man
eg eftir flestum fundum okkar Þorsteins. Hann var þýð-
ur og innilegur í umgengni og hafði jafnan einhver gam-
anyrði á vörunum, sagði þau jafnan hægt og yfirlætisiaust
eins og alt annað, en þó svo, að ánægja var á að heyra.
Allra manna var hann viðlesnastur og talaði af fróðleik
og dómgreind um hvaðeina, sem hann mintist á. Barn-
góður var hann með afbrigðum og hafði mikið yndi af að
gleðja börn, sem til hans komu, eða á vegi hans urðu.
Hann var hið mesta ljúfmenni í umgengni, og þó að hitt-
ist á hann kendan, eins og stöku sinnum kom fyrir, var
hann ekkert annað en glaðværðin og gæðin, en þá nokk-
uð örorðari en annars. Aldrei man eg eftir því, að eg
heyrði hann taia illa um nokkurn mann, en oft heyrði
eg hann tala hlýlega um menn, jafnvel andstæðinga sína.
Skemtilegast var að tala við hann um íslenzk efni. Fáa
menn hefi eg fyrir hitt fjölfróðari i öllu, sem íslenzkt var.
Það voru undrin öll, sem hann kunni utanbókar af ýmsu
gömlu og góðu íslenzku, og hafði það jafnan á reiðum
höndum. I samsæti gerði hann okkur, nokkrum kunningj-
um, sem hjá honum sátu, það eitt sinn til skemtunar, að þylja
fyrir okkur talsvert mergjaðan kafla úr einum lestrinum
í Vídalínspostillu, sem hann kunni reip-rennandi. Kvaðst
hann kunna fieiri slíka, og efast eg ekki um, að hann hafi
sagt það satt.
Alment var það álit manna, að Þorsteinn væri trúlaus