Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 60
60
Ódauðleiki og annað lif.
var og gert við Gvend loka; þegar hann gekk aftur og
ætlaði að gera alt vitlaust á Hólum í Hjaitadal 1598,
Hólamenn fóru til og grófu upp lík hans, stungu af hon-
um höfuðið og brendu svo hræ hans til kaldra kola1). Þá
var og líkið brent, til að mýgja afturgöngu Jóns Sýjuson-
ar.2) Fleiri dæmi munu finnast um slikt, en það síðasta
sem eg veit um, er frá síðara hluta 19. aldar. Svo bar
til á bæ einum á Vestfjörðum, að kerling ein gömul var
að staulast ofan baðstofustigann, en datt í stiganum og
hálsbrotnaði. Maður einn á heimilinu sá til hennar og
varð að orði: »Þar fór hún til helvítis«. Kerling gekk
þegar aftur og sótti svo gríðarlega að manni þessum, að
hann hafði engan frið fyrir henni. Hann fór þá til kunn-
áttumanns nokkurs, og réð hann honum til að taka höfuð-
ið af likinu og setja við þjó henni. Maðurinn fór svo
þangað sem kerling lá i kistu sinni, opnaði kistuna, murk-
aði hausinn af kerlingu, setti hann við þjó henni og lok-
aði svo kistunni. Tók þá af ásóknina. Maður þessi var
enn á lífi 19013).
Fátítt mun það vera, að draugar þurfi að eta, nema
uppvakningar þeir, er vaktir eru upp volgir eða aðeins
ódauðir, eins og írafellsmóri. Þó eru þess dæmi um þá,
sem ganga aftur i andarslitrunum, eins og Skupla, og um
bóndann, sem ekki þurfti hníf við hangiketið4). Líkam-
legri geta afturgöngurnar ekki orðið en þetta.
Enn er sú trú til, að ef þungaða konu dreymir dauð-
an mann, og hann biður að láta heita eftir sér, eða lofa
sér að vera, að það sé hættulegt að verða ekki við þeirri
bón. Og ef menn létu börn sín heita eftir einhverjum
framliðnum, trúðu menn því, að þau »mundu hafa eitt-
hvað af nafni«. Þetta eru óljósar leifar af hinni fornu
trú um endurborna menn, sem áður er getið.
») J. H. Bisk.s 2., 56-58.
*) Árb. 6, 135—36; J. Á. Þs. og æf. 2, 119
s) fldr. Ó. Dav. eftir hdr. Sigbv. Grimsson.
4) J. Á Þs. og æf. 1., 275—76; J. Þ. Þs. og mm. 153—55.