Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 221
IJtlendar fréttir.
221
1iinu. Alstaðar var friðurinn lofaður og talinn æskilegastur, en
jafnframt var vígbúnaðurinn alstaðar árlega aukinn, því hvert ríki
/um sig taldi sér ekki friðinn trygðan með öðru móti en því, að
það væri sem bezt búið til þess að mæta ófriði. Loks voru út-
gjöldin til þessa herskaparútbúnaðar að verða óþolandi byrði á þjóð-
fólögunum. Og einkum hafa þau vaxið nú á allra síðustu árunum.
Frá 1900 til 1912 er talið að þau hafi vaxið um 5O°/0. 1912 var
talið að herskaparútgjöld Norðurálfunnar næmu samtals rúmlega
360 milj. sterlingspunda á ári. En við Balkanstríðin uxu þau euu
mikið, og í byrjun ársins 1914 voru þau talin 500 milj. sterliugs-
punda, eða núlægt 5 miljörðum kr. Og ekkert útlit var fyrir að
útgjöldin mundu aftur fara lækkandi, heldur þvert á móti, að
mikil aukning stæði enn til fram úr þessu. Það hefir verið reiknað út, að
hinn svo kallaði »vopnum varði fiiður« kostaði Evrópuþjóðirnar samtals
á ári um 12 miljarða króna, þar í talið að nokkrn leyti vinnukrafta-
tap þeirra, sem við hermenskuna eru bundir. Með gífurlegum lán-
tökum ríkjanna hafa stjórnendurnir fundið veg til þess að velta
nokkru af þessum kostnaði yfir á eftirfarandi kynslóðir. En aukist
herskaparútgjöidin í sífellu, þá er fyrirsjáanlegt, að ekkert fær
við þeim útgjöldum staðist, fyrirsjáaniegt, að kepnin í herskapar-
útbúnaðinum hlýtur fyr eða síðar að ieiða fleiri eða færri af þeim
ríkjum, sem taka þátt í henni, til gjaldþrota. Með samningum
milli allra stórveldanna hefði auðvitað verið hægt að hefta þessa
hættu. En þeir samningar hafa ekki komist leugra en svo, að þau
hafa nú skipað sér í tvo flokka. Ef öll stórveldin hefðu verið jöfn
fvrir að herbúnaði, bæði á sjó og landi, þá hefði verið léttara t'yrir
þau að koma sór saman. En þegar eitt segir öðru : Þú mátt ekki
verða sterkari en svo eða svo í samanburði við mig ; eg vil altaf
hafa yfirhöndina yfir þór — þá stranda samningarnir og kepnin
skapast. Sá, sem er veikari fyrir, fer að herða sig og vill ekki
láta setja vexti sfnum og kröftum takmörk, og hinn, sem vill halda
þeim yfirburðum, sem hann þegar hefir, færist einnig í aukana.
Þannig hefir skapast kepnin í herskaparútbúnaðinum, sem gert hefir
hina fallegu hugmynd, sem upphaflega fæddi af sór hervarnar-
skyldufyrirkomulagið, að þeirri grýlu, sem herskaparfyrirkomulagið
er nú orðið. En án samkomulags um hefting á aukning herskap-
arins, hlaut að leiða til stríðs fyr eða síðar milli þeirra, sem lengst
héldu út, eða þá til gjaldþrota á báða bóga.
England er hið gatnla heimsveldi, sem náð hefir valdi yfir höf-