Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 165
Svarta liöllin.
165-
inn. Að vörmu spori kom hann aftur fram úr skóginum
og hélt þá á epli í hendinni. Rétti hann það að konungs-
syninum og mælti með hikandi, hálfsmeykri rödd: »Eg
á ekki annað. Mér var gefið það í gær«.
Konungssonurinn tók við eplinu, en hafði ekki tíma
til að þakka drengnum, því hann þaut inn í skóginn óð-
ara en hann hafði slept eplind.
Þegar konungssonurinn hafði etið einn bita af epl-
inu, fann hann enn meira til hungursins en áður. Át
hann með góðri lyst hvern munnbitann eftir annan, þang-
að til ekki var eftir af eplinu nema litið eitt. Stakk
liann bitanum, sem eftir var, í mal sinn. Hélt hann svo
áfram ferð sinni.
Hann veitti því eftirtekt, að þau epli, sem hann eign-
aðist eftir þetta, höfðu önnur áhrif á hann en hin fyrri
eplin. Hann hitti sömu mennina og hann hafði áður
fengið epli hjá. Gáfu þeir honum epli sem áður, en þau
vöktu í honum samhygð, meðaumkun og jafnvel kærleika
til annara manna. Og það þótti honum einkennilegt, að
honum virtust allir menn miklu viðfeldnari nú en áður-
Allir löðuðust að honum og vildu láta honum í ljósi sam-
liygð sína Hvenær hafði þessi breyting orðið á honutn?
Ilafði hann þegar fengið kærleikseplið ?
Konungssonurinn hélt til móts við ókunna manninn.
»Hefirðu í’undið kærleikseplið?« spurði ókunni mað-
urinn.
»Ekki veit eg það«, svaraði konungssonurinn«, en
nú hafa menn verið mér miklu betri en áður«.
»Hvað veldur því?«
»Mér er það ekki ljóst, en hitt veit eg, að eg hefi
haldið mennina öðru vísi en þeir eru í raun og veru.
Sömu mennirnir sem eg hélt kærleikslausa, hafa reynst
hinir ástúðlegustu; og nú hefi eg ánægju af að vera í
samvist við þá, en það hafði eg ekki áður. Mér virðist
að þeim sé einnig ánægja að návist minni«.
Maðurinn ókunni brosti og mælti: »Nú hefir þú
fundið kærleikseplið, en áhrif þess gazt þú ekki fundib