Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 95
Mál og mennÍDg.
95;
Háttvirtu áheyrendur! Eftir því sem meira er af
snikjumenning hjá þjóðunum, eða jafnvel aðfluttri sóma-
samlegri menningu, eftir því er meira af óskyldum orðum
innbyrðis, sem eru borin eins fram') og valda glundroða
í hugsun, riti og ræðu og eftir þvi fleiri aðflutt orð með'
mörgum merkingum2), er valda misskilningi. Berið t. d.
saman ensku og latínu, eða dönsku og grísku.
En spegill heimaalinnar menningar, liffrjórrar gróður-
sællar menningar eru slík mál sem latína, gríska og ís-
lenzka.
Auðvitað mál er það, að allar tungurnar eru tákn
hugsana, en þau tákn eru mjög misjöfn að gæðum. Er
það auðskilið að langminnugu málin eru langtum full-
komnara tákn. Þau eru bezti kennari þjóðanna, því að
þær drekka með móðurmjólkinni andarfar forfeðranna, er
þær læra mál sitt. Tungan kennir og að flokka hugmynd-
irnar eftir skyldleika, því að í sjálfþroskuðu skýru máli
flokkast þær sjálfkrafa í hugsunarrétt kerfi eftir orðgerð-
arlögum málsins. Islenzk tunga er fremst í flokki lifandi
tungna, og hún hefir í sinni þjónustu bæði mjúkleik og-
orðauð griskunnar og gleggvi og skýrleik latneskunnar.
Hún liefir verið samferða norrænni menningu frá upphafi
og er því sú lengsta menningarminning, sem til er í vor-
urn þjóðabálki nú á dögum, elzta lifandi, töluð tunga.
Hér er eigi staður né tími til þess að telja alt ágæti
norrænnar menningar, enda ætti að vera óþarft, þar sem
talað er við íslendinga. Því að hér hefir hún náð hæst.
— Eg mun velja Völund fyrir fulltrúa norræns anda.
Hann sat einmani i Úlfsdölum og þráði konu sína, en ekki
var hann iðjulaus, því að hann gerði þar hvern dýrgrip-
inn eftir annan.
Hann sló gull rautt
við gim fastan,
lukði hann alla
lind baugum vel;
svá beið hann
BÍnnar ljósrar
*) Auction, action; frb. axión. 2) Politik.