Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 186
186
Ritfregmr.
smíðum á frásögninui, sem vóru að kenna innskotsgreininni og áður
er bent á. I hinum upphaflega texta Snorra hefur first staðið
greinin »Öndurðan vetr — þá kvað Sighvatr skáld Austrfararvísur
um ferð sína«, heil og óslitin, og svo hefur sagan haldið áfram með
•orðunum: »Sighvatr skáld kom til Rögnvalds jarls« (Hkr. F. J.
II. 1767) o. s. frv., út kapítulann, og er þá frásögnin að öllu leiti
óaðfinnanleg og samboðin Snorra.
Höf. heldur, að Snorri hafi aðallega notað bók Styrmis við
samsetning Olafs sögu sinnar og færir góð og gild rök firir þv/.
Samt telur hann það líklegt (á 165. bls.), að Suorri hafi einnig
J)ekt tvær eldri sögur (Olafssögu elstu og miðsöguna), og verður
því þá varla neitað, að hann kunni sumstaðar að hafa haft hlið
sjón af þeim.
Jeg hef þá skírt lauslega frá rannsókn höf. á hinum sjerstöku
•Ólafssögum. Öll þessi rannsókn er snildarlega af hendi leist, og jeg
er sannfærður um, að niðurstöður þær, sem hóf. hjer hefur komist
að, munu standa bjargfastar í öllum verulegum atriðum.
Aftur á móti finst mjer sumt vafasamt í meðferð höf. á Ólafs-
þáttunum, sjerstaklega Ólafsþætti Theodriks, enda er sú ranusókn
mjög ervið viðfangs, af því að hin elstu heimildarrit, Ólafsþættir
þeirra Sæmundar og Ara, eru glötuð, og það sem önnur rit skíra
frá um efni þeirra mjög ófullkomið. T. d. finst mjer varasamt að
fortaka það með öllu, að Theodr. hafi notað rit Sæmundar fróða,
annaðhvort beinlínis í hinu latínska frumriti, eða í íslenskri þíðingu,
eða eftir frásögn hinna íslensku heimildarmanna sinna. Það sem
Theodr. segir um heimildir sínar er svo óákveðið, að það virðist als
ekki vera því til firirstöðu, að hann hafi þekt og notað sögurit á
latínu eftir íslenskan mann, einkum þar sem hann sjálfur á
einum stað vitnar í »Catalogus regum jSTorwagensium«, sem að lík-
indum hefur verið ritaður á latínu. Jeg skal í þessu sambandi
minna á eitt atriði, sem hingað til hefur ekki verið gaumur gefinn,
svo að jeg viti.
Eflaust hefur Sæmundr í riti sínu minst á fund Islands og bigð
í sambandi við sögu Haralds hárfagra. Þetta stirkist við það, að
Gunnlaugur munkur hefur í Ólafssögu sinni Tryggvasonar vottað
að sögnin um Islandsfund Naddodds væri tekin eftir Sæmundi.
Þessi vitnisburður Gunnlaugs hefur geimst í Ólafs sögu Tryggva-
sonar hinni löngu (Fms. I. 234.—235. bls. sbr. Flat. I. 248. bls.)
og er kominn frá Gunnlaugi inn í Landtiámuhandritin (Landn., útg.
.1843, 26.—27. bls., útg. F. J. Hb. 4. k. Stb. 3. k.). Bæði Ólafs-