Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 183
.Ritfregnir.
183
First og fremst tekst honum að filla svo vel í skörðin á Ólafs
sögu Styrmis fróða, að hún má nú heita að miklu leiti risin upp
úr gröf sinni, og til þess notar hann einkum (auk áðurgreindra
smágreina í Flat. III. b.) Olafs sögu helga í Flat. II. bindi. Hann
si'nir frarn á, að sá sem ritaði Olafs sögu helga í Flat. II. b.,hefur
haft firir sjer aðallega tvær Ólafs sögur, aðra eftir Snorra, enn hina
eftir Styrmi, þar sem hann ekki fljettar inn þætti, sem ekkert
eiga skilt við Ólafssöguna, t. d. Fóstbræðrasöguþáttinn. Nú höfum
vjer Ólafs sögu Snorra til samanburðar og getum með hliðsjón af
henni vinsað úr þá kafla, sem Flat. hefir fram ifir hana. Þessir
kaflar hljóta að vera eftir Styrmi, svo framarlega sem þeir eru
ekki teknir eftir öðrum sögum enn Ólafs sögu helga (t. d. úr Fóst-
bræðrasögu), nema því að eins að líkur sjeu til að ritari Flat. hafi
bætt þeim við frá sjálfum sjer, enn svo er sjaldnast. Auk þess
hefur höf. fundið nokkra kafla úr Styrmisbók, sem Flat. hefur
slept, í öðrum Ólafssögum, sem eru náskildar Flat. (AM. 61 fol.,
Bergsbók og Tómasskinnu). Óllum þessum köflum, sem geimst
hafa úr Styrmisbók, safnar höf. saman í eitt og gerir úr þeim eina
skrá, sem er prentuð í ritgjörð hans á 89.—95. bls. og nær als
ifir 107 greinar, stærri eða minni. Höf. tekur það fram sjálfur,
að þessar Styrmisgreinar gefi að eins ófullkomna hugmind um Ólafs-
sögu Styrmis, því að þær hafa allar geimst sem v i ð b ó t við
Ólafssögu Snorra, enn til þess sjeu engin ráð að vita til neinnar
hlítar, hve mikið af efninu í sögu Snorra sje tekið úr Styrmisbók.
Lengra verður ekki komist með þeim heimildum, sem til eru. Enn
það sem jeg hef tekið fram, er nóg til að sína, að höf. hefur með
rannsókn sinni varpað alveg níju og björtu Ijósi á Ólafssögu
Styrmis1).
*) Jeg get ekki bundist þess að taka fram, að jeg hafði, án þess
að jeg vissi um rannsóknir höf., komist að alveg sömn niðurstöðu og
hann um samsetning Ólafssögunnar í Flat. Jeg drap á þetta atriði í
Bókmentasögufirirlestrum mínum 7. nóv. í vetur, þegar jeg var að tala
um Fósthræðrasögu og afstöðu hennar við Ólafssögurnar, og tek jeg hjer
orðrjett það sem jeg sagði við það tækifæri: „Hvaða Ólafssögur eru
það, sem Flat. hefir haft firir sjer? Aðallega tvær: 1) Ólafs sögu
Snorra, og er hægt að vinsa úr langa kafla, sem þaðan eru teknir hjer
um hil orðrjett, af því að saga Snorra er til samanburðar; 2) „Lífssögu
Ólafs helga“ eftir Styrmi, sem Flat. vitnar til herlega. Sú saga er nú
því miður ekki til í heilu lagi, enn það virðist mega ganga að því vísu,
að þeir kaflar úr Ólafssögu, sem Flat. hefur fram ifir Ólafssögu Snorra,