Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 177
Alþýðukveðskapur.
177
koma fyrir sig orði oft á tíðum. Að því ógleymdu, hvað
orð og svör sumra hagyrðinganna eru hnittin og fyndin!
En hitt er líka satt, að gæfumerki hefir það ekki þótt,
að kunna að yrkja, enda sjaldan verið talinn búhnykkur,
að bændur — ef til vill snauðir — væru að leggja slíkt í
vana sinn. Má vera, að það steli huganum um of frá
öðrum störfum og þeim nauðsynlegri.
Þó held eg ekki.
Hitt er grunur minn, að hagyrðingurinn finni sér fleiri
yndisstundir, einmitt vegna þess, að hann getur rímað
hugsanir sínar, heldur en hinn, sem ekki er það gefið að
geta það. Að minsta kosti hefir Gísla Konráðssyni fund-
ist það. Gísli var lítill búsýslumaður, lét sér annara um
sagnfræði og alt, sem að skáldskap laut, enda varð hann
nafnkunnur fræðimaður.
Einu sinni á túnaslætti höfðu óþurkar gengið nokkurn
tíma. En loksins, þegar þurkur kom, sat Gísli inni á
palli og orti rímu og hreyfði sig ekki þaðan, þótt konan
væri öðru hvoru að senda börnin inn til hans og biðja
hann að koma og bjarga undan heyinu. Loksins fór hún
sjálf og var allþungt niðri fyrir. Þegar hún sér, hvað
Gísli hefst að, segir hún:
Að yrkja rímur ólán 'bjó,
af því fara sögur.
Gísli lagði saman blöðin, er hann var að skrifa á, stóð
upp og bætti brosandi við:
En gaman er að geta þó
gert ferskeyttar bögur.
Og trúa mín er, að fleiri muni taka undir það sama.
Og ekki mundi stakan þessi jafnkunn og oft rauluð, hefði
hún ekki sannleik að geyma.
— En það má vel vera, að sumir fátæku einyrkjarn-
ir reyttu ekki af sér blóðfjaðrirnar til þess að afla sér
bóka og annarra rita, er einhverja fræðslu hafa að geyma,
•ef þeir væru ekki hagyrðingar.
Og er eg þá kominn aftur að þvi, er eg drap á áðan,
12