Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 29
Fólkorustati á Clontarf.
29
5. Fólkorustan á Clontarf.*)
Bardaginn er síðasta fólkorusta á víkingaöldinni, og
atburðirnir einkum fyrir og eftir hana eru skreyttir með
kristnu og heiðnu ímyndunarafii. Irar höfðu hvorki hjálma
né brynjur. Þeir voru í stöfuðum skyrtum, og annar fót-
urinn ber; þeir börðust með sverði og höfðu skjöldu til að
hlífa sér með. Þeir voru smáir vexti, léttir á velli og
snarir til áhlaupa. Þeir voru líkastir léttvopnaða liðinu
hjá Forngrikkjum. Austmenn voru háir menn og sterkir,
þeir höfðu brynjur og hjálma, sverð og skjöld. Aðalvopn
víkinga var stríðsöxi, oft tvíeggjuð; spjót var títt að nota,
unz til návígis kom. Á Clontarf segja írar að barist hafi
1000 manns albrynjaðir á móti sér. Það má gizka á, að
margir þeirra hafi verið með Bróður víkingaforingja.
Innrásarhernum var fylkt á þessa leið: Bróðir og
hans menn stóðu fremstir í hægra fylkingararmi. Fyrir
aftan þá stóð Olafur frá Dýflinni með Austmenn frá Wales.
I miðri fylkingunni stóð Sigurður jarl Hlöðvisson fremstur
með Orkneyinga, Skota, Frakka, íslendinga og Færeyinga.
Fyrir honum var borið merki hans. Fyrir aftan hann
stóðu Dýflinnarmenn undir forustu Donchads sonarsonar
Herjólfs. I fremstu röð í vinstra armi fylkingar stóðu
Dýfiinnarmenn undir forustu Dubhgalls Olafssonar Quar-
ans. I næstu röðum fyrir aftan þá stóðu enn Dýfiinnar-
menn undir forustu Gillaciarans Gluniaranssonar. Þenna
her skoða Irar sem þrjár herdeildir. Fyrir aftan þessar
raðir stóðu Leinstermenn í þremur herdeildum, undir for-
ustu Maelmordha konungs af Leinster. Sjöunda herdeíld-
in var til varnar í Dýflinni, og til að verja Dubhgalls-
brúna yfir Liffey, og fyrir henni var Sigtryggur silkiskegg
sjálfur. Hann var ekki í bardaganum, en hálfbróðir hans
barðist þar, sem Njála heldur hann vera. Við aðstöðu
Leinstermanna og Dýfiinnarmanna er það óheppilegt, að
þeir verða að fiýja fram hjá óvinahernum, ef þeir bíða
‘) Á kortinu yfir vigvölfinn, og flóttann þaðan er Cfontarf skrif-
að Clondarf.