Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 138
138
Bjartsýni og svartsýni.
að telja í fljótu bragði. Enginn maður er svo lærður eða
svo athugull, að hann geti greint nema örlítið brot af öllu
því sem um er að vera í kringum hann. Það sem vér
sjáum og heyrum er aldrei nema ú r v a 1 af því sem fyrir
hendi er, og vér sjáum að jafnaði fátt annað en það sem
vér leitum að. »Leitið og munuð þér flnna«, er eitt
hið djúpúðgasta ráð sem mönnunum hefir verið geflð. Til
að flnna, verður oftast að 1 e i t a og leita v e 1. En þá er
auðsætt, að ekki er sama að hverju leitað er, og að öll
lífsreynslan verður eftir því, að hverju er leitað og hvern-
ig og hvar er leitað. Grasafræðinguriun kemur heim úr
leit sinni með fjölda fágætra jurta, sem ógrasafróður
fylgdarmaður hans hafði ekkert tekið eftir, af því að hann
þekti ekki jurtirnar og vissi ekki að hverju hann átti að
leita. Gulleitarmaðurinn flnnur gullið þar sem aðrir höfðu
oft gengið og aldrei rekist á neitt gull, af því þcir voru
ekki að leita og voru ekki glöggir á gullið. En fyrir þeim
sem leita eins og aulabárðar fer oft líkt og i vísunni:
„Grammatikns greitt um völl
gekk með tinukeriu.
Hann liirti spörðin, eg heid öll,
en eftir skildi berin“.
Svona er þessu farið í öllum efnum. Sá sem t. d.
leitar alt af að björtu hliðunum á hverjum hlut, leitar að
því góða hjá mönnunum, leitar að því sem verða má helzt
til bjargar i hverjum vandræðnm sem að höndum bera —
hann finnuroftast það scm hann leitar að, því »fátt er svo ilt
að einugi dugi«. Hinn sem hefir alt af augun opin að eins
fyrir skuggahliðunum, lcitar að þvi sem ilt er í fari ann-
ara og öllu því sem til hindrunar er og ama — hann
flnnur líka það sem hann leitar að, því:
„löstu og kostu
bera iýða synir
blandna brjóstum i“,
og alstaðar eru einhverir annmarkar á, ef vel er leitað.
Þess vegna getur einn komið heim með sólskin í sál og
'íjölda fagurra endurminninga um mcnn og málefni úr