Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 52
52
Odauðleiki og annað líf.
þær hugmyndir haíi að mestu verið eign skáldanna, og
þeirra er lærðir þóttust í þá daga, en aldrei verið þjóðareign.
Þegar kristni var lögtekin hér á landi, kom kirkjan
með nýjan lærdóm um himnaríki og helvíti. Hún kendi þá
þegar, eins og hún gerir enn í dag, að jafnskjótt sem öndin
skilur við líkamann, þá fari sálin undir eins í annanhvorn
þessara staða, eftir því sem liferni og trú hins framliðna
hefir verið. Að vísu var ofurlítil tilliðkun í kenningu
katólsku kirkjunnar um hreinsunareldinn, en þegar siða-
skiftin komu um miðja 16. öld, var sú kenning dæmd
trúarvilla, eins og kunnugt er. Og ef nokkuð mætti fara
eftir þjóðtrú íslendinga og fornritum vorum, heflr aldrei
borið mikið á honum í ræðum og ritum eða trú manna
hér á landi. Það er heldur, að maður verður var við
neðri staðinn. Því að þegar nokkuð leið frá siðaskiftun-
um, var trúarofsi presta svo mikill, að eftir prédikunum
þeirra að dæma, áttu flestir á 17. og fyrri hluta 18. ald-
ar vísan samastað eftir dauðann á neðri bygðum. Það eru
nú orðin full 900 ár, sem búið er að berja það hvíldar-
laust inn í höfuðið á fólkinu: sálin fer óðara til síns sama
staðar, þegar maðurinn deyr. Ef hún hlaut himneska
sælu, þá var engin ástæða til þess fyrir hana að vera
að hverfa þaðan aftur, frá sælunni þar, hingað ofan
á jörðina, táradalinn, kvalastað lífsins. En ef hún lenti á
hinum staðnum, var ekkert hætt við að hún fengi að létta
sér mikið upp, því að »það er ekki laust, sem skrattinn
heldur«, segir íslenzkur orðsháttur. Og þó að kölski þyrfti
að halda á einhverjum, til þess að reka erindi sin hér
uppi á jörðinni, notaði hann púka sína til þess, eða skrapp
sjálfur upp til þess, en sendi ekki sálir dauðra manna.
Þær lágu altaf í eldinum og voru kvaldar þar nótt og
dag, og fengu aldrei stundarhlé. Líkin rotnuðu strax í
moldinni og urðu að maðkaveitu og svo að mold. Það
var þvi enginn vegur til þess frá kirkjunnar hlið, að sál
og líkami gætu neitt náð saman eftir dauðann.