Vísir - 17.06.1944, Side 3
VÍSIR
ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ
3
Sljórnarráðið.
konungur lagði til að Alþingi
skyldi endurreist. Heima fyrir
skiptust íslendingar í tvo
flokka varðandi framkvæmd
málsins, og mun því minna
liafa áunnist, en hefði mátt
gera, og svo fór að lokum að
8. marz 1843 voru sett fyrir-
mæii um ráðgjafarþing Islend-
inga, er fyrst kom saman árið
1845. Voru slík ráðgjafarþing
háð i Reykjavík annað hvort
ár. 5. janúar 1849 voru grund-
vallarlög Danmerkur sett.
Hafði Jón Sigurðsson þá þegar
tekið foryztuna, gefið út Ný fé-
lagsrit um nokkurt skeið og
átt sæti á ráðgjafarþingunum.
I. C. Lassen prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla gaf í sér-
stöku tilefni út rit um þessar
nnindir varðandi samhand Is-
Iands og Danmerkur, þar sem
hann hélt þvi fram að ísland
væri hluti af Danmörku, þann-
ig'að grundvallarlögin skyldu
gilda þar einnig. Jón Sigurðs-
son ritaði skorinorðar en fræði-
legar greinar um sainband
landanna í Ný félagsril, og var
hyggt úr því á þeim grundvelli,
sem liann lagði þar og skýrði
með söguleguin rökum og laga-
legum túlkunum. Var svo efnt
til þjóðfundarins 1851, sem
haldinn var undir umsjá
danskra hermanna, er spöruðu
ekki viðbúnaðinn hér niðri við
höfnina og víðar, enda hafðir
til laks, ef þjóðfulllrúarnir
skyldu verða of erfiðir viðfangs.
Var af stjórnarinnar hálfu
Iagt frumvarp fyrir fundinn, al-
gerlega byggt á kenningum
Lassens. -Við það sætti alger
meirililuti fulltrúanna sig ekki,
samdi og lagði fyrir fundinn
sérstakt frumvarp, og sleit þá
konungsfulltrúi fundinum.með
þeim rökum, að málið hefði
fengið ótilhlýðilega afgi’eiðslu,
fundartímanum væri lokið, og
þar eð auðsætt væri, að ekki
yrði áfram haldið á sama
grundvelli væri fundinum slit-
ið. Þessu mótmælli Jón Sig-
urðsson og aðrir fundarmenn
svo sem frægt er orðið.
Stjórnarskráin t87h.
Nú virðist málið hafa verið
lagt á hilluna um skeið, og
loks árið 1867 var nýtt stjórn-
lagafrumvarþ lagt fyrir þingið,
en fékk ekki samþykki. Á sömu
leið fór 1869 og var þá frum-
varpið lakara orðið. Hinsvegar
setti ríkisþing Dana og kon-
ungur stöðulögin 1871, en Al-
þingi mótmælti, en mæltist til
við konung til vara að hann
gæfi landinu stjórnarskrá. Árið
1874 var 1000 ára afmæli ís-
lands byggðar haldið hátiðlegt
og kom Kristján konungur 9.
á hátíðina með fríðu föruneyti,
og gaf þá Iandinu stjórnar-
skrá er kom til framkvæmda
2. ágúst 1874.
Stjórnarskrá þessi hafði
verulegar breytingar í för með
sér á stjórn málefna íslands.
Samkvæmt auglýsingu nr. 1
dags. 14. júlí 1874, var ákveðið
að stofna skyldi frá 1. ágúst
þ. á. að telja sérstakt stjornar-
ráð fyrir ísland, samkvæmt
stjórnarskránni, en málin þar-
með tekin undan dómsmála-
ráðuneytinu og kirkju- og
kennslumálaráðuneytinu, —
þanpig að „öll sérstakleg ís-
Ienzk málefni“ voru úr þessu
afgreidd í hinu nýja ráðuneyti.
Hins vegar fóru Danir eftir sem
áður með utanríkismál, land-
helgisgæzlu, æðsta dómsvaldið
(liæstarétt) o. s. frv. Þá var
ennfremur ákveðið að ný mynt-
eining skyldi upp tekin, þ. e.
krónan og giltu að því leyti
sömu lög í Danmörku og ís-
landi. Danska krónan varð
hinn íslenzki gjaldeyrir. Með
stjórnarskránni fengu íslend-
ingar í hendur yfirstjórn eigin
málefna og þá einvörðungu
innanlandsmálefna flestra, með
þeim undantekningum þó, sem
að ofan greinir. Þótt íslenzk
málefni væru tekin undan
dómsmálaráðuneytinu danska,
hafði dómsmálaráðherrann þó
æðstu yfirstjórn þeirra mála
með höndum, allt fram til árs-
ins 1904, er ráðlierradómurinn
var fluttur inn i landið.
Ekki er óskemmtilegt að at-
huga fyrstu fjárlög, sem lögð
voru fyrir Alþingi þetta ár. Var
gert ráð fyrir að tekjur myndu
nema kr. 116,593,32, en þar af
var langhæsti tekjuliður gjald
af brcnnivíni, eða kr. 40.000.00.
Eimdi þar enn eftir af fyrri til-
lineigingu danskra kaupmanna
að ftytja sem mest af óþarfa
og skaðsemdarvarningi inn í
landið, til þess að tryggja sér
og danska rilcissjóðnum tekj-
ur, en hyggja minna að hinu
hvað landinu mátti verða til
velfarnaðar og landsmönnum
til ávinnings efnalega og tíma-
bærra framfara. Styrkur til
verklegra framkvæmda var: til
viðhalds yfirréttarstofunni, á-
halda o. fl. kr. 220, — til við-
gerðar á Vestmannaeyjakirkju
kr. 1600.00, til garðræktar kr.
600,00 og þar með punktum og
basta. Framkvæmdir í Iandinu
á undanförnum árum virðast
hafa verið í nokkru samræmi
við þetta, að öðru leyti en því
; Latinuskólinn hafði verið
reistur hér, sem kostaði vafa-
laust allmikið fé, en aðrar
framkvæmdir munu ekki hafa
verið teljandi um miðbik ald-
arinnar.
Alþingi fékk nú að því er hin
innri málefni varðaði óskert
löggjafarvald, en konungur
hafði neitunarvald svo sem
tíðkaðist í Danmörku. Þvi var
nú skipt í deildir, efri deild og
neðri og þingmenn urðu þrjá-
tiu talsins, þar af 6 í efri deild,
en 24 í neðri deild. Kosninga-
réttarskilyrði voru nokkuð
rýnikvuð, þannig að fleiri
fengu nú að leggja lóð sitt á
metaskálarnar en áður og
nutu kjörgengis. Konur fengu
ekki að njóta shkra rétt-
inda og aldurstakmarkið var
25 ár.
Ekki voru íslendingar á-
nægðir með þessa stjórnarskrá,
en héldu uppi kröfum sínum
sem áður um frekari réttindi.
Var efnt til Þingvallafundar
nokkru eftir að stjórnarskráin
kom til 1‘ramkvæmda og voru
þar strax hafðaruppi kröfurum
frekair forn landsréttindi og
samþykktar einróma. Mattliías
skáld Jochumsson, sem var
maður friðsamur, vildi miðla
inálum og ganga skemmra en
hinir, en tillögur hans fengu
engan byr og ekki nema at-
kvæði hans sjálfs, og beigði
hann sig i hrifningu fyrir þjóð-
arviljanum svo sem skáldskap-
ur hans þá ber vott um. Yrði
of langt mál að greina frá öll-
um kröfum á hendur Dönum i
þessu efni og skal ekki út í það
farið, en þó miðuðu þær allar
að auknum mannréttindum og
þjóðréttindum svo sem að lík-
um lælur, en allar voru þær
hyggðar á fornum réttindum
þjóðarinnar og gerðum samn-
ingum i samræmi við kenning-
•ar Jóns Sigurðssonar. Sam-
verkamenn hans og lærisveinar
héldu merki hans á lofti eftir
að hann féll frá og má af þeim
nefna menn eins og Halldór Kr.
Eriðriksson, Benedikt Sveins-
son sýslumann, o. f 1., sem
Alþingishúsið.