Vísir - 17.06.1944, Page 14

Vísir - 17.06.1944, Page 14
14 víSIR ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ er á’ður hafði komizt fyrir i 4 kennslustofum og var svo að vísu hin fyrstu ár, þótt vér þá liýstum lærdómsdeild Mennta- skólans, sakir hernámsins á húsum skólans, og allmarga stúdenta eftir hernám stúdenta- garðsins. En nú skal þeim, sem eru ókunnugir rekstri háskól- ans, sýjit”fram á, að hann, eins og rektor spáði, hefir fært all- mjög út kvíarnar og að hann nú er alsetinn bæði hátt og lágt. Fyrst er þá að geta þess, að nú eru, eftir siðustu skýrslu (frá ’43) 312 slúdenlar innritaðir við háskólann, þar af 28 í guðfræði- deild, 96 í læknadeild, 81 í laga- deild, 46 i liagfræðideild, 48 í heimspekideild og 13 í verk- fræði. En þeim, sem ókunnir eru húsinu og notkun þess, skal nú sagt nokkuð gjörr frá því. Fyrst, þegár komið er inn í húsið, er hið mikla og fagra anddyri þess á miðri austurhlið með blárri og silfurmerlaðri hvelfingu upp í mæni, breiðum stigum úr fægðum ísl. grásteini til beggja handa, upp á hinar efri Iiæðir, en brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni uppi yfir ínngangi að hókasafni háskólans, er blasir við manni, þegar inn er komið. Til vinstri á gólfhæð er skrifstofa háskóla- ritara, biðstofa og setustofa rektors, þá kennaraslofa, eí' rúmar 30 menn í sæti, þá 11 kennslustofur, stærri og minni, á 1. og 2. hæð. Til hægri, þegar inn er gengið, eru rannsóknar- stofur í lífeðlisfræði, 5 talsins, en gegnt þeim matvælarann- sóknir í 3 herbergjum. Á sama gangi eru 3 herbergi fyrir lyfja- rannsóknir. Á 2. liæð t. v. er fyrst herbergi Stúdentaráðs, þá kennslu- stofa guðfræðideildar, en gegnt henni kapella á tveim hæðum. 1 suðurenda er kennslustofa heimspekideildar. Fyrir miðju er hinn fagri, en þó látlausi há- líðasalur liáskólans, einnig á tveim liæðum, 2. og 3. hæð,hann rúmar um 230 manns í sæti, en út af honum 4 smálierb. uppi og niðri. T. h. í norðurenda eru kennslustofur lianda læknadeild og verlcfræðingum. Á 3. hæð til vinslri, í suður- enda, eru 14 kennaraherbergi, smá en nolaleg, þar sem kenn- arar geta setið ótruflaðir að fræíiiiðkunum sínum öllum stundum, er þeir kenna ekki. Söngpallar tilheyrandi kapellu og hátíðasal fyrir miðju. En í norðurenda teiknistofur verk- fræðideildar í 2 stofum og önn- ur 2 lferbergi handa stúdentum. Hinum megin gangsins 1 kennslustofa og einkaherbergi fonnanns verkfræðideildar. Loks Tannlækningadeild, sem nú er um það bil að byrja, í 2 herbergjum með biðstofu og gangi. Snyrtiklefar og salerni eru á öllum hæðum og eins í kjallara. 1 kjallara, suðurenda, er fyrst íbúð húsvarðar með 3 herb. og eldhúsi, en slcrifstofan á 1. hæð. Þá fatageymsla og mötunevti stúdenta í 3 stofum, auk eld- liúss og búrs. í miðjum kjallara miðstöð og kolageymsla. En í norðurenda Húsmæðrakenn- araskóli Islands, 3 herbergi. Þar innar af 4 smálierbergi handa stúlkum frá mötunevli stúd- enta. Hinum megin við ganginn er likskurðarstofa og 3 rann- sóknarstofur. Eitt herbergi fyr- ir tilraunadýr og fóðurgeymsla. Undir bólcasafni i kjallara er geymsla Rauða Kross íslands og 2 herb., sem háskólinn notar, og smíðastofa. í húsi þessu fara nú fram kennsla og rannsóknir öllum stundum. En auk þess liafa við og við verið fluttir fyrirlestrar fjTÍr almenning af innlendum og erlendum mönnum, bæði í bátíðasal og í stærstu áheyr- endastofum. Fyrirlestrar kenn- ara fyrir almenning hafa verið gefnir út í sérstöku riti: Sam- tíð og sögu, I—II. Auk þessa hafa hljómleikar farið fram í hátíðasalnum, bæði fyrir stúd- enta og almenning, og flokkar fyrirlestra verið haldnir um listræn efni, einkum málaralist o. fl. Ýmis fræðá- og vísinda- félög hafa fengið að halda fundi í háskólanum endurgjaldslaust, auk stúdentafélaganna, og verð- ur því ekki annað sagt en að húsið, svo stórt sem það nú er, sé þegar notað til hins ýtrasta. En uppi undir þaki sitja 14 —15 menn, eins og munkar í stúkum sínum, í minnstu her- bergjunum, við skrift og lestur og ýrnisskonar fræðiiðkanir, símalausir og allslausir, nema að bókum, pappír og ritföngum. Það eru hinir föstu kennarar háskólans, og una þeir þar vel hag sinum, eins og hann nú er orðinn. V. Ævintýrið. Nýi stúdentagarðurinn. Eins og kunnugt er, hafði gamli stúdentagarðurinn verið hernuminn þegar í upphafi stríðsins, en vaxandi húsnæðis- skortur í bænum, svo að stúd- entar fengu nauðulega inni nema þeir 20, sem fengu kjall- aravist, ög hana fremur illa, í háskólanum. Það var því nauð- ugur einn kostur, að hugsa til liúsbyggingar. Eins og á stóð, var þetta auðvitað hin mesta fífldirfska. Byggingarnefnd var kosin og liún hóf allan undir- búning, útvegun efnis og ráðn- ingu byggingamanna, svo og á- róður mikinn um land allt. Fyrstu skóflustungur að grunni hins nýja garðs voru stungnar á fögrum maídegi 1942, en garðurinn fullbúinn og vígður 31. júlí 1943 að viðstöddum rik- isstjóra og fjölda góðra gesta. Nýi garður, sem er prýðilegt, þrílyft hús með kjallara,- kost- aði um 1200 þús. krónur. Yfir 600 þús. bárust byggingarnefnd í gjöfum frá bæjar- og sýslufé- lögum, bönkum og einstakling- um, i minningu ýmissa góðra manna, en annarra 600 þús. vai- aflað' hjá þingi og stjórn, liá- skólanum og víðar að. Svo að nú stendur Nýi garður, sem veitt hefir upp undir 100 stúdentum vist í vetur, að mestu skuldlaus uppi, viðbúinn að veita nemend- um háskólans húsaskjól um langa tíð. Gott er til þess að vita, þegar slík ævintýri gerast með þjóð vorri, því að þau bera vott um allt í senn, áræði, fórnfýsi og höfðingslund. VI. Þrjár óskir. Þrjú Grettistök. En enn eigum vér háskóla- menn eftir þrjár óskir, háskól- anum og þjóðinni til handa, sem, þótt þær séu all-slórar, þó er nokkur von um að rætist í náinni framtíð, sökum þess, að Happdrætti háskólans hefir enn verið framlengt um nokkurt árabil, eða til ársloka 1959. En þctla eru þrjú stærðarhús, íþróttahús, náttúrugripasafn og þjóðminjasafn. Leikfimi og íþróttir hafa nú verið lögleiddar sem skyldu- námsgreinir við háskólann fyrstu 2 námsárin, en af þvi leiðir, að þörf er á miklu leilv- fimishúsi, ásamt leikvöllum og böðum. Þetta er, ásamt læknis- skoðun og heilsuvernd stúdenta, gert til þess að styrkja þá og hressa og halda þeim andlega vakandi, þvi að ekkert er betra ráð til heilbrigði og langlífis en hollar og góðar líkatnsæfingar. Þá hefir Náttúrufræðifélagið farið þess á leit við háskólaráð, að náftúrugripasafn yrði reist á háskólalóðinni og því svarað játandi með þvi skilyrði, að þar gæti farið fram kennsla í nátt- úrufræði og ýmsar náttúru- fræðitilraunir og mælingar. Sérslaklega er mér um það hug- að, að þar gætu farið fram ætt- gengisrannsóknir og kynbætur á jurtum og dýrum. Það væri t. d. ekki lítið í það varið fyrir alla framtíð lands og þjóðar, ef unnt væri með víxlfrjóvgun milli melgresis og byggs að búa til nýja kornjurt, er yxi um alla sanda vora sunnanlands og breytti þeim í akra. Ekki væri síður í það varið, ef vér gætum kynbætt og hreyst búfé vort, sauðfé, kýr og liesfa. Og hér mætti, sökum fámennis, koma upp hinni ágætuslu ættgengis- stofnun fyrir heilar fjölskyldur og ættir með því að mæla menn og prófa, andlega og líkamlega, og búa til spjaldskrár yfir kyn- kosti þeirra og kyngalla. Ótal margt fleira gæti slík stofnun haft með höndum, en til þessa þarf bæði mikla kunnáttumenn og vísindalega þjálfaða. Síðast, en ekki sizt, ætlum vér á þessum merkilegu tímamót- um, er vér nú lifum, að láta ekki dragast Iengur að byggja yfir þjóðminjar vorar að fornu og nýju. Þjóðminjasafn vort hefir jafnan verið á flækingi, illa hýst og óvarlega, síðan er það fyrst varð til. Fyrst var það liýst á kirkjulofti, síðan á efsta lofti Alþingishússins og loks á efsta lofli Safnahússins, einmitt þar sem því er hættast á tímum loft- árása. Og þó er þetta eitt hið merkasta safn fvrir alla sögu vora. Ætti þing það, er nú kemur saman, að sjá sóma sinn í því að veita nú þegar all-veru- lega fjárhæð til þjóðminjasafns- byggingar á liáskólalóðinni norðanverðri og jafnframt að leggja þá kvöð á komandi þjóð- minjaverði, að þeir kenni þjóð- minjafræði við háskólann og flytji fyrirlestra um gripi safns- ins öðru hvoru. Þegar allt þetta er komið í framkvæmd, verður ekki annað sagt en að háskóli vor sé oi'ðinn að stærri og myndarlegri þjóð- skóla cn Jón Sigurðsson dírfðist nokkuru sinni að dreyma um. En einmitt í þessu er öll þróun og framför fólgin, að hugsjónir vorar rætist fram yfir allar þær vonir, er menn áður liafa gert sér. Og einmitt í þessu ættum við öll að vera samhuga og samtalca. Þá mun sá Guð, er veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu bætast liarmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna. Og þá verður háskóli vor að sannkölluðum þjóðskóla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.