Vísir - 17.06.1944, Side 31
VÍSIR — Þ.T/)ÐI IÁTÍÐ ARRL AÐ
S1
Gamla Koiiipaniíð.
Um aldamótin síðustu leit-
uðu ýmsir efnilegir menn úr
trésmiðastétt til útlanda til þess
að afla sér sérmenntunar í iðn
sinni. Var Jón Halldórsson einn
þeirra, en fyrir honum ótti að
liggja að verða mestur virðing-
armaður sinna stéttarbræðra og
sannkallaður sómi íslenzkrar
iðnaðarmannastéttar. Hann
framaðist "í Nóregi, Danmörku
og Þýzkalandi og gerði, þegar
heim kom, félag við nokkra
starfsbræður sína. Það var
stofnað 1905 og hlaut fyrst
nafnið Sigurjón Ólafsson & Co.,
en árið 1908 var nafninu breytt
í Jón Halldórsson & Co.
Aðalstofnendur fyrirtækisins
voru þeir Jón Halldórsson,
Bjarni Jónsson frá Galtafelli,
Jón Ólafsson og Kolbeinn Þor-
steinsson. Varð fyrirtæki þeirra
brátt hið vinsælasta og þeklct
um allt land fyrir vandaðar
vörur og hollráðar leiðbeining-
ar til viðskiptamanna, enda má
segja að með stofnun þess hafi
verið stigið mikið og merkilegt
spor í íslenzkum iðnaðarmál-
um.
Brátt fór svo, að húsrými
lirmans varð allt of lítið, og
réðist það þá í byggingu hús-
sins nr. 6 við Skólavörðustíg,
sem þótti mikil og voldug bygg-
ing í þá daga. En sú bygging
nægði eigi nema skamman tíma,
og varð enn að stækka liana
1922 og loks að taka íbúðir í
byggingunni fyrir vinnustofur
nokkru síðar.
Ekld leið á löngu áður en al-
menningur hafði gefið fyrirtæk-
inu nýtt nafn. Var brátt farið
að tala af stolli og virðingu um
„kompaniið“, og „Jón i Kom-
paníinu" var Jón Halldórsson
jafnan nefndur. Og þótt fyrir-
tækið hafi hlotið nýtt nafn nú
fyrir skemmstu og nefnist nú
„Gamla Kompaníið h.f.“, þá er
það raunar ekki annað, en stað-
festing á heiti, sem því var
snemma gefið og það hefir lengi
borið í munni almennings.
Framleiðsla kompanísins
þótti ekki vera til neinnar
skammar, enda stóðu að því
menn, sem voru snillingar í
sinni iðn. Áður bafði fátt' eitt
verið smíðað af vönduðum hús-
gögnum hér á landi, mestmegn-
is höfðu hér aðeins verið smíð-
uð óvönduð liúsgögn, en hin
veigameiri og vandaðri keypt
frá útlöndum. Það varð því eigi
lítið metnaðarmál að geta fram-
leitt fyrsta flokks húsgögn í
Reykjavílc. Fyrirtækið réði
brátt í þjónustu sína færustu
menn og tók auk þess lær-
linga, sem síðar urðu merkir
menn í sinni iðn. Má telja að
flestir vandvirkustu húsgagna-
smiðir landsins hafi numið
handverk sitt í kompaníinu eða
starfað þar lengur eða skemur.
Þangað til kompaníið tók til
starfa var það alsiða, ef vanda
þurfti til híbýla, að fá erlenda
menn til að gera teikningar að
húshúnaði. Þetta v.erk gat kom-
paníið leyst af hendi óg það
betur en margir útlendingar.
Þegar Safnahúsið var reist liér
í bænum, fékk kompaníið tæki-
færi til að sýna hvað það gæti
af höndum leyst, og má enn,
eftir fjölda mörg ár, sjá og dást
að hinum vönduðu og sterk-
byggðu húsgögnum og húsbún-
aði, er kompaniið smíðaði
handa Landsbókasafninu og
Þjóðskjalasafnniu. Má vafa-
laust telja að sýnishorn þeirra
gripa verði með því fyrsta, sem
lagt verður til væntanlegu iðn-
minjasafni, er var rnjög lijart-
fólgið mál Jóni heitríum Hall-
dórssyni, stofnanda kompanís-
ins. Þá mætti einnig minnast á
húsbúnað Eimskipafélagshúss-
ins og Landsbankans, og eru
þetta dæmi tekin af handahófi
úr þeim fjölda bygginga, sem
kompaníið hefir lagt til hús-
gögn á liðnum tárum.
Arni Skúlason útskrifaðist
sem húsgagnasmiður úr kom-
paníinu árið 1930. Honum lék
hugur á að afla sér meiri þekk-
ingar og reynslu, enda var hann
kornungur maður, og því lagði
hann leið sína til Svíþjóðar og
Danmerlcur. Þar nam hann hús-
gagnateikningu, fríteikningu,
innanhúsbúnað og verkstæðis-
vinnu. Kom hann lieim aftur
1933 og opnaði húsgagnavinnu-
stofu í Mjóstræti. Þessa stofu
rak hann til 1937, er Jón Hall-
dórsson bauð honum að ganga
í firmað Jón Halldórsson & Co.
Var því um sama leyti breytt
í hlutafélag. — Þótti Jóni það
heillaráð, að fá ungan mann og
dugandi í firmað og þar með
nýtt blóð í reksturinn.
Árið 1940 gekk enn annar
ungur maður í firmað, Jóhann-
es Bjarnason. Hann er ekki
smiður, heldur vcrzlunarmaður.
Lauk prófi úr Verzlunarskóla
Islands vorið 1940 og gekk um
haustið í firmað. Hann hefir
með höndum framkvæmda-
stjórn og fjármál, en Árni
stjórnar fyrirtækinu í verkleg-
um efnum.
Nokkru áður var tekið til að
panta njrjar vélar, hetri og fljót-
virkari en þær, sem fyrir voru.
Hafa vélarnar verið að smábæt-
ast smiðjunni öll stríðsárin. En
jafnframt hefir það komið í
Ijós, að húsakostur er enn orð-
inn of smár, og hyggur kom-
paníið því enn einu sinni á hús-
úyggingar.
Meðal yngstu viðfangsefna
kompanísins má nefna húsbún-
að lianda Ctvegsbanka Islands
og íslenzk húsgögn í fornum
stíl, er smíðuð voru fyrir am-
erísku heimssýninguna í New
York 1940. Kompaníið liefir í
tíu ár notið starfs Ejvinds
Wiese, ágæts tréskera, og liefir
því verið kleyft að framkvæma
vandaðan skurð á beztu hús-
gögnin.
Kompaníið heldur hátt því
mcrki, sem í uppliafi var sctt,
að stuðla að vandaðri liús-
gagnasmíði og smekklegum
húsbúnaði. 1 sjálfu sér er starf
þess tvíþætt, því að annars veg-
ar framleiðir það sterk, algeng
húsgögn í fjölsmíði, en hinsveg-
ar dýrari liúsgögn og vandaðri
eftir sérstöku vali viðskipta-
manna. I því skyni hefir það á
að skipa fullkomnu fyrir-
myndasafni og teiknar einnig
eftir hugmyndum viðskipta-
manna. En að sjálfsögðu er slík
vinna mildu kostnaðarsamari
cn fjölsmíðin.
Þetta hafa allir gert sér Ijóst,
og það er ekki óalgengt, að fólk
kaupi fjölsmíðuð húsgögn en
bæti við einum eða fleiri grip-
um, sérsmíðuðum. Því að allir
keppa-að því að skapa sér heim-
ili með persónulegum blæ og
sérkennilegum.
Gamla kompaníið verður á
næsta ári fertugt. Þó eru á því
engin cllimörk. Það er lifandi
fyrirtæki og þróttmikið og sómi
fyrir íslenzkan iðnað. Ilefir því
livað eftir annað tekizt að
sanna, að vér þurfum ekki að
sækja vandaða smíði til útlanda
og að sé efni fyrir hendi, þá
skortir hér í landi hvorld verk-
færi né verklægni.
Vandaður stóll í rókókó-stíl, smiðaður í Gamla Kompaníinu
að öllu leyti. Myndin er tekin úr grein um smíði stofunnar í
„Tímariti iðnaðarmanna“.