Vísir - 17.06.1944, Side 38

Vísir - 17.06.1944, Side 38
38 VlSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Jón Þórðarson. Þegar litið er yfir sögu Reykjavíkur verður þáttur verzlunar og einkaframtaks einna veigamesti þátturinn. Að vísu er borgin höfuðborg lands- ins og því aðsetur stjórnar og helztu embættismanna. En þess verður jafnframt að minnast, að hún er helzta verzlunarhöfn landsins og liggur vel við verzl- un við heilan landsfjórðung. Elztu og stærstu verzlanir hæjarins eru yfirleitt sprottnar upp úr almennum verzlunum, sem verzluðu jöfnum höndum við innanbæjarmenn og bænd- ur úr nærsveitunum. Þó hafa margar þessara verzlana fyrir rás viðburðanna orðið allt aðr- ar en þær voru í upphafi. Áður fyrr var eigi um neinar sér- verzlanir að ræða, nema þá helzt hókaverzlanir og eina skó- verzlun. Skammt fyrir neðan Læk, við Lækjargötu, hóf Sig- fús Eymundsson bókaverzlun sína, og skammt fyrir ofan Læk skapaði Lárus G. Lúðvígsson skóverzlun sína. Þangað flutti svo Jón heitinn Þórðarson hina alkunnu verzlun sína 1892, er lrinn hyggði verzlunarhús sitt á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis. Þar hefir verzl- unin síðan átt heima í meir en fimmtíu ár og mun væntanlega lengi standa þar sem óbrot- g'um minnisvarði þess manns, scm hún er við kennd, og hinn- ar ágætu konu hans. Stofnandi verzlunarinnar, Jón heitinn Þórðarson kaupmaður, var Rangæingur að ætt, fædd- ur 3. janúar 1854, en fluttist suður hingað ungur að aldri og bjó búi sinu í Ártúnum og Laugarnesi áður en hann flutt- ist í bæinn og stofnaði verzlun. Það var árið 1891. Verzlun sína byrjaði hann 1 Tjarnargötu 4 og verzlaði það haust nær ein- göngu með kjöt, slátur og aðr- ar landbúnaðarafurðir. Flutti hann strax sama haust í hús Ólafs heitins Sveinssonar í Austurstræti 5, og hélt verzlun- in þar áfram. En á næsta ári byggði hann húsið í Þingholts- stræti 1, þar sem verzlunin er enn rekin. Framan af verzlaði Jón Þórð- arson nær eingöngu með mat- vörur, þar ó meðal landhúnað- arafurðir allar. Var hann i mörg ár aðal kjötkaupmaður bæjar- ins og rak þá stórt sláturhús, reykhús og plysugerð. Á þeim árum mun Jón heitinn hafa haft aðal-verzlunina við flesta bænd- ur austanfjalls, og var miðstöð þeirra þar. Kjötverzlunina rak hann þangað til Sláturfélag Suð- urlands tók til starfa, 1906, en þá leigði hann kjöthúðina og seldi áhöld sín. Árið 1902 byggði hann húsið, sem stendur ó horni Ingólfs- strætis og Bankastrætis. Var kjötbúðin niðri í því húsi og þar rak Tómas Jónsson hana einn- ig, eftir að hann hafði tekið við kjötbúð Sláturfélagsins, þangað til hann flutti á Laugaveg 2. En 1910 byggði Jón steinhúsið Bankastræti 8, milli hinna tveggja húsa, sem nefnd hafa verið. Hafði hann sett upp sér- staka vefnaðarvörudeild, klæð- skerastofu og ýmsar fleiri deild- ir skömmu fyrir aldamótin, svo og sérdeildir, og var húsnæðið í þeim tveimur liúsum, sem fyrir voru, orðið of lítið. Flutti vefn- aðarvöruverzlunin í hið nýja hús. Jón lieitinn andaðist snemma á árinu 1911. Varð hann flest- um harmdauði, því að hann var með afbrigðum vinsæll maður og hvers manns hugljúfi, þeirra er honum kynntust, en þeir voru margir. Færði þá verzlunin saman kvíarnar í hili og lagði niður vefnaðarvörudeildina og leigði það húsnæði Jóni Björnssyni & Co., sem var þar þangað til hið nýja hús beint á móti var byggt, en þá tók Verzlun Jóns Þóðar- sonar þetta húsnæði aftur til eigin þarfa. Breyttist verzlunin þá í það Iiorf, í aðalatriðum, sem hún er í nú, og varð sér- verzlun í allskonar glervörum, húsáhöldmn, málmvörum alls- konar og skrautvörum. Hefir verzlunin aukizt mjög mikið síðan hún byrjaði sem sérverzl- un í þessum greinum, og kveð- ur einkum mikið að innflutningi hennar á allskonar glervöru og postulíni, sem verzlunin hefir jafnan mjög margbreyttar birgðir af fyrirliggjandi. Eftir fráfall Jóns heitins Þórðarsonar rak ekkja hans, frú Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, verzlunina, þar til hún andaðist 17. ágúst 1931. Verzlunarstjór- ar gerðust þeir Þórður, kjörson- ur þeirra hjóna, og Júlíus Árnason, sem verið hafði starfs- maður verzlunarinnar síðan ár- ið 1896. Frú Þorhjörg var Fljótshlíð- ingur að ætt, fædd 8. febrúar 1857. Tókst henni vel að varð- veita þær vinsældir, sem stofn- andi verzlunarinnar hafði áunn- ið henni, meðan hans naut við. Að frú Þorbjörgu látinni tóku erfingjar þeirra hjóna við verzluninni og hafa rekið hana síðan, undir stjórn þeirra Þórð- ar L. Jónssonar og Júlíusar Árnasonar. Verzlun Jóns Þórðarsonar er ein af elztu verzlunum bæjarins og elzta almenna verzlunin „fyr- ir ofan Læk“, eins og Austur- bærinn var kallaður í gamla daga. Þessari gömlu og vinsælu verzlun er vel borgið í höndum þeirra manna, sem svo að segja hafa „alizt upp“ með verzlun- inni og tekið að erfðum áreiðan- leik og samvizkusemi Jóns heit- ins Þórðarsonar og frú Þor- bjargar héitinnar Gunnlaugs- dóttur. —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.