Vísir - 17.06.1944, Page 52

Vísir - 17.06.1944, Page 52
52 VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ síðar. En meginástæðan var þó vantandi skilningur hjá lög- gjafar- og fjárveitingavaldi þjóðarinnar, að veita landbún- aðinum nauðsynlegan stuðning til jafns við aðra atvinnuvegi. IV. Síðustu 20 árin hafa verið viðburðarík, og meiri breyting- ar orðið á atvinnuháttum þjóð- arinnar, en oft urðu á mörgum öldum áður. Verður að nægja, að drepa á nokkur atriði úr þróunarsögu landbúnaðarins, en samfelld frásögn getur það ekki orðið, enda margt, sem fram hefir komið á þessu tímabili, svo nýtt, að ekki er hægt að segja enn, hvernig það reynist í einstökum atriðum og þess vegna ekki unnt að taka það til meðferðar hér. Um og eftir 1920 eflist Bún- aðarfélag Islands mjög. Sum- part má rekja þetta til for- stjóraskipta við félagið. En Sig- urður Sigurðsson skólastjóri á Ilólum varð forseti þess 1919. Þá réðust í þjónustu félagsins næstu ár á eftir ungir og áhuga- samir menn, sem siðan hafa unnið margháttuð störf í þágu landbúnaðarins. En það, sem gerði þetta mögulegt, var það, að Alþingi veitti félaginu meira fé, svo að það gat ráðizt í fjöl- breyttari störf en áður, og auk- ið leiðbeiningastarfsemi sina og aðra starfrækslu. Hreppabún- aðarfélögum fjölgaði og eru þau árið 1928 komin í hvern hrepp landsins. Búnaðarsam- böndin eflast og starfsemi þeirra færist í fastara horf. Ár- ið 1931 er lögum Búnaðarfélags íslands breytt í það horf, að Búnaðarsamböndin kjósa alla fulltrúa til Búnaðarþings, en hreppabúnaðarfélögin eru und- irdeildir sambandanna. Vald og áhrif Búnaðarþings hefir farið vaxandi síðan. Er það nú skip- að 25 fulltrúum búnaðarsam- bandanna. Annar félagsskapur varðandi landbúnaðinn hefir eflzt mjög þetta tímabil. Nú eru starfandi 100 nautgriparæktarfélög. Hafa þau starfað að kynbótum á nautgripum og bættri meðferð þeirra. Hefir meðalnythæð í nautgriparæktarfélögunum vax- ið úr ca. 2100 kg. frá því þessi starfsemi hófst fyrir 40 árum og í ca. 2800 kg. nú, eða um 25%. Rúm 50 hrossaræktarfé- lög eru nú starfandi. 7 sauð- fjárkynbótabú og nokkur sauð- fjárræktarfélög. Þá eru 70 fóð- urbirgðafélög starfandi. Allur þessi félagsskapur hefir stuðlað að auknum kynbótum og bættri meðferð búfjár. Fyrir atbeina Búnaðarfélags Islands hefir fé- lagsskapur þessi náð svo mik- illi útbreiðslu. Beitti Búnaðar- félagið sér fyrir setningu bú- fjárræktarlaga, sem og Alþingi samþykkti 1931. Þar sem bú- fjárræktarfélögum þessum er veittur nokkur styrkur úr ríkis- sjóði, en Búnaðarfélagi Islands var falin framkvæmd laganna. Hefir félagsskapur þessi eflzt mest síðan. Jarðræktin er undirstaða bún- aðarins. Á þessu sviði var mest áfátt hjá okkur Islendingum, eins og áður hefir verið nefnt. Setning jarðræktarlaganna 1923 skapa stórfelld og merkileg tímamót í sögu jarðræktarinn- ar. Nokkrar breytingar hafa á þeim verið gerðar síðan. Þá má og nefna lög um tilbúinn áburð frá 1928, er stefnir að því sama. Tilraunastöð Búnaðartelags Is- lands á Sámsstöðum og til- raunastöð Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri, svo og bændaskólarnir og allmargir I- Við kornupp- jkeru á Sáms- stöðum. Heybinding. einstakir bændur hafa með ým- islconar tilraunastarfsemi á sviði jarðræktar lagt grundvöll að raunhæfri þekkingu á rækt- unarmálum, svo að nú vitum við, samkv. innlendri reynslu, hvernig að því starfi ber að standa. Þá má og nefna lög um Ræktunarsjóð frá 1925. Rækt- unarsjóður liafði verið til frá því um aldamót, en algerlega máttlaus sem lánsstofnun fyrir landbúnaðinn, svo að eina gagn hans var að verðlauna nokkra bændur árlega fyrir búnaðar- framkvæmdir. En þau verðlaun voru svo lítil, að enginn fjár- hagsstuðningur var að þeim. En með hinum nýju löguin um ræktunarsjóð var komið upp lánsstofnun, sem gat veitt all- verulegar fjárhæðir til ræktun- arframkvæmda og liúsabóta í sveitum. Var þetta fyrsta raun- hæfa lánsstofnunin, sem veitti fé til landbúnaðarins. Þetta, sem hér hefir nefnt verið, ásamt ýmsu fleiru, hratt af stað öflugri ræktunarstarf- semi og stórfelldari umbótum á ]iví sviði en þekkzt höfðu áð- ur í okkar sögu. Árið 1924 er flatarmál tún- anna talið ca. 22 þús. ha. Árið 1942 er túnstærðin talin um 37 þús. ha. eða 15 þús. ha. stærri. Jafnframt hafa verið sléttaðir ca. 6 þús. ha. í gömlu túnunum. Áburðargeymslur hafa verið byggðar fyrir um % hluta af áburði, er lil fellst undan naut- gri]ium, og heyhlöður reistar fyrir um 1 milljón hesta af töðu. Til þessara umbóta og annarra styrkhæfra vcrka, sam- kvæmt jarðræktgrlögum, hafa verið veittar rúmar 8 milljónir króna úr ríkissjóði. Dagsverk- in, sem unnin hafa verið, eru rét't um 8 milljónir. Samkvæmt því scm næst verður komizt hafa þessar umbætur kostað að minnsta kosti 37 milljónir kr. Af því fé hafa bændur lagt fram um 29 milljónir króna. Tölur þessar sýna, að það er ekkert smáræðis átak, sem bændur hafa gert í ræktunar- málunum. Ymis mistök hafa átt sér stað, eins og við var að bú- ast um þjóð, sem varð að læra öll ræktunarstörf af nýju, en þau eru þó lítil móts við það mikla gagn, sem að þessu hef- ir orðið. Varðandi ræktunar- málin mætti nefna margt fleira. Skeiðaáveitunni var loldð 1924 og Flóaáveitunni 1927, er mun vera eittlivert mesta áveitufyr- irtæki, sinnar tegundar, í Ev- rópu. Siðan var þurrkun Safa- mýrar framkvæmd og nú standa yfir stórfelld fyrirtæki þessarar tegundar, svo sem þurrkun ölfusfora og Staðar- byggðamýra í Eyjafirði, ásamt ýmsum hliðstæðum fram- lcvæmdum. Notkun ýmiskonar véla og verkfæra í þágu landliúnaðar- ins hefir mjög vaxið. Hefir þar verið um samstarf að ræða milli Búnaðarfélags Islands og Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, sem séð hefir um inn- flutning meginhluta af þessum tækjum. Verkfærakaupasjóður tók til starfa 1928 og hefir hann stuðlað að útbreiðslu véla og verkfæra. Eru dráttarvélar og önnur vélknúin tæki að verða allútbreidd nú við ýmiskonar ræktunarstörf. Heyvinnuvélar munu vera notaðar að minnsta kosti á öðru hvoru býli í land- inu. Ilér hefir þess vegna mikið skipazt frá því, sem áður var. Þótt betur megi, ef duga skal. Á sviði ræktunarmála hefir verið unnið rnikið og merkilegt starf að sandgræðslu. Hefir sandgræðslustjórinn, Gunnlaug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.