Vísir - 17.06.1944, Page 54
54
VÍSIR
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
bandi við það flókið kerfi um
niðurgreiðslur á verði landbún-
aðarvara með fjárframlögum
úr ríkissjóði til þess að halda
vísitölunni í skefjum. Margt af
þessu eru deilumál nú og verð-
ur ekki frekar um það rætt.
En þetta yfirlit um landbún-
aðinn bendir til eins, sem ég
vil að lokum vekja eftirtekt á.
Með hverjum áfanga fram á
leið, sem náðst hefir í sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar, hefir
vaxandi bjartsýni gætt og nýtt
átak verið gert landbúnaðinum
til eflingar. Svo var það eftir
þjóðhátíðina 1874, þegar Al-
þingi fékk löggjafarvald. Svo
var það einnig eftir 1903, þeg-
ar ríkisstjórnin var flutt heim
og bar ábyrgð gagnvart Alþingi,
og svo var það eftir 1918 þegar
fullveldi þjóðarinnar var viður-
kennt.
Nú er margt í óvissu um
framtíð landbúnaðarins. For-
ráðamönnum hans er það full-
Ijóst. Búnaðarþing hefir nú
starfandi milliþinganefnd til
þess að gera tillögur um ýmis
mest aðkallandi vandamál land-
búnaðarins. Eg er þess fullviss,
að um leið og við stígum loka-
skrefið í sjálfstæðisbaráttu
okkar út á við, þá muni allir
unnendur landbúnaðarins stíga
á stokk og strengja þess heit,
að góðum gömlum norrænum
sið, að nú þegar sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar er lokið og lýð-
veldi er stofnað að nýju, þá
verði gert átak, öflugra og á-
kveðnara en nokkru sinni fyrr,
til þess að efla landbúnaðinn
sem mest, þjóðinni allri til far-
sældar.
Engin ]>jóð getur sótt fram
á við og haldið menningu sinni
í horfi, nema ræktun landsins
og landbúnaðurinn þróist í fullu
samræmi við aðra þætti þjóð-
lífsins.
Úi annálum
1 724:
Um sumarið og vorið eldur
uppi fyrir austan. I Julio urðu
jarðskjálftar nokkriun sinnum,
þó meiri í Árnessýslu. Iirapaði
niður allur bærinn i Herdísar-
vík, grandaði þó eigi fólki.
Arngrímur Bjarnason, bú-
andi í Krýsuvík, fyrriun Skál-
holtsstaðar ráðsmaður, hafði
farið á skipi til sölvatekju und-
ir Krýsuvíkurbjargi; hrapaði
úr því grjót í jarðskjálftanum,
hvar af hann dó og tveir fylgj-
arar hans. Vinnukona hans
mjög lömuð komst af og aðrir
tveir, sem af ofboði hlupu fram
i sjó og náðu til skipsins.
Um réttatíma drukknaði i
Hvítá í Borgarfirði á Lengju-
vaði Sigurður Jónsson á Ingj-
aldslióli, þá í erindagerðum
Odds lögmanns; meinast eigi ó-
drukkinn, ])ar í fjórar reisur,
að þarflitlu, reið yfir ána, hvað
eftir annað, en í fimmta sinn
hleypti hestinum suður í streng-
inn og féll aftur úr hnakkinum
við bakkann. Líkami hans
fannst um veturinn eftir á góu,
rekinn af sjó i Kóranesi hjá
Straumfirði á Mýrum.
★
Við snögglega innkomu á
Hafnarfjörð, seint í kauptíð,
tveggja Hamborgarskipa, brá
fólki svo við á Álfta- og Sel-
tjarnarnesjum, að tóku að flýja.
Amtmaðurinn, landfógetinn,
vicelögmaður Niels Kier (er þá
bjó á Nesi við Seltjörn) með
þeirra fólki, höfðu látið undan
koma af góssi og bókum, er
sízt vildu missa.
(Hítardalsannáll.)
Samvinnufél.
Árið 1925 liófst vegur Körfu-
gerðarinnar og liefir hróður
þess fyrirtækis stórum aukizt
með hverju óri, sem liðið hefir
síðan, enda voru og eru stoð-
ir þær, sem fyrirtækið var reist
ó mjög styrkar — vönduð
vinna og afbragðs vel liðnir
eigcndur.
Það var árið 1922, sem Þór-
steinn Bjarnason sigldi utan til
Kaupmannahafnar og hóf að
læra körfuiðn. Er liann var full-
numa haustið 1925, kom hann
aftur heim og stofnsetli þá svo
að segja strax fyrirtæki sitt,
Körfugerðina, eða þ. 15. októ-
ber sama ár. Þórsteinn er að
öllum líkindum fyrsti íslenzki
maðurinn, sem numið hefir
þessa iðn. Lærði hann hjá vel
þekktu firma í Kaupmanna-
höfn, sem heitir „Joseph Bac-
ina“.
Hafði Þórsteinn fyrstu árin
lnisnæði fyrir Körfugerðina ó
Hverfisgötu 18 hér í bæ, og
vann hann þar einn að iðninni
í þrjú ár.
En þar sem húsnæðið var
lítið, varð brátt nauðsynlegt að
auka það og um leið mannafl-
aijn, því framleiðslan fullnægði
ekki nándar nærri eftirspurn-
inni, þó Þórsteinn leggði tölu-
vert að sér við vinnu.
Árið 1928 flutti fyrirtækið
því í mun stærra húsnæði á
Skólavörðustig 3 hér í bæ og
vinna nú að staðaldri 1—3
mcnn við það, og þannig hélt
það áfram lil ársins 1932. Þá
gerðist Jóhannes Þorsteinsson
meðeigandi Körfugerðarinnar
og nefndist það upp frá því
„Körfugerðin s.f.“. Þetta sama
ár flutti fyrirtækið í Banka-
stræti 10, þar sem það hefir síð-
an haft aðsetur.
Frá því Þórsteinn hóf körfu-
gerð hér árið 1925 og þar til
Jóhannes gerðist meðeigandi
• fyrirtækisins árið 1932, hafði
aðallega verið lögð áherzla á
körfugerðina sjálfa og Þór-
steinn bólstrað sjálfur það, sem
með þurfti, en nú var ráðinn
lærður bólstrari til þess að inna
það verk af höndum. Aðalfram-
leiðsluvaran var og er enn þann
dag í dag körfustólar, allar
gerðir, og körfuborð á fyrstu
árum fyrirtækisins. Aijk þessa
var framleitt mikið af barna-
vöggum, handkörfum, þvotta-
körfum og bréfakörfum. En ár-
ið 1932, þegar bólstrari var ráð-
inn til fyrirtækisins, svo sem
fyrr getur, hófst tilbúningur
bólstraðra húsgagna fyrir al-
vöru. Hefir frá þeim tíma verið
búið til mikið af bólstruðum
stólum, legubekkjum, og ýmis-
legu.fleira.
Frá árinu 1932 og til ársins
1937 þegar Jóhannes heitinn
Þorsteinsson lézt, unnu að stað-
aldri 4—5 menn við fyrirtækið,
að eigendum báðum meðtöld-
um.
Frá því Jóhannes lézt, hefir
Þórsteinn staðið einn fyrir
Körfugerðinni, og hafa numið
þar 6—7 manns, auk hans.
Sala á þeim munum, sem
Körfugerðin hefir haft á boð-
stólum, hefir ávallt verið að
aukast frá fyrstu tíð og náði
hún hámarki á tveim síðustu
árunum.
„Körfugerðin s/f.“ er eina
fyrirtækið hér á landi, sem býr
til körfu-vörur, en árið 1927
fór af stað nýtt fyrirtæki í sömu
iðn. Fyrirtæki þetta, sem var
eign önnu Jensdóttur, starfaði
í tvö ár, eða til ársins 1929, en
þá keypti Þórsteinn það og hóf
Anna þá vinnu hjá honum og
vann hiá honum í tvö ár eftir
það.
Deild „Körfugerðarinnar“ á iðnsýningunni 1932.