Vísir - 17.06.1944, Side 56
56
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTlÐ ARBLAÐ
Or vinnustofum Belgjagerðarinnar, þar sem meðal annars eru saumaðir hvílupokar, tjöld, bakpokar, allskonar ferðaklæðnaðir og
aðrar framleiðsluvörur verksmiðjunnar. (Á vinnustofunni vinna nú milli 40 og 50 manns).
Belgjagerðin.
Belgjagerðin var stofnuð
1934. Fyrstu stofnendur og eig-
endur fyrirtækisins voru Jón
Guðmundsson og ungfrú Guð-
rún Vigfúsdóttir. Hefir Jón ver-
ið framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins frá upphafi.
Fyrst í stað framleiddi fyrir-
tækið aðeins lóðabelgi, en það
lét sér þá framleiðslu ekki
(nægja, nema rétt til að byrja
með. Von bráðar réðst Belgja-
gerðin í það, að búa til ýmsar
sportvörur, svo sein tjöld, bak-
poka, hvílupoka, göngu- og
skíðafatnað o. m. m. fleira. Nú
er svo komið, að varla nokkur
Islendingur, sem leggur í skíða-
eða gönguferð um landið, fari
svo að hann hafi ekki eitthvað
meðferðis af framleiðslu Bclgja-
gerðarinnar, hvort heldur það
er fatnaðurinn, sem liann klæð-
ist í, bakpokinn, sem hann ber
farangur sinn í, hvílupoldnn,
sem hann sefur í, eða tjaldið,
sem er húsaskjól hans í ferð-
inni.
Ber öllum hinum fjölmörgu
ferðalöngum, svo og öðrum,
sem kynnzt hafa framleiðslu-
vörum Belgjagerðarinnar, sam-
an um það, að þær standi fylli-
lega á sporði því, sem únnið er
af samskonar vörum erlendis,
enda hefir fyrirtækið gert sér
far um að vanda til framleiðslu
sinnar, bæði að efni og vinnu,
enda er það búið að fá milda
i’eynslu í þessum efnum.
Er nú svo komið, að Belgjaj
gerðin cr nú orðin höfuðfram-
leiðandi sportvara á Islandi og
stendur í sambandi við flesta
seljendur á þessu sviði um land
allt.
Nú síðustu árin hefir Belgja-
gerðin enn fært út kvíarnar,
með að búa til allskonar fatn-
að, svo sem rykfrakka, kápur
o. fl. og hefir hann notið sömu
vinsælda viðskiptamanna sem
aðrar vörur fyrirtældsins.
Belgjagerðin hefir lengst af
verið til húsa í liúsakynnuin
Sænska frystihússins, nema eitt
ár, sem fyrirtækið varð að vera
annarsstaðar, meðan gert var
við húsnæði þess, i Sænska
frystihúsinu, eftir að það brann
á árinu 1939. Éftir viðgerðina
flutti Belgjagerðin í sama hús-
næðið aftur og hefir verið þar
siðan.
Vöxtur fyrirtækisins hefir
verið afar mikill síðustu árin.
Fyrst í stað voru nokkrir erfið-
leikar á rekstrinum, vegna þess
að illa geklc að fá innflutt nóg
efni til að vinna úk Hin síðari
ár hefir þetta breytzt mikið, og
eykst framleiðslan nú stöðugt.
Belgjagerðin verður 10 ára á
sumri komanda. Eins og áður er
sagt, hefir Jón Guðmundsson
verið framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins frá byrjun. Fyrirtækið
veitir nú nálega 50 manns at-
vinnu, og rekstur þess og við-
skipti standa með miklum
blóma.
Á markaðnum fyrir fram-
leiðsluvörurnar - hefir heldur
ekki staðið. Iþróttafólk og
ferðalangar voru ekki lengi að
átta sig á því, að þær vörur
henta þeim bezt, sem framleidd-
er eru eingöngu með þarfir Is-
lendinga og íslenzka staðhætti
fyrir augum. Hin ágæta reynzla,
sem hinir fyrstu fengu af fram-
leiðslunni, hvatti aðra til að
reyna vörurnar, og nú er .svo
komið, að framleiðsluvörurnar
þykja ómissandi í ferðalög,
livort heldur er á landi eða sjó.
Þá vex mjög framleiðslan á alls-
konar yfirhöfnum og stendur
verksmiðjan vel að vígi með
slíka framleiðslu, því að til
hennar má að miklu leyti nota
sömu vélar, sem fyrir hendi eru.
En það er nauðsynlegt, þegar
um takmarkaðan markað er að
ræða, eins óg hér á landi, að
vélaframleiðsla geti verið sem
fjölbreyttust.
Starfsmaður sker efni með vél-
skærum. Þessi skæri eru rafknú-
in og geta skorið allt að 15 cm.
þykkt í einu.
Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri við skrifborðið sitt
í Belgjagerðinni.