Vísir - 17.06.1944, Page 58

Vísir - 17.06.1944, Page 58
58 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTlÐ ARBL AÐ Leikhúsin í Reykjavík. Hér hafa verið færð saman á einn stað öll þau hús, sem leikið hefir verið i hér í bæ. Fremst er Hólavallarskóli, þar fyrir ofan yfirréttarhúsið (nú Haraldarbúð) og Glasgow-verzlunarhúsið efst. T. h. er Menntaskólinn og Iðnó. I skólanum var leildð í Langalofti, og einu sinni í hátíðarsalnum. T. v. er fremst Breiðfjörðsleikhús (Fjalakötturinn), Báran, Góðtemplarahúsið og efst, hjá þjóðleikhúsinu, helzta leikhús bæjarbúa um langt skeið: Nýi klúbbur, sem seinna varð veitingahúsið Skandinavia og sjúkrahús bæjar- ins, en lauk ævi sinni sem Herkastalinn gamli. (Teikning: L. Sigurbjörnsson). Láru§ Signrbjörnssoo: Coulissusjóður bæjarins og leikhúsið í Reykjavík. Þáttur um leiklistina í bænum síðan 1874. „Allar menntaðar þjóðir þekkja og viðurkenna, að leik- ir, bæði gleði- og sorgarleikir, hafi menntandi áhrif á þjóðirn- ar, um leið og þeir gefa mönn- um saklausa skemmtun. Þessi hugsun er einnig vakandi hér lijá oss, og til þess að gjöra mönnum hér hægara fyrir að geta orðið aðnjótandi þessarar skemmtunar, hafa sumir af þeim, sem hafa haldið þessum leikjum hér uppi, gefið leilc- áhöld sín, tjöld, fatnað, vopn og Coulissur til Reykjavíkur- bæjar, þannig, að þeir, sem eft- irleiðis leika hér slíka^leiki, hefði frjáls afnot þessara muna.“ Þannig byrjar eitt merkileg- asta plagg varðandi leiksögu bæjarins. Það er gjafabréf, dag- sett 30. maí 1866, fyrir leilc- áhöldum og 100 rikisdölum, sem gefendurnir, þeir: Þorvaldur Stephénsen, Sigurður Guð- mundsson, Jón H. Iijaltalín, Helgi H. Ilelgesen og Lárus Þ. Blöndal, afhenda Reykjavíkur- bæ til ævinlegrar eignar og um- ráða með nánar tilgreindum skilyrðum. Sjóðurinn var tek- inn til notkunar þegar Iðnaðar- mannahúsið var byggt, en leik- tjöldin og leikáhöldin, sem höfðu aukizt nokkuð samkvæmt ákvæðum gjafabréfsins, voru afhent Leikfélagi Reykjavikur á fyrsta starfsári þess. Má því með sanni segja, að gjöf fimm- menninganna frá því 1866 sé sá hyrningarsteinn, sem núver- andi leiklistarstarfsemi hér í bæ byggði á og býr enn að. Það er ekki úr vegi að líta’ nánar á gjafabréfið sjálft, því það sýnir betur en nokkuð ann- að hvernig umhorfs var í leik- listarmálum höfuðstaðarins um og fyrir 1874. Bréfið er varð- veitt í Skjalasafni Reykjavíkur, þar sem geymd er saga þessa bæjar í kynstrum bréfa og skjala. Við niðurröðun á skjölum í safninu rakst eg á gjafabréfið, og læt það koma hér í útdrætti fyrir almenn- ingssjónir. Gefandinn heldur áfram: „Vér, sem leikið höfum í þetta skipti, erum gagnteknir af hinni sömu hugsun, og þeirri ósk, að leikir þessir mætti eigi falla niður, heldur eflast hér, ef unnt væri, og höfum við því gefið leikáhöld þau og fatnað, sem vér höfum orðið að láta búa til í þetta skipti til hins sama augnamiðs. En er vér för- um að íhuga, hvernig þessu augnamiði mætti bezt fram- gengt verða, sáum vér, að hið fyrsta, sem vantaði og sem mest er nauðsyn á nú sem stendur, er skýli .yfir leikáhöldin, þar sem þau geti verið hreyfingar- laus í milli þess að leikið er; eða með öðrum orðum, oss fannst mest þörf á húsi fyrir sjálft leiksviðið með áhöldum þess, þar sem scenan og öll leik- áhöld gæti staðið alltaf uppsett ár eftir ár. Oss kom því til hug- ar að leggja grundvöll til sjóðs, er slíkt scenuhús yrði síðar- meir byggt fyrir; vér höfum hugsað oss að þetta gæti skeð með þeim hætti, að þegar bæj- armenn hér fengi sér almennt og sameiginlegt samkvæmishús, þá yrði byggt út úr því minna hús, er einungis væri til þess ætlað, að þar stæði leiksviðið sjálft, fyrir peninga þá, er safn- azt hefði í þennan sjóð. — Gefendur segja, að þeir þurfi ekki að hugsa fyrir áhorfenda- svæði, en með því leikáhöldin Morguninn, teikning eftir Sigurð Guðmundsson málara. Minnir á: „Gekk eg fram á gnýpu og geigvæna brún“ sem Matthías kvað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.