Vísir - 17.06.1944, Page 71

Vísir - 17.06.1944, Page 71
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÍ) 71 Gísli J Johnsen. Þegar litið er á hinar stór- stígu framfarir síðustu ára, að því er snertir verzlun og fram- leiðslu innanlands, fer ekki hjá því, að staldrað verði við eitt stærsta verzlunar- og atvinnu- fyrirtæki í landinu, firmað „Gísli J. Johnsen“ í Vestmanna- eyjum. Engum, sem komið hef- ir til Eyja, dylst, að þar hafa verið að verki starfsamar hend- ur og ötull vilji, því að fyrir 45 árum var elcki um auðugan garð að gresja, livað fram- kvæmdir og framfarir snerti á þeim slóðum. Árið 1899 stofnaði Gísli J. Johnsen verzlun sina í Vest- mannaeyjum. Byrjaði hann þá þegar með óvenjumiklum kjarki og víðsýni og í stórum stíl á verzlun og útgerð. I Vestmanna- eyjum var þá lítið um verzlun, þar var algert selstöðuverzlun- arlag og peningar þekktust ekki. Gísli J. Johnsen sýndi fljótt, að hann var réttur maður á rétt- um stað. Verzlunin jókst sam- fara útgerðinni og ekki leið á lqngu áður en firmað fór að láta til sín taka um l'ramkvæmdir. Árið 1904 keypti það fyrsta mótorbát, sem til Suðurlands kom, og hefir mótorbátaútgerð síðan orðið einn ríkasti þáttur í íslenzkri útgerð og ekki sízt í útgerð Vestmannaeyja. Hefir vissulega enginn útvegað einu byggðarlagi — og enda lands- mönnum yfirleitt — fleiri báta en Gísli J. Johnsen. Árið 1908 reisti firmað stói't frystihús með nýtízku sniði, sem einnig var hið fyrsta í sinni röð hér á Gísli J. Johnsen. landi. Hvað stoðaði að hafa góða báta, ef engin var beitan? Vélaverkstæði kom Gísli á fót í Eyjum 1907, því þótt vélar væru góðar, þurfti þó að vera til viðgerðarstöð. Hefir félagið síðan flutt inn frystivélar og séð um útbúnað fjölda frysti- húsa viðsvegar um landið. Það byggði einnig stórt frystihús á Siglufirði 1927. Árið 1913 reisti það fyrstu fiskimjölsverksmiðju hér á landi og hefir rekið þá fram- leiðslu síðan og bætt við annari verksmiðju í Kefíavik. Hefir f iskimj ölsf ramleiðsla aukizt stórum hér ó landi síðan, þann- ig að útflutningur fiskimjöls nemur nú alls rúmum 20 millj. króna. Loks hefir félagið lengi rekið lýsisbræðslu og reist hræðslu- stöð. Mun ekkert firma fyr hafa notað skilvindu til lýsishreins- unar. Árið 1912 hlaut Gísli verðlaunapening fyrir vöru- gæði á alheims fiski- og mótor- vélasýningu í Kaupmannahöfn. Mun vissulega vera hér um fyrstu sýningu á íslenzkum af- urðum að ræða erlendis, og þá um leið fyrstu verðlaun, sem nokkur Islendingur hefir hlotið fyrir íslenzkar afurðir. Árið 1920 byggði firmað fyrstu olíugeyma hér ó landi, því að ])á var auðséð orðið, að verzlun með olíu, tunnuflutn- inga-aðferðin, gat ckki lengur haldið áfram með sama móti og áður. Þótt þetta væri 1 smá- um stil, hafði það þó sín áhrif. Olíuverðið lækka'ði og þörfin óx fyrir greiðari og betri olíusölu. Gísli J. Johnsen er fæddur 10. marz 1881 og var því aðeins 18 ára, þegar hann byrjaði verzlun sína, enda varð hann 1901 að fá sérstakt myndug- leikaleyfi. Árið 1907 var hann skipaður ræðismaður Breta í Vestmannaeyjum. Rækti Gísli þetta starf sitt með ágætum vcl, enda gaf Kr. Linnet bæjarfógeti i Vest- mannáeyjum honum eftirfar- andi vitnisburð, er Gisli halði sagt starfinu lausu 1931: „Mér cr ánægja að láta í ljósi það álit milt, að herra Gísli ,1. Johnsen cr mjög vel fallinn til þess að gegna þeim störfum, sem fylgja konsúlsemhælti hans hér í Vestmannaeyjum, og hefir rækt og rækir þau þannig, að það er landi hans til sóma og samboðið því erlenda ríki, sem hefir skipað hann.“ Gisli hefir dvalizt hér í bæ síðan 1919, enda þótt hugurinn hafi lengst af verið í Vest- Frá Vestmannaeyjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.