Vísir - 17.06.1944, Page 74

Vísir - 17.06.1944, Page 74
74 VÍSIR — ÞJ.ÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Sjálfum var honum ljóst, hversu ófullnægjandi ráðstafan- ir dönsku stjórnarinnar voru, að skipa aðeins einn lækni fyrir allt landið, og hafði hann ekki lengi dvahð hér, fyrst á Bessa- stöðum, síðar í Nesi, er hann tók að kenna nokkrum efnilegum stúdentum læknisfræði. Honum auðnaðist að stuðla að því og koma í framkvæmd, að 3 fjórð- ungslæknar voru skipaðir, sinn í hvern landsfjórðung, læknar, er reyndust duglegir og starfs- hæfir menn. Þá má geta þess, að þegar Bjarni læknir kom hingað til landsins, kom hann með lærða ljósmóður, og hóf skömmu síðar kennslu fyrir ungar stúlkur innlendar í þeirri grein. Hvorttveggja þetta sýnir hversu mikinn áhuga hann hafði í starfi sínu, en því mið- ur var liann mjög heilsutæpur, og naut sín ekki sem skyldi af þeim ástæðum. Fyrst eftir að landlæknir sett- ist hér að, setti hann á stofn lyfjabúð í Nési, og kenndi ung- um Islending hið nauðsynleg- asta í þeim fræðum, og nokkr- inn árum síðar voru sett ákvæði um rekstur lyfjabúða hér á landi. Eins og fyrr er lauslega get- ið, var hið hörmulegasta ástand ríkjandi hér á landi um það leyti, er Bjarni læknir settist hér að. Fátækt fólksins, vegna illrar stjórnar og harðæris, var takmarkalaus. Ofan á það bætt- ist svo aðkomnar drepsóttir; bólusótt o. fl. af því tagi. Holds- veikin var ægileg veiki og mjög útbreidd. Við báðum þessum plágum reyndi Bjarni læknir að reisa rönd. Ákvæði voru sett um sóttvarnir viðvíkjandi bólu- sótt, og eins hvað holdsveikina snerti. Má segja, að þó geta Bjarna læknis til stórumbóta í heilbrigðismálum næði skammt, þá hafi hann samt reist grund- völl, sem hægt hefði verið að byggja fljótlega ofan á. En svo líða ár, áratugir, næst- um eitt hundrað ár, að mjög litlar breytingar eru gerðar, til viðbótar því, er Bjarni Pálsson hafði gera látið. Má geta þess, að jafnvel læknakennsla sú, er komin var á fót hér, lognaðist út af að mestu 1796. Skömmu eftir aldamótin 1800 var hafizt handa um bólusetn- ingu gegn bólusóttinni, er oft og mörgum sinnum hafði geng- ið hér á landi og strádrepið fólkið. Reyndist hin enska að- ferð ágætlega, og liefir þessi plága ekki gert vart við sig að ráði siðan. Við getum augnablik látið hér staðar numið, og athugað hvernig heilbrigðisástandið er um miðja nítjándu öld. Upp og niður hefir það gengið. Mann- dauði hafði á þessu tímabili verið gífurlegur, en viðkoman hins vegar allmikil. Er talið, að á árunum 1760—1850 hafi fólki hér á landi fjölgað um 16.000, þrátt fyrir allt andstreymi. Far- sóttir æddu um landið, að und- antekinni bólusóttinni, kikhósti, mislingar, inflúensa og skar- latssótt, og blóðsótt. Gengu þær allar yfir til skiptist og með stuttum millibilum, og gerðu mikinn usla. Barnaveikin var einkum mjög skæð í börnum og unglingum. Holdsveild gætir mikið, svo og sullaveiki. Aftur á móti er lítið minnzt á berkla- veiki. Þó að nokkrar líkur séu til, að sú veiki hafi gert vart við sig hér um langt skeið. Má sem dæmi nefna, hversu skæðar farsóttirnar gátu verið, að árið 1846 er talið að 2000 manns hafi látizt af völdum mislinga. Ungbarnadauðinn er hið ömurlegasta og um leið hinn átakanlcgasti vottur um bágborna heilbrigðishætti þess- ara tíma. Árin 1841—1850 deyja hér á landi 343 af þúsundi lifandi fæddra barna, áður en þau verða ársgömul (í Danmörku á sama tíma 139). En mestur varð ungbarnadauðinn 1846, þvi þá dóu 654 af hverju þúsundi. Þó má geta þess, að danskur læknir er starfaði í Vestmanna- eyjum, réði að mestu niðurlög- um ginklofans svonefnda, en af hans völdum dóu að jafnaði i mörg ár 75 af hverju hundraði nýfæddra barna þar i eyjum. Hefir þessarar skæðu veiki varla orðið vart síðan. Ný viðhorf. Árið 1874 fékk Alþingi lög- gjafarvald og fjárforræði, má þá hiklaust telja að gjörsam- lega ný viðhorf myndist í heil- brigðismálum þjóðarinnar, og það mjög fljótlega. Hinn mikli róður var þá hafinn fyrir eigin tilverknað og ávallt síðan hert- ur, og það svo mjög síðustu ár- in, að á sumum sviðum geta þessi mál verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, eins og síðar mun sýnt verða fram á i þess- ari grein. Framfarirnar eru svo stór- stígar og skynsamlegar, að undrun sætir, enda hefir margt stuðlað að því að svo yrði. Virð- ingarverður áhugi löggjafanna, miklar framfarir læknavísinda erlendis, og ekki sízt afburða duglegir og gáfaðir læknar, er þjóð okkar hefir átt, er beitt hafa allri orku sinni til þess að leiða heilbrigðislöggjöf okk- ar og heilbrigðismál inn á far- sælar brautir. Árið 1874 er málum þannig komið hér á landi, að fólks- fjöldi hafði aukizt upp í tæp 71,000 manns. Héraðslæknum, eða réttara sagt aukalæknum, hafði fjölgað um 5, og ljós- mæðrum hafði einnig fjölgað verulega. Fyrirmæli um bólu- setningu og sóttvarnir voru enn óbreytt, en bólusetningar betur ræktar en áður. Höfuðafrek þessa tímabils er það, að augu manna opnast fyrir því, hve sullaveikin er útbreidd i land- inu. Rannsóknir eru hafnar 1863 og átta læknar sig nú fyrst á því, hverjar voru þær réttu orsakir þessarar skæðu veiki. Og þá fyrst var hægt að gera ráðstafanir til þess að hefta út- breiðslu hennar. En liér var ekki um smámuni að ræða, því á þessum tímamótum má telja líkur fyrir, að einn maður af hverjum 60 á íslandi hafi verið sullsýktur. Skömmu fyrir 1874 var hið fyrsta sjúkrahús starf- rækt í Reykjavík og raunar á landinu. Má geta þess, að hér _ 1S74 •004 1050 1050 I keOAi \v KI.57 tti 6,8é Kl i w Kr. • ♦9.07 Ö|] Greiðslur úr rikissjóði til lækna- skipunar og heilbrigðismála fyrr og nú. höfðu fyrr verið reknir svo- nefndir spítalar fyrir holds- veika, en vart hægt að nefna þá því nafni. Þessi nýja stofnun hafðist við i óhentugum húsa- kynnum og bágum, Sjúklingar á efri hæð hússins, en niðri var aðalsamkomu- og danssalur bæjarins. Næsta sjúkrahús var reist á Akureyri, með 8 sjúkra- rúmum 1872). Er því um að ræða 30 sjúkrarúm á öllu land- inu þjóðfrelsisárið fræga. Telja má, að heilbrigðisliætt- ir liafi á þessu tímabili færzt í meira menningarhorf. Ung- barnadauði var að vísu hörmu- lega tiður, en þó ekki svo mjög sem áður, eða 243 af þúsundi. Það er gaman að staldra við og sjá hver breyting ^verður á heilbrigðismálum vorum strax eftir 1874. Á fyrsta löggjafar- þinginu er læknishéruðum fjölgað upp í 20, og nokkrum árum síðar er ákveðið að veita styrk á fjárlögum til auka- lækna. Árið 1896 eru slik auka- læknisembætti orðin 16. Mikilsvert var það, að 1876 var ákveðið að stofna lækna- skóla í Reykjavík, og starfaði hann með miklum ágætum til þess tíma, að liáskólinn var stofnaður 1911. Fjölgaði nú læknislærðum mönnum smám saman. 1894 sezt augnlæknir að í Reykjavík, og var honum gert að skyldu að ferðast um land- ið, og hefir síðan orðið fram- hald á þess háttar augnlækn- ingaferðum. Skömmu síðar sezt tannlæknir að i Reykjavík, og 1897 einnir dýralæknir. Á þessu tímabili fjölgar sjúkrahúsum til muna, og eru um aldamótin 6, með 170 rúm- um. Þrátt fyrir þessi tilþrif og manndóm, er landsmenn sýndu á þessu sviði, gekk margt erfið- lega fjöldamörg ár. Fádæma harðindi gengu yfir landið, Meðalævi Islendinga 1850—1930. (Karlar til vinstri, konur til hægri).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.