Vísir - 17.06.1944, Side 78

Vísir - 17.06.1944, Side 78
78 VÍSIR — ÞJiÓÐHÁTÍÐARBLAÐ stöðvar þessar niiklu betur út en nú er, og jafnframt að fjölga þeim. Starfssvið' slíkra stöðva þarf að víkka mjög. Við hverja heilsuverndarstöð þarf helzt að starfa sérstakur læknir eða læknar, með sérmenntun. Þeir eiga að geta leitað uppi berkla- smitbera, og einnig að hafa nauðsynleg tæki til ítarlegra krabbameinsrannsókna, því líf- ið veltur á því, í liinni hörðu baráttu gegn krabbameinum, að geta aðgreint sjúkdóminn á fyrstu stigum veikinnar. Slíkar stöðvar eiga einnig að taka að sér kynsjúkadómavarnir, og bólusetningar gegn farsóttum. Enn má telja til starfsemi slíkra stöðva varnir gegn hinni illkynjuðu glaukomblindu, slysavarnir og varnir gegn taugabilunum og geðsjúkdóm- um. Leiðbeiningar um kynferð- ismál, þungunarvarnir, varnir gegn óæskilegum getnaði. Þá ættu stöðvar þessar að hafa með höndum mæðra- og ungbarnavernd, og ekki sizt alþýðufræðslu um heilbrigðis- mál. Hér er svo þýðingarmikið og margþætt starf um að ræða, að búast má við að njóta þurfi hjálpar margra sérfróðra lækna. Mun hér reynast sem oftar, að meira sé um vert að fyrir- byggja sjúkdóma, en að lækna þá, eftir að þeir hafa náð sér niðri. Störf slíkra stöðva sem þessara, þarf einnig að ná til yfirlits með matvælum, rann- sóknum á þeim og leiðbeining- um fyrir fólkið, og stjórnarvöld landsins. Við stöðvarnar þurfa, og eiga, að vinna menn, með tækni og fræðilega menntun á ýmiskonar rannsóknum, ekki sízt á sviði matvæla. Þessir menn eiga að vera færir um að leiðbeina með hvernig t. d. á að framleiða mjólk og mjólkuraf- urðir, til þess að efni þessi komi að sbm mestum notum. Og þess vegria þarf vel að vanda til slikra manna, svo þjóðin viti og trúi, að mark megi taka á orð- um þeirra. I þessu landi hefir undanfarið borið of mikið á því, að allskonar lýður, sérkreddu, og jafnvel stjórnmálaburgeisar, hafa snúizt algjörlega öndverðir gegn skynsamlegum ráðlegging- mn, sem raunar allsstaðar eru viðurkenndar, aðeins af þeim á- stæðum, að þær skoðanir komu í bág við augnablikshagsmuni vissra stétta. Slíkt verður að fyrirbyggja í hinu nýja lýðveldi. T. d. hefir það verið goðgá í þessu landi, að minnast á að fai’- ið væri eftir alþjóðareglum með framleiðslu og hirðingu mjólk- ur. Það hefir einnig verið goð- gá að minnast á það, að þjóð þessi hafi verið stórkostlega svelt hvað snertir grænmeti og ávexti á undanförnum árum. Hinar væntanlegu heilsu- verndarstöðvar eiga að ákveða hversu mikið þessi þjóð á að flytja inn af matvælúm árlega, hverjar tegundir, og gefa leið- beiningar um hvernig bezt sé svo hægt að hagnýta mítvælin, útlend sem innlend. Eg álít að það sé höfuðnauð- syn að slíkar heilsuverndar- stöðvar séu reistar hið fyrsta, og má vel vera að verksvið þeirra geti orðið miklu víðtæk- ara en hér hefir verið lýst. Þessi þjóð á, og hefir vissulega ráð á því, að setja sér stór takmörk. Það nær engri átt, að hér séu hendingar látnar ráða öllum hlutum, eða að allskonar menn, sfem því miður hafa margir hverjir sára litla þekkingu til að bera, gangi í fararbroddi með mál, sem geta í einu vetfangi ráðið örlögum þjóðarinnar til hins verra. Og það er hart að þurfa að viðurkenna, að annað eins þjóðarböl og fjárpestin mikla, sem nú og i náinni fram- tíð drepur sauðfé landsmanna i hrönnum, skuli flæða yfir land- ið, mestmegnis vegng þess, að hér hafa verið til og eru til menn, sem •fyrirlíta alla sér- menntun. Hið unga lýðveldi þarf fyrst og fremst að taka vís- indin í þjónustu sína, og það sem fyrst. Af þessu stutta yfirliti sést, að okkur hefir farið prýðilega úr hendi allt, sem snertir heilbrigð- ismál og heilbrigðisvamir. Á betra verður vart kosið, og eg held því fram, að einmitt svo hafi farið vegna þess, að um það verður eigi deilt, að það lán hef- ir fylgt þessari þjóð, frá því að við tókum heilbrigðismálin í oklcar hendur, að afburða-dug- legir og vel menntaðir læknar hafa starfað að málum þessum og tillögur þeirra venjulega ver- ið teknar til greina. Færi betur að svo gengi á sem flestum sviðum, að hæfustu mennirnir verði látnir ráða, en eklci pólitískir skýjaglópar, sem alltof oft hafa þvælst fyrir góð- um málum síðustu áratugina. Aðalheimildir: Vilmundur Jónsson: Skipun heilbrigðismála á Islandi. Sveinn Pálsson: Ævisaga Bjarna Pálssonar. Heilbrigðisskýrslur. V átry ggingaf élagið The Liverpool & London & Globe I júní í fyrra opnaði þetta heimskunna vátryggingafélag vátryggingaskrifstofu í Hafnar- stræti 10, undir stjórn Einars Péturssonar, aðalumboðsmanns félagsins á Islandi. Þá voru lið- in 107 ár frá því er félagið var stofnað í Liverpool undir nafninu „The Liverpool Fire and Life Insurance Company“. Þá voru sjóðir þess samtals 240.000 krónur, og fyrsta starfs- árið greiddi það 27 þús. kr. í skaðabætur. Sjóðseignin er nú yfir 700 milljónir króna, og ár- legar bótagreiðslur nema nú þúsundfaldri þeirri upphæð, er fyrsta árið var greidd. Félaginu óx brátt fiskur um hrygg, og árið 1843 keypti það stórt vátryggingafélag, og var nafni þess þá breytt í „The Liv- erpool and London Fire Insur- ance Company“ og um leið sett upp skrifstofa í London. Vex svo félagið enn til 1864 ,en þá gerist það, að það sameinast „The Globe Insurance Com- pany“, en það félag hafði Sir Frederick M. Eden, langalang- afi Anthony Edens utanríkis- ráðherra, stofnað árið 1824. Þannig varð hið núverandi nafn þessa félags til, „The Liverpool & London & Globe Insurance Company Limited“. Tók félagið þá við skrifstofubyggingu Globe-félagsins í London, nr. 1 Cornhill. Er það aðeins stein- snar frá Englandsbanka, og er þar talið hæst lóðaverð á fer- feti í öllum heiminum. Samt sem áður er Liverpool-skrif- stofan í nr. 1 Dale Street í öll- um atriðum aðalskrifstofa fé- lagsins, enda er það hið eina af meiriháttar vátryggingarfélög- um Breta, sem aðalskrifstofu hefir utan Lundúna. Það getur verið fróðlegt að athuga hina risavöxnu veltu slíkra stórfélaga, þótt ekki sé til annars en að furða sig. Til dæm- is hefir félagið greitt hátt á sjöttu billjón króna i skaðabæt- ur frá því, er það var stofnað, og nemur það eitthvað yfir 100 krónum á mínútu hverri alla sólarhringa frá stofndegi, og voru þó bæturnar ekki háar fyrstu árin, en hafa vaxið því meir er fram liðu stundir. Aðalumboðið á Islandi tekur að sér allar almennar vátrygg- ingar, nema bifreiðatryggingar, fyrst um sinn. Þessar trygging- ar eru: sjó- og stríðstrygging- ar, brunatryggingar, reksturs- stöðvunartryggingar, slysa- tryggingar og líftryggingar. Síðan verður eftir atvikum bætt við öðrum tryggingum. Leggur aðalumboðið mikla áherzlu á trygg og áreiðanleg viðskipti, enda hefir félagið varnarþing í Reykjavík, en til tryggingar fyrir vátryggjendur eru að sjálfsögðu hinir miklu og tryggu sjóðir félagsins um heim allan. Þá er það ekki lítils virði, að aðalumboðið hefir ekki einungis umboð til að gefa út trygging- arskírteini, heldur er því einnig heimilað að ganga frá tjónlcröf- um og gera þær upp. Það er mjög veigamikið atriði fyrir þá, sem tryggðii' eru og fyrir tjóni verða, að fá uppgjör samstund- is og tafarlaust, í stað þess að þurfa kannske að bíða lengri eða skemmri tíma eftir upp- gjöri frá útlöndum. En jafn- framt því að hafa með höndum uppgjör tjóna frá „The Liver- pool & London & Globe“, hefir aðalumboðið einnig umboð fyr- ir tjónuppgjör af hálfu annara mikilla vátryggingarfélaga, svo sem „Thames & Mersey Marine Insurance Co.“, „The Central Insurance Co.“, sem bæði eru í Liverpool, „Gompania Nacional de Seguros“, „La Britannicca“ í Santiago, „Star“-félagið í New York, „Federal Union Insur- ance“ í Chicago og „Bombay Fire and General Insurance Co.“ í Bombay. Það eru mikil þæg- indi fyrir viðskiptamenn, að fá tjón uppgerð hér á staðnum. En þó er sá hagur þeirra sennilega hvað mestur, að eiga skipti við eitt öflugasta vátryggingarfélag heimsins, því að þar er öryggið rnest, sem eignir eru mestar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.