Vísir - 17.06.1944, Page 87
VlSIR — Þ J ÓÐHÁTlÐ ARBLAÐ
87
J. B. PÉTIJRSSOM
BLIKK8IHIÐJA
OO STÁI/rUNNUGERÐ.
Bllkk o? Jkili/fif’/urinuoerfom.
J H PÉTURSSONfíR
CGtseöTo *
?,£?. PjefutMsonor
Blikksmíðavinnustofan Ægisgötu 4 til vinstri, en Stáltunnugerðin
á Ægisgötu
Árið 1883 stofnsetti Pétur
heitinn Jónsson blikksmíða-
vinnustofu sina hér í bænum, en
árið 1908, þegar hann lézt, tóku
synir hans tveir, Bjarni og
Kristinn, við forstöðu hennar,
og hefir hún síðan gengið undir
nafninu Blikksmíðavinnustofa
J. B. Péturssonar.
I þann tíma, sem Pétur heit-
inn stofnsetti fyrirtæki sitt, var
svo lítið að starfa í þessari iðn,
að hann þurfti að stunda sjó-
róðra að vori til jafnframt iðn
sinni.
En þegar fram i'sótti fór að
lifna yfir iðninni. Frá árinu
1908, er þeir bræður tóku við
fyrirtækinu, hefir vöxtur þess
stórum aukizt.
Árið 1928 kaupir fyrirtækið
huseignina Tryggvagötu 10 liér
í bæ, með það fyrir augum, að
framleiða lýsistunnur. I þann
mund voru lýsistunnur þannig
framleiddar, að þær voru tvö-
faldar — innri úr blikki, en sú
ytri úr tré.
Árið 1931—1932 breytist
þetta í þá átt, að þá er farið að
nota stáltunnur í stað hinna, og
breytir fyrirtækið þá til og hef-
ur stáltunnugérð, sem komin
var á góðan rekspöl um ára-
mótin 1934—’35. Um leið og
þessi framleiðsla hófst færðu
7 til hægri.
þeir bræður aðalrekstur á stál-
tunnum í liúsið Ægisgötu 4. En
bráðlega varð húsakostur of lít-
ill og var nauðsynlegt að byggja
nýtt hús fyrir þessa starfsemi,
sem nú er á Ægisgötu 7. Stál-
tunnugerðin á Ægisgötu 7 starf-
ar á gólffleti sem er ca. 440
fermetrar. Hefir starfræksla
þessi fullkomnum vélum yfir að
ráða.
Stáltunnugerðin er einasta fyr-
irtæki í þessari grein á öllu land-
inu og má því nærri geta, að
hún hefir ærið nóg að starfa.
Þar sem lýsi var talið ein að-
alútflutningsvaran fyrir stríð og
fram á fyrstu stríðsárin einn ör-
uggasti útflutningur til öflun-
ar á erlendum gjaldeyri, má það
öllum ljóst vera, að ef þetta
fyrirtæki hefði ekki verið til í
landinu, þegar striðið braust út,
mundu hafa verið miklir erfið-
leikar og jafnvel ógerningur
að sjá þessari framleiðsluvöru
fyrir umbúðum, þar sem svo
geysimiklir erfiðleikar voru á
skipakosti til flutninga á brýn-
ustu nauðsynjavörum.
Þrátt fyrir það, að J. B. Pét-
ursson leggi aðaláherzluna á
stáltunnugerðina, framleiðir
fyrirtækið jafnframt mikið af
allskonar blikk- og stálvörum.