Vísir - 17.06.1944, Page 89

Vísir - 17.06.1944, Page 89
VlSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ 1904 til 1942. I kaupstöðunum tveimur norðanlands hefir íbúa- talan sömuleiðis nálega fimm- faldazt á sama tíma, og er nú um 7% af íbúatölu alls landsins. Vöxtur kaupstaðanna austan- og vestanlands er hins vegar mun minni, og þeirra gætir sam- anlagt tiltölulega lítið, eða telja allir aðeins um 4% íbúa lands- ins. Arið 1942 voru auk kaupstað- anna 26 kauptún og þorp á land- inu með yfir 300 íbúa. Ibúatala þeirra var alls 14.4 þús., eða 11,6% þjóðarinnar. I bæjum og þorpum með yfir 300 íbúa lifa því nú um tveir af hverjum þremur landsmanna. Allt þetta fólk hefir að langmestu leyti lífsuppeldi sitt af sjávarútvegi, iðnaði, verzlun og samgöngum. Af þessum 26 kauptúnum og þorpum teljast 7 til Sunnlend- ingaf jórðungs með 4,7 þús. íbúa, 8 til Vestfirðingafjórðungs með 3,5 þús. ibúa, 8 til Norðlend- ingafjórðungs með 4,5 þús. íbúa og þrjú til Austfirðingafjórð- ungs með 1,7 þús. íbúa. Kaup- túnanna og þorpanna gætir mest á Suðvestur- og Norður- landi eins og kaupstaðanna. ★ Frjáls þróun athafnalífsins leitar sér framrásar eftir hinum eðlilegustu leiðum eins og straumfall. Eftir að íslenzka þjóðin komst í frjálst viðskipta- samband við umheiminn, og fékk aðstöðu, m. a. fjármagn (lánsstofnanir), til að tileinka sér nokkra tækni hins nýja thna, leystust áður óþekkt öfl úr læðingi. ■ Þegar hún hafði fengið aðstöðu til að nytja hin auðugu fiskimið, urðu ])au, samkvæmt legu landsins og náttúrufari, gjöfulustu auðsuppsprettur hennar. Þjóðinni tókst tiltölul. fljótt að verða jafnoki annarra þjóða í að liagnýta þessar auð- lindir og ncyta- jafnframt að- stöðumunarins. Síðan hefir þjóðin árlega ausið upp úr þess- um auðsuppsprettum, sem virt- ust ótæmandi, miklum fjársjóð- um. Þar sem staðhættirnir voru lientugastir, aðstaðan til fiski- miðanna bezt, risu upp bæir, og þeir bæir Iiafa eflzt mest, þar sein önnur skilyrði skopuðu bezta aðstöðu, svo sem afstöðu til samgangna, viðskipta, láns- stofnana, atvinnumarkaðs o. s. frv. Reykjavík, höfuðstaðurinn, hefir orðið þar lang fremst í flokki. Á hnignunartímum ])jóðar- innar, sem hin pólitíska erlenda ánauð og viðskiptaeinokun Jeiddi yfir landið, dóu lands- menn unnvörpum, vegna skorts á lífsviðurværi. Vegna kyrr- stöðu atvinnulífs þjóðarinnar á 19. öldinni leitaði hún úr landi í stórum stíl. Afkomumöguleik- arnir jukust ekki að sama skapi og landsmönnum fjölgaði. Eftir að hin eðlilega þróun sjávarút- vegsins hófst, hafa bæirnir veitt fólksfjölguninni viðtökur. Þjóð- in hætti að falla úr hungri og flytja úr landi. 1 bæjunum, einkum stærri bæjunum, hefir smám saman myndazt jarðvegur fyrir annan sjálfstæðan atvinnurekstur en sjávarútveg. Skilyrði fyrir æ víðtækari verkaskiptingu og fjölþættari stéttagreiningu hafa verið að myndazt. Draumurinn um fjölbreytta iðnaðarstarf- semi, sem m. a. lá til grundvall- ar stofnun kaupstaðanna 1786 hefir verið og er að rætast. Sú þróun hefir raunar ekki að öllu leyti farið eðlilegar leiðir. Valda þar miklu um viðskiptahömlur hér á landi á undanförnum ár- um, sem m. a. áttu rætur sínar að rekja til þeirrar almennu ein- angrunarstefnu í millilandavið- skiptum, sem ríkt hafði um noldkurt skeið, áður en núver- andi styrjöld liófst. ★ Hér liggur ekki fyrir að gera atvinnuvegina að umtalsefni.*) Það verður gert af öðrum. Þó er ekki hægt að láta hjá líða að vekja í þessu sambandi athygli á, hvernig framkvæmdar eru ýmsar þær ráðstafanir, sem gerðar eru af hendi liins opin- bera til styrktar atvinnulífinu í landinu, og m. a. eiga að valda sköpum í þróun byggðahótt- anna. —- Þessar framkvæmdir, margar hverjar, minna því mið- ur mjög óþægilega á aðgerðir föðurlegrar forsjónar einvalds- herraijna dönsku, sem minnst var á hér að framan, þótt nú sé stefnt í aðra átt. Sameiginlegt einkenni þessara tvennskonar opinberru athafna er skilnings- leysið — eða ef til vill er það nú aðeins vísvitandi fyrirlitning — á einföldustu viðskiptalög- málum. Augunum cr algerlega lokað fyrir staðreyndum, en í rómantískri sjálfssefjan og römmustu alvöru cru, með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði, gerðar tilraunir til að rang- hverfa hjóli framvindunnar. En það heldur áfram að snúast samkvæmt lögmálum hennar — og verður ekki stöðvað, aðeins *) I Tímariti iðnaðarmanna, 3. hefti 1943, er þirt grein eftir mig um iðnað og iðju hér ó IaiuU og félagsskijyrði iðnaðar- stftrfseminnar. ’ H ö f, ..... % F JS tafið. Auðæfum er kastað á glæ, og heildarafrakstur þjóðarbús- ins rýrður. Tilgangurinn með stofnun kaupstaðanna 1786 var að skapa ákveðin athafnasvæði og skil- yrði fyrir samvirka efnahags- starfsemi á grundvelli félags- legrar verkaskiptingar og við- skipta. Það mistókst af orsök- um, sem þegar hafa verið greindar. Með ýmsum þeim opinberu ráðstöfunum, sem framkvæmd- ar hafa verið á undanförnum tímum, hefir verið leitazt við að viðhalda útkjálka frumbúskap til lands og sjávar, sem hvorki er né getur orðið í lífrænum tengslum við aðal athafnasvæði landsins eða samþýðanlegur samvirkri viðskiptastarfsemi nútímans. Hafnarmannvirki eru t. d. reist í afskekktum, einangruð- um útvegum, þar sem raun- verulega engin skilyrði eru til hafnarbóta. Staðir þessir eru oft að öðru leyti svo illa í svelt sett- ir, að þeir geta enga framtíð átt þess vegna, skortir uppland, skortir jafnvel byggingarlóðir, geta aldrei komist í vegasam- band o. s. frv. Ef til vill eru all- ir þessir annmarkar ekki að jafnaði að finna á sama stað, en ef einhverjir eða einhver þeirra er fyrir hendi, er mjög hæpið, að slíkur staður eigi sér nokkra framtíð. Hann getur ekki aukizt og eflzt nema að einhverju vissu marki, hið opinbera verð- ur stöðugt að hlaupa undir bagga, m. a. kosta miklu til samgangna þahgað, ef vel ætti að vera. Þó er sennilegt, að þess- ir staðir leggist beinlínis í auðn fyrr eða síðar. Þeir liafa lokið hlutverki sínu, sem var að vera uppsáturspláss árabátanna við einhver ákveðin grunnmið, sem nú er auðvelt að sækja frá öðr- um, betur settum stöðum. I landbúnaðinum má benda á dæmi hliðstæð þeim, sem nefnd hafa verið í sambandi við s j á varú tvegin n. Það er t- d. kostað kapps um að leggja akfæra bílvegi upp í einangraða afdali, þar sem lítil að engin skilyrði eru til rækt- unar, en mikið vetrarríki, nema á góðæristímum eins og þeim, ■ er gengið hafa yfir Iandið und- anfarna tvo áratugi. Þá ér og árlega miklu opinberu fé varið til þess að reisa nýbýli hingað og þangað, á sama tima og jarð- ir, er áður hafa verið nytjaðar, og íiokkur ræktun og mann- virki eru fyrir á, leggjast í eyði, eða öndvegishöfuðból í góðsveit- um standa lítt hýtt, m. a. vegna skorts á starfskröftitm. Með 89 þessum tilraunum til nýrrar dreifbýlismyndunar er stefnt að aukinni frumframleiðslu í land- búnaðinum, þrátt fyrir offram- leiðslu þá, sem fyrir er, miðað við raunverulega markaðs- möguleika fyrir afurðir land- búnaðarins. ★ Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um alkunnar opinberar ráðstafanir til „eflingar* at- vinnulífinu í landinu, sem ótví- rætt virðast miða í algjörlega öfuga átt, vegna þess, að þær brjóta í bág við öflug og sívirk viðskiptalögmál. Það væri ástæða til þess í þessu sambandi, að vekja at- hygli á nokkrum fleiri atriðum i hinni opinberu atvinnu- og við- skiptapólitík, en hér. hefir verið gert. Þó verður látið staðar numið að sinni. Islenzka þjóðin stendur nú enn einu sinni á vegamótum, ef til vill einhverjum örlagarílc- ustu tímamótunum í sögu sinni. Hún þarf að skilja, að hún verð- ur að standa ein og treysta sjálfri sér. Þjóðin er fámenn, og raunverulega fátæk, þótt hún hafi átt við miklar alls- nægtir að búa nú um sinn. En reynsla fyrri tíma hefir áþreif- anlega fært henni lieim sann- inn um, að hún má ekki vænta þess að geta hvílzt áhyggju- og andvaralaus á lárberjum þess mikla pólitíska sigurs, sem hún nú loks hefir unnið, eftir 100 ára sleitulausa baráttu. Fram- undan bíður ný barátta, þrot- laus barátta, fyrir verndun þess, sem nú hefir unnizt. Trygging- in fyrir því, að sú barátta verði og geti orðið sigursæl er sú, að þjóðin fái réttan skilning og kunnáttu á að hagnýta auðs- uppsprettur landsins, og þann auð, sem með sjálfri henni býr, í andlegri og líkamlegri orku hennar, vitsmunum hennar og vilja til að sjá rétt og gera rétt. Úr annálum. 1 7 2 9: Alþing sett af lögmönnum Benedikt og Niels Kier; Jón Ingimundarson úr Múlaþingi ])ar aftekinn; af honum fyrst högvin hægri höndin og síðan höfuðið, hvorttveggja sett upp á stöng, fyrir það hann hafði myrt saklausan mann Sigfúsa Eiríks- son og háðuglega sundurskorið þans líkama. i. m
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.