Vísir - 17.06.1944, Síða 92

Vísir - 17.06.1944, Síða 92
92 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAB Af öðrum skáldum, er uppi voru um líkt leyti og hinir síð- astnefndu, má nefna þá Pál Ólafsson og Kristján Jónsson. Hínn fyrnefndi var afburða rim- ari og bezta kinmiskáld síns tíma. Kristján var íistamaður að eðli, en var sálsjúkur. Hann dó 27 ára gamall. Eitt af liinum mestu bók- menntaafrekum á Isíandi á síð- ari liluta 19. aldar eru þjóðsög- ur Jóns Árnasonar. Þjóðsögurn- ar eru að vísu orðnar til á ýms- um tímum og geta því ekki tal- izt til þcssa tímabils í sama skilningi og t. d. sögur Jóns Thoroddsens. En á þessu tíma- bili safnaði Jón Árnason og samstarfsmenn hans ])eim og reistu þar með íslenzkri alþýðu- menningu óbrotgjarnan minnis- varða. IV. Um 1880 befst hin umfangs- mesta bylting, er nokkru sinni hefir gerzt í atvinnulífi Islend- inga. Bæirnir vaxa og með þeim möguleikar fyrir fjölbreyttara menningarlífi, en áðnr höfðu þekkzt með þjóð vorri. Um þær mundir koma líka ný skáld til sögunnar, sem í Kaupmanna- Iiöfn höfðu orðið fyrir áhrifum bókmenntastefnu þeirrar, er í Ðanmörku er kennd við Georg Brandes. Þessi skáld voru Gest- ur Pálsson, Hannes Haf'stein og Einar H. Kvaran. Árið 1882 gáfu þeir út ársritið „Verðandi“ í Kaupmannahöfn og Sendu það heim til IsIandS. I riti þessu kom stefna Brandesar, natúral- isminn, fyrst fram í íslenzkum bókmenntum. I Danmörku olli bókmepntastefna þessi afar liörðum deilum, ekki sízt vegna þess, að hún stóð í nánu sam- bandi við róttapka strauma í stjórnmálunum. Hér á landi hafði rómantíska stefnan aldrei náð eins miklum tökum á bók- menntunum og í Danmörku, og voru ekki fyrir hendi skilyrði til ])ess að aðrar eins deilur risu um þau efni og í Danmörku. Hinir róttæku stjórnmálamenn voru líka eftirgefanlegri gagn- vart frelsiskröfum Islendinga og kunnu að jafnaði betur að meta menningu þeirra en íhaldsmennirnir, og var því eðlilegt að flestir íslenzkir stúd- entár og reyndar öll alþýða manna á Islandi befði samúð með Brandes og stefnu hans. Af hinum þremur ofannefndu skáldum, er stóðu að ársritinu „Verðandi“, lifði Gestur skemmst. Hann skrifaði ágætar smásögur, þar sem hann sagði þjóð sinni margan beiskan sann- jeikg. Hannes Hafstein gerðist hinn mesti afburðamaður, bæði á sviði stjórnmála og bók- mennta. Mest orti hann á sín- um yngri árum, og er mikill kraftur og karlmennska í kvæð- um hans, brennandi ættjarðar- ást og bjartsýni á framtíð lands- ins. Einar Kvaran lifði þeirra Íéngst. Hann var stórvirkur rit- höTundur. Hann orti talsvert af Ijóðum, tvÖ leikrit og margar sögur. Ymsar af Smásögum þeim, er hann ritaðí á fyrri ár- um, eru með því bezta, sem skrifað hefir verið á islenzku af þeirri tegund bókmennta. Hann hafði innilega samúð með öllum, sem bágt áttu, og lýsir átakanlega harðýðgi er börn og aðrir smælingjar voru beittir. Þorsteinn Erlingsson og Ein- ar Benediktsson voru nokkurn veginn jafnaldrar hinna þriggja siðastnefndu skálda. Mun vera óhætt að telja þá merkustu skáld þeirrar kynslóðar. Þor- steinn var sósíalisti að lífsskoð- un og hatrammur andstæðingur kirkjunnar og danskrar yfir- drottnunar. Hann orti aðallega ljóð, og er kveðskapur hans all- ur svo íagaður, að á því sviði má hann teljast fremstur sam- tíðai’manna sinna, og mun það sízt ofmælt. Hvað formið snert- ir, semur hann sig mjög að hátt- um hinna beztu alþýðuskálda. Hugsun hans er óvenju ljós og mál hans því auðskilið. Þor- steinn hafði mikil áhrif á sam- tiðarmenn sina í trúmálum og stjórnmálum vegna þess að hann fann hinn rétta búning fyrir hugsanír sínar. Kveðskap- ur Einars Benediktssonar er aft- ur á móti oft harla myrkur og torskilinn, en því mciri kraftur er í honum. Annars eru þeir Þorsteinn og Einar ósambæri- legir, svo ólíkir eru þeir. Einar var rnikill vitsmunamaður, fór víða og rataði í margt. I kveð- skap sínum var hann hinn mesti ofurhugi og glímdi jafnan við hin erfiðustu viðfangsefni. V. Langsamlega mestur hluti ís- lenzks skáldskapar á 19. öld voru ljóð. Skáldsagnagerð kem- ur ekki verulega til sögunnar fyr en á 20. öldinni. Hinar stærri sögur Einars Kvarans eru allar ritaðar á 2 fyrstu áratug- um aldarinnar og sömuleiðis sögur Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta), sem hafði all- rnikla epíska gáfu, en var hroð- virkur. Á þessum tima ritar líka Guðmundur Friðjónsson sínar sögur. Hann er sveitaskáld og lýsir lífi bænda og baráttu þeírra við óblíðu náttúrunnar. Er stíll han§ sérkennilegur og orðgnóttin geysimikil. En flest þeirra ljóðskálda, er þá koma fram á sjónarsviðið, standa að baki flestum þeim 19. aldar ijóðskáldum, sem hér eru nefnd að framan. 1 fornöld gerðu íslenzku skáldin framleiðslu sína að út- flutningsvöru. Þeir ortu drápur og flokka um konunga og aðra stórhöfðingja víðs vegar um Norðurlönd og þágu að launum höfðínglegar gjafir, hirðvist og annan frama. Þá töluðu allir Norðurlandabúar sömu tungu, og það lítur út eins og Islend- ingar hafi haft eins konar einka- leyfi á því að yrkja fyrir nor- ræna stórhöfðingja. Á 19. og 20. öld voru skilyrðin til þess að íslenzk skáld gætu lagt und- ir sig lönd á líkan hátt og á þjóðveldistímanum óendanlega miklu erfiðari. Fyrst og fremst urðu þeir að skrifa á erlendum tungumálum. 1 öðru lagi hafði á seinni öldum skapazt hámenn- ing í bókmenntum þeirra þjóða, sem stóðu Islendingum ijæst að menningu, og var þvi við harða samkeppni að etja. Þrátt fyrir alla þessa örðugleika hefir álit- legur hópur íslenzkra skálda á þessari öld farið að dæmi for- feðranna og tekið að yrkja fyr- ir erlendar þjóðir. Flestir hafa þeir leitað til Danmerkur. Helzt- ir þeirra eru Jóhann Sigurjóns- son, Gunnar Gunnarsson, Guð- mundur Kamban og Jónas Guð- laugsson. Jóhann var bæði ljóð- skáld og leikritaskáld og ritaði hæði á dönsku og íslenzku. Hann hafðí stórkostlega hæfi- leika og varð víðfrægur fyrir leikritið Fjalla-Eyvind, sem út kom árið 1911. Nokkuð af ljóð- um liggur eftir hann. Það eru mest lyrisk kvæði, undursam- lega fögur. Nokkru yngri en Jóhann er Gunnar Gunnarsson, og hefst rithöfundarferill hans skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Hann gerðist sagnaskáld og gat sér brátt hinn ágætasta orðstír. Sennilega hefir ekkert íslenzkt sltáld, hvoi’ki fyr né síðar, ritað eins mikið og hann. Bækur hans eru nokkuð misjafnar, en sum- ar þeirra munu vera eitthvað hið bezta, sem nokkur lslend- ingur hefir skrifað af þeirri teg- und bókmennta. Sögúrnar uxn Ugga Greipsson, sem i raun og veru er sjálfsævisaga höfundar- ins, eru t. d. ritaðar af frábærri snilld. Gunnar var kornungur þegar hann kom fyrst fram sem rithöfundur. Hann er því enu á bezta aldri. Eins og Grímur Thomsen undi hann ekki er- lendis og flutti heim til Islands eftiv pm það bil 30 ára dvöl í DanmÖrku og er nú farinn að skrifa á íslenzku. Guðmundur Kamban kemur fram um líkt leyti og Gunnar. Hann er snjall rithöfundúr og hefir ort bæði sögur og leikrit. Hann velur sér gjarnan alþjóð- leg viðfangsefni. JónasGuðlaugsson ritaði bæði sögur og ljóð. Hann dó korn- ungur. Rit hans bera vott um mikla hæfileika. Á síðustu tuttugu árum hafa fjölda mörg skáld komið til sög- unnar. Af sagnaskáldum má fi-emsta telja þá Halldór Kiljan Laxness og Þórberg Þórðarson. Hinn fyi'nefndi kemur fram á sjónarsviðið í kringum 1920 og var þá lítt af barnsaldri. Síðan hefir hann ritað fjölmargar skáldsögur og er stórvirkasti rithöfundur Islands, að undan- teknum Gunnari Gunnarssyni og ef til vill Guðmundi Hagalín. Halldór er sósíalisti og gagn- rýnir í ritum sínum harðlega hið núverandi samfélagsskipu- lag. Hefir hann því frá ýmsum hliðum mætt allmikilli andúð. Þó ber bæði vinum hans og and- stæðingum saman um að hann sé afburða listamaður, og hann er af ýmsum talinn fremsta söguskáld, er uppi hefir verið með þessari þjóð. Þórbergur Þórðarson er sér- stæður rithöfundur. Hann er mjög einhæfur, en ákaflega glöggskyggn sálfræðingur. Sjálfsathugun hans er djúp og sannleiksástin fráþær. Stílí hans snilldarlegur, enda er hann af mörgum talinn hinn mesti stílsnillingur sem nú lifir á Is- landi, og er þá mikið sagt, þvi að margir ágætir stilistar eru uppi á lslandi nú á dögum. Fyrir utan þessa tvo síðast- nefndu ritliöfunda, eru uppi fjölmörg önnur skáld, sem þess væru verð, að þeirra væri get- ið að nokkru. En þar sem rúm- ið er mjög takmarkað, verður að nægja að nefna nokkra af liinum helztu. Meðal þeirra, er hafa getið sér orðstír sem söguskáld, má nefna Guðmund Hagalín, Kristmann Guðmunds- son, Kristínu Sigfúsdóttur og Friðrik Brekkan. Mörg fleiri söguskáld mætti nefna, sem vafalaust hafa auðgað og munu auðga hókmenntir vorar, og mætti rita fjölmargt bæði um þau og hin, sem þegar hafa ver- ið nefnd, ef rúm væri til. Eins og áður er sagt, hefir skáldsagnagerðin nú á síðustu tímum alltaf verið að aukast á kostnað ljóðagerðarinnar. Al- menningur hefir horfið mjög frá lestrk ljóða og farið að les§ skáldaögur í staðínú,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.