Vísir - 17.06.1944, Side 93
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
93
Enda þótt það megi teljast
sennilegt,. að ljóðskáld nútím-
ans séu að jafnaði tæplega eins
mikilhæf og ljóðskáld 19. ald-
arinnar, hafa þó komið fram
mörg ágæt ljóðskáld á vorum
tímum. Af hinni eldri skálda-
kynslóð, er kom fram. á fyrsta
og öðrum tug 20. aldarinnar, má
nefna Jakob Thorarensen, Jakob
Smára, Unni Bjarklind, er skrif-
ar undir gervinafnínu Hulda.
Um og eftir 1920 fer að bera á
Davíð Stefánssyni og Tómasi
Guðmundssyni. Nokkru eldri en
þeir er Stefán frá Hvítadal.
Nokkurn veginn jafnaldri þeirra
er Jón Helgason prófessór í
Kaupmannahöfn. Nokkru yngri
er Jóhannes úr Kötlum, Guð-
"mundur Böðvarsson og Guð-
mundur Ingi Guðmundsson.
Af þessum skáldum mun
Tómas Guðmundsson að ýmsu
leyti standa fremstur.
Yfirleitt munu bæði ljóðskáld
og söguskáld nú á dögum
standa hinum eldri skáldum
framar um stílfágun, en hvort
þeir eru meiri andans menn er
annað mál.
Leikritagerð hefir ekki verið
minnzt á hér sérstaklega. Það
hefir aðeins Verið minnzt á Jó-
hann Sigurjónsson sem leikrita-
skáld. Á síðari liluta 19. aldar
hófst hin eiginlega leikritagerð
með Skuggasveini Matthíasar
og Nýársnóttinni eftir Indriða
Einarsson. Indriði lagði fyrir sig
leilcritagerð, en leikrit hans eru
tilkomulítil. Jóhann Sigurjóns-
son er eina mikla leikritaskáld-
ið, sem ísland hefir átt ennþá
sem komið er. Annars hefir
Guðmundur Kamban samið ýms
góð leikrit, t. d. Höddu Pöddu,
og nú á síðustu tímum hefir
Davíð Stefánsson o. fl. samið
leikrit, en ennþá hefir ekki ból-
að á neinu leikritaskáldi, sem
er neitt nálægt því,að taka upp
merki Jóhanns Sigurjónssonar.
Enn licfir ekki verið getið um
nein af skáldum Vestur-Islend-
inga, en eigi má þó undir höfuð
leggjast að minnast Stephans G.
Stephanssonar, sem flutti í æsku
vestur um haf og gerðist bóndi
vestur í Klettafjöllum. Stephan
var kraftmikið skáld og minnir
helzt á menn eins og Grím
Thomsen eða Bólu-Hjálmar.
Hann er af ýmsum talinn hafa
verið mesta skáld í nýlendum
Breta á sínum tíma.
tya}\oh Gríslascn•
RAFORKUMAL
Á ÍSLANDI.
Á þeirri mikilvægu og sögu-
legu stundu, þegar lýðveldi er
stofnað á Islandi í annað siim og
síðustu stjórnmálalegar leyfar
erlends valds eru afmáðar, er
vel til fallið að staldra snöggv-
ast við og athuga hvar við
stöndum, líta til haka og reyna
að gera oss grein fyrir því, hvort
áfram hefir miðað og hve mikið
í áttina að einhverju því marki,
sem vert er að stefna að.
Þrátt fyrir aðdáun voi'a á for-
feðrum vorum, sem byggðu
landið og stofnuðu hér lýðveldi
fyrir þúsund árum, væri oss
ljúft að geta með sanni sagt, að
vér stæðum þeim feti framar í
einhverju. Nú hygg eg að mjög
komi til álita, hvort kynslóð sú,
er nú lifir, stendur forfeðrun-
um framar að líkamlegu og and-
legu atgervi, enda má ef til vill
um það segja, að um það sé oss
eigi sjálfrátt og verði oss því
eigi lagt til lofs eða lasts, hvern-
ig sem samanburður í þeim efn-
um félli. Á siðferðilegt þrek og
þroslca verður erfitt að finna
nokkurn þann mælikvarða, sem
ekki yrði allmjög umdeildur.
Eg hygg að oss muni á þessari
stundu verða það á „að beiria at-
hygli vorri einkum að hinni
verklegu hlið þjóðlífs vors og
menningar, með því að vér þar
teljum öruggast að finna eitt-
hvað, sem vér megum stæra oss
af. Og það því fremur, sem nú-
lifandi kynslóð telur sig eiga al-
veg sérstaklega hlutdeild í þeim
stórfelldu breytingum, sem oi'ð-
ið hafa í þeim efnum.
Það er nú tilgangur þessarar
greinar, að rekja lauslega sögu
eins hinna yngri þátta í athafna-
lífi þjóðar vorrar, vinnslu og
notkun raforku. Aðeins fjörutíu
ár eru bðin siðan notkun raf-
magns hófst hér á landi og þó
er það orðið svo þýðingarmik-
ill þáttur í lífi voru og störfum,
að vér megum ekki eina stund
án þess vera, svo sem vér sárt
höfum fundið hin síðustu árin,
er nagdýr og næðingar hafa
hvað eftir annað svift oss því
um stundar sakir og vér höfum
setið verklausir í myrkri og
kulda. Og þó erum vér eim mjög
skannnt á veg komnir um að
færa oss í nyt þau miklu skil-
yrði, sem þessi nýja tækni skap-
ar oss til þess að nýta landið og
auðæfi þess og til að hfa góðu
lífi í landinu.
Hagnýt þekking á rafmagni
er ekki gömul í heiminum. Það
er Daninn H. C. örsted, sem
rétt fyrst eftir aldamótin 1800
verður var við samhengi milli
segulmagns og rafstraums, en
Faraday uppgötvar nokliru síð-
ar (1831) að með segulmagni
er hægt að framkalla raf-
strauma. Þessar tvær uppgötv-
anir muri mega telja upphafið
að hinni stórfelldu hagnýtingu
raforkunnar, sem þegar er orð-
in, en verða mun þó enn meiri.
Sogsstöðin.
Nálægt aldarfjórðungi eftir að
Faraday gerir uppgötvun sína,
er f'arið að gera og nota raf-
magnsvélar, rafala og hreyfla.
Kringum 1890 hefst flutning-
ur á raforku með háspennulín-
um og skapast við það skilyrði
til hagnýtingar vatnsorku í svo
stórum stíl, sem síðar hefir
orðið.
Vér Islendingar urðum í
fyrstu, að vonum, nokkru á eft-
ir stórþjóðunum og nágrönnum
okkar um notkun þessarar nýju
tækni. Thomas Edison fann
glóþráðarlampann árið 1879 og
stofnaði f jórum árum síðar New
York Edisön félagið, til að fram-
leiða og dreifa raforku til lýs-
ingar, en þetta mun mega telja
hina fyrstu rafveitu til almenn-
ingsþarfa. Um 1893 taka til
starfa fyrstu rafveiturnar í
Noregi. Á þessu timabili eru og
rafveitur stofnaðar í ýmsum
löndum Evrópu.
Fyrsta rafveitan á Islandi er
sú, er Jóharines Reykdal stofn-
aði til í Hafnarfirði, þar sem
hann sjálfur byggði vatnsafls-
rafstöð, tæpl. 10 kílówatta, og
seldi frá henni raforku til ljósa
til 16 húsa. Það var árið 1904,
og hefir Jóhannes skýrt mér svo
frá, að stöðin hafi tekið til
starfa 1. desember það ár. Þá
um sumarið kom heim frá raf-
fræðinámi fyrsti íslenzki raf-
fræðingurinn, Halldór Guð-
mundsson, og annaðist hann
lagningu á rafleiðslum frá raf-
stöð Jóhannesar og í hús þeirra,
sem rafmagn tóku. Þessi raf-
stöð er enn í notkun og vinnur
nú raforku handa nokkrum
hluta af fyrirtækjum Jóhann-
esar, en langt er síðan hún var
orðin of htil fyrir Hafnarfjarð-
arkaupstað, enda kaupir raf-
veita kaupstaðarins nú hátt á
annað þúsund ldlówött frá
Sogsvirkjuninni. Fyrsta raf-
magnsvélin í rafstöð Jóhannesar
Reykdal hefir fyrir löngu verið
tekin úr notkun, en Jóliannes
geymir hana enn í þeim tilgangi,
að hún megi varðveitast og
komast á iðnminjasafn éða ann-
að safn fyrir slíka muni, sem
hér hlýtur að verða komið á fót.
Nokkrum árum síðar munu
einstakir húsaeigendur í Reykja-
vík hafa sett upp smá olíuhreyf-
ilstöðvar til raflýsinga í eigin
húsum, en síðar komu upp
stöðvar, er seldu rafmagn um
heil bæjahverfi, og munu raf-
24