Vísir - 17.06.1944, Side 100

Vísir - 17.06.1944, Side 100
100 VÍSIR — ÞJÖÐHÁTÍÐARBLAÐ nefndir tveir: NorÖmaÖurinn Amund Helland og Þjóðverjinn Keilhack. Helland fór hér um flesta landshluta og gerði xnarg- ar stórmerkar athuganir. T. d. eru mælingar hans á vatns- magni og aurframburði jökul- vatna enn í fullu gildi. Hann kannaði fyrstur manna að nökkru ráði gosstöðvar Skaftár- eldanna (frá 1783) og teiknaði kort af gígaröðinni. I ritum lians um jarðfræði Islands (Khöfn og Kristjaníu 1882—86) koma fram margar nýjungar, en i flestöllum meginatriðum er liann .sammála þeim fyrirrenn- ara sinna, sem réttasta höfðu hugmynd um myndun landsins. Ilelland veitti fyrstur manna uppgötvunum Sveins Pálssonar þá alhygli, sem þær áttu skilið, og mættum vér Islendingar vel muna honum það. Lét hann birta nokkur af merkustu hand- ritum Sveins í árbók Norska ferðafélagsins 1881—83. Keil- hack fór hér fyrstu rannsóknar- ferð sína 1883, en fleiri síðan. Ilann lýsir ýmsu markverðu vel i ritgerðum sínum, en skjátlast mjög í ályktunum, taldi t. d. móbergsinyndunina eldri en blágrýtismyndunina. Þorvaldur Thoroddsen fór rannsóknarferðir um landið þvi nær hvert sumar frá 1881 til 98. Landkönnun og jarðfræðirann- sókn voru aðalverkefni hans, en liann safnaði einnig miklum fróðleik um gróður, dýr og þjóðina sjálfa. Hin siðari ferða- ár sín lét hann þó jarðfræðina ganga fyrir öðru. Er Þorvaldur kom til sögunnar, voru skoðanir vísindamanna, eins og fyrr var á drepið, ekki alls kostar sam- hljóða um meginþættina i jarð- sögu íslands, en voru þó mjög teknar að sveigjast til sama far- vegar.' Undirstaðan undir verki Þorvalds voru kenningar þeirra jarðfræðinga, sem gleggst höfðu Þorvaldur Thoroddsen. séð á undanförnum áratugum. Hann valdi og hafnaði og valdi rétt. Sjálfur gerði hann fjölda mikilsverðra jarðfræðiuppgötv- ana i öllum landshlutum og •félck fyrstur manna glöggt yfir- lit yfir allt landið. Þorvaldur felldi saman fróðleiksmolana — bæði sina og annarra — uin jarðfræði íslands i eitl kerfi, þár sem engar firrukenningar komust að. Ilann skrifaði feikn- in öll um jarðfræði landsins, bæði á íslenzku og erlendum tungum, miklu meira en nokk- ur maður annar hæði fyrr og síðar. í þremur stærstu og merkustu ritum lians á íslenzku: Landfræðisögu, Ferðahók og Lýsingu íslands, segir allnáið frá jarðmyndunum hér á landi samkvæmt kerfi hans, en um einstök atriði i hinum fjölþættu rannsóknum sínum ritaði hann fjöhnargar greinar í útlend vís- indarit. I mörgum ritum hans eru jarðfræðikort af ýmsum landshlutum, stórum og smá- um, einkum eldstöðvum og hraunum, en 1901 gaf liann út jarðfræðikort af öllu landinu. Var það miklu réttara og í stærri mælikvarða en þau, sem áður voru til (eftir Paijkull og Keilhack), en er þó nú úrelt að mörgu leyti. Stærsta og merk- asta bók Þorvalds á erlendu máli nefnist Geschichle der islándisclien Vulkane (Khöfn, 1922, að höfundi látnum) og er lýsing eldstöðva á íslandi og saga jarðelda frá landnámsöld. Sú bók er afar fróðleg um yngstu myndanir landsins, og hún var einnig skerfur, sem um munaði, til almennrar jarðelda- fræði. Laust fyrir aldamótin hóf Helgi Pjeturss (þá Pétursson) jarðfræðirannsóknir sínar hér á landi. Hann byrjaði á að at- huga fornar sjávarminjar á Suðurlandsundirlendinu nánar en áður liafði verið gert. En þar komst liann í kynni við mó- bergsmyndunina svonefndu, sem áður var getið og talin hafði veri§ mynduð fyrir ísöld. Árið 1899 fann Helgi í henni jökul- ruðning, sem orðinn var grjót- harður, á milli gosbergslaganna. Síðar fann liann ýmsar jökul- minjar í föstu bergi víða um móbergssvæðið og jafnvel ulan takmarka þess í efstu (yngstu) lögum hlágrýtismyndunarinnar. í Búlandshöfða á Snæfellsnesi fann hann steingerðar sjóskelj- ar og meðal þeirra tegund, sem lifir aðeins í ísköldum sjó. En jarðlagið, sem skeljarnar hefir að geyma, liggur undir þykkum myndunum úr grágrýti og mó- bergi. Þessar uppgötvanir, sem nú eru margstaðfestar af yngri jarðfræðingum, sanna ljóslega, að öll móbergsmyndunin og að auki efslu lög blágrýtismyndun- arinnar („gráa hæðin“) hafa lilaðizt upp, eflir að landið Helgi Pjeturss. liuldist jökli — m. ö. o. eru ís- aldarmyndanir. Þessi kenning hraut freklega í bága við kerfi Þorvalds Thoroddsens. Þor- valdur viðurkenndi hana aldrei, og frægð lians og myndugleiki tafði fyrir, að hún ryddi sér til rúms. Helgi Pjeturss liélt því fram fyrstur manria, að ísöldin hér á landi hefði ekki verið ó- slitinn fimbulvetur, heldur liefðu þá skipzt á jökultimabil og ísaldahlé. Nú er þetta full- sannað, eins og síðar mun getið. Allar hinar merkuslu jarðfræði- ritgerðir Helga eru skrifaðar á fyrsta tug aldarinnar. Skulu hér aðeins nefndar tvær: doktors- ritgerðin, Om Islands Geologi (Khöfn, 1905) og Island (i Handbuch der Regionalen Geo- logie, 1910). Á íslenzku hefir dr. Helgi ritað fremur fátt um jarðfræði, og er það skaði um slíkan vísindafrömuð og rit- snilling. Auk stóruppgötvana Helga Pjeturss liefir allmikið unnizt í jarðfræðirannsókn íslands síðan um aldamót. Hafa þar margir lagt hönd að verki, og eru engin tök á að geta nema mjög fárra úr þeim hópi. Guðmundur G. Bárðarson, einn af beztu jarðfræðingum, sem ísland hefir ált, og einnig dýrafræðingur, kannaði all- Guðmundur Bárðarson. rækilega ungar sjávarmyndanir á láglendi fyrir botni Faxaflóa og víðar, flokkaði þær eftir aldri og rakti breytingar sjódýralífs og sjávarhæðar frá lokum ís- aldar. Hann rannsakaði einnig Tjörneslögin og steingervinga þeirra, manna bezt, og fékkst við mörg önnur óskyld jarðfræði- verkefni. Meðal merkustu rita Guðmundar eru Fornar sjávar-. minjar við Borgarfjörð og Hvalfjörð (Akureyri 1923) og ritgerð á ensku um Tjörneslögin (Khöfn 1925). Eftir síðustu aldamót hafa jarðfræðirannsóknir hér á landi langmest beinzt að hinum yngri myndunum, móbergsmyndun- inni og enn yngri lausum jarð- lögum. Er nú margt orðið ljós- ara um eðli og sköpun móbergs- myndunarinnar en þá, er Helgi Pjeturss hafði fyrst beint rann- sókn hennar á rétta braut. Af ís- lenzkum jarðfræðingum, sem stuðlað hafa að þeirri framför, má nefna Jóhannes Áskelsson, Pálma Hannesson," Jakob Lín- dal, Trausta Einarsson, Þorkel Þorkelsson og Guðmund Kjart- ansson, en af útlendingum Dan- ina Niels Nielsen og Noe-Ny- gaard, Þjóðverjana Sapper, Knebel og .Reck og Bretana Peacock, Tyrrell og Hawkes. Á síðasta áratug hafa fundizt mjög fróðlegar minjar um ís- aldarhlé — leifar gróðurs og dýra milli jökulmyndana. Hefir Jóhannes Áskelsson fundið og rannsakað slíkar myncíanir á Snæfellsnesi og Tjörnesi, Þor- kell Þorkelsson við Elliðaárvog nálægt Rvílc og Jakob Líndal í Víðidal í Húnavatnssýslu. Hinar merkustu rannsóknir af allt öðru tagi liggja einnig eftir þessa jarðfræðinga (sjávar- minjarannsóknir Jóhannesar, hverarannsóknir Þorkels og jarðvegsrannsóknir Jakobs — svo að eitthvað sé talið). Undan- farin ár hafa verið gerðar all- víðtækar mælingar og atliuganir á jöklum. Af þeim rannsóknum fæst eflaust mikill fróðleikur um veðurfarsbreytingar, eðli \eldgosa undir jökli o. fl. Að þeim hafa unnið meðal annarra: Jón Eyþórsson (af liálfu Veður- stofunnar), Sigurður Þórarins- son og Jóhannes Áskelsson, ennfremur prófessorarnir Ahl- mann frá Stokkhólmi og Niels Nielsen frá Khöfn. — Ýmsir hinna útlendu íslandsfara, sem enn eru ótaldir, eru meðal merkustu jarðfræðinga álfunn- ar, en hafa ferðazt hér meir til að læra í skóla náttúrunnar en kanna ókunna stigu í jarðmynd- unum íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.