Vísir - 17.06.1944, Page 102

Vísir - 17.06.1944, Page 102
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ 102 og Fiskarnir (íslenzk dýr I— III), en auk þess samdi hann kennslubækur í fræðigrein sinni og skrifaði sæg af ritgerð- um. í ýms blöð og tímarit. Á út- lendum málum skrifaði hann einnig margt og mikið um ís- lenzka dýrafræði, hæði ritgerð- ir'og sjálfstæð rit. Bjárni Sæ- mundsson var kjörinn formað- ur Náttúrufræðifélagsins og umsjónarmaður Náttúrugripa- safnsins árið 1905 og gegndi þeim störfum til dauðadags 1940. Hann fórnaði félaginu og safninu miklu af starfsorku sinni og enginn einstakur mað- ur hefir átt meiri þátt i eflingu safnsins en hann. Aðrir íslendingar, sem lokið hafa háskólanámi í dýrafræði, eru Pálmi Hannesson, Árni Friðrikssón, Finnur Guðmunds- son og Hermann Einarsson, en auk þess hafa Guðm. G. Bárð- arson, Magnús 1 Björnsson og Geir Gígja unnið allmikið að dýrafræðirannsóknum. Aðalstarf Guðm. G. Bárðar- sonar i þágu islenzkrar náttúru- fræði voru jarðfræðirannsóknir hans, en hann fékkst einnig við dýrafræðirannsóknir og hefir ritað yfirlit vfir íslenzk sælin- dýr i skýrslu Náttúrufræðifé- lagsins. Er þar dregið saman i eina heild allt sem þá (1918) var vitað um íslenzk sælindýi’ og útbreiðslu þeirra við ísland. Auk þess samdi Guðm. sjálf- stætt rit um sælindýr við vest- urströnd íslands. Magnús Björnsson var um Iangt skeið starfsmaður við Náttúrugripasafnið. Hann hefir einkum lagt stund á fuglarann- sóknir og samið alþýðlegt rit um íslenzka fugla, sem Ferða- félag íslands gaf út. Þegar haf- ist var handa um fuglamerk- ingar á vegum Náttúrufræði- félagsins árið 1932 var Magn- úsi falin umsjón þeirrar starf- semi. Kom hann skipulagi á hana og stjórnaði henni með miklum dugnaði fyrstu tíu árin. Pálmi Hannesson hefir lítið sinnt dýrafræðirannsóknum, enda hefir liugur hans einkum hneigzt að landfræðilegum og jarðfræðilegum viðfangsefn- um, auk þess sem hann gegnir umsvifamiklu embætti sem rektor' Menntaskólans í Reykja- vik. Árni Friðriksson var ráðinn starfsmaður Fiskifélagsins árið 1931, og skyldi hann hafa með höndum fiski- og sjórannsóknir á, vegum félagsins. Þegar At- vinnudeild Háskólans tók til starfa árið 1937 var Árni skip- aður forstjóri Fiskideildarinnar og fliittust þá fiskirannsóknirn' ar þangað. Undir forustu Árna Friðrikssonar liafa þær eflst mjög og á því sviði er nú orðið um margþætta starfsemi að ræða í þágu íslenzkra fiskveiða og útgerðar. Bein afleiðing af hinum auknu fiski- og sjórann- sóknum íslendinga var skref það, er þeir lóku árið 1938, en þá gerðist ísland sjálfstæður meðlimur í Alþjóða-liafrann- sóknarráðinu við hlið annarra ríkja í Norður- og Vestur- Evrópu, en áður hafði Danmörk farið með umboð Islands í ráð- inu. Árni Friðriksson hefir skrifað mikið um rSlenzka dýra- fræði, bæði visindalegar ritgerð- ir á íslenzku eða erlendum mál- um og alþýðlegar ritgerðir og rit á íslenzku. Finnur Guðmundsson og Hermann Einarsson eru báðir ráðnir starfsmenn við Fiski- deild Atvinnudeildarinnar, en Hermann dvelur af styrjaldar- ástæðum enn í Kaupmanna- höfn. Loks má geta þess að Geir Gigja kennari hefir fengizt mikið við rannsóknir á islenzk- um skordýrum 'og orðið mikið ágengt á því sviði. Hér að framan hefir verið getið þeirra Islendinga, sem unnið hafa að rannsóknum á dýraríki íslands á tímabilinu 1&74—1944. Eins og áður hefir verið skýrt frá, var Hið islenzka náttúrufræðifélag stofnað snemma á þessu tímabili, en bæði það og svo náttúrugripa- safnið, sem smám saman hefir vaxið og eflst á vegum þess, hafa haft mikla þýðingu fyrir þróun islenzkrar dýrafræði. Mikið framfaraspor var éinnig stigið með stofnun Atvinnu- deildar Háskólans, en þar hafa skapast skilyi’ði fyrir þá dýra- fræðinga, er þar vinna. Þá ber og að minnast á timaritið Nátt- úrufræðinginn, sem stofnað var af þeim Guðm. G. Bárðarsyni og Árna Friðrikssyni árið 1931. Timaritið er nú eign Náttúru- fræðifélagsins og gefið út af því. Þar hefir þegar birzt fjöldinn allur af ritgerðum, bæði vísinda- Iegum og alþýðlegum um ís- lenzka dýrafræði, en áður hafði einnig allmikið af þvi tagi verið hirt í skýrslu Náttúrufræðifé- lagsins. Á vegum Vísindafélags Islendinga, sem stofnað var 1918, hafa einnig komið út nokkur rit urn dýrafræði, en niðurstöðurnar af dýrafræði- rannsóknum þeim, sem gerðar eru i Atvinnudeild Háskólans, eru birtar í „Rit Fiskideildar". Þá hefir Náttúrufræðideild Menningarsjóðs unnið þarft og þýðingarmikið verk með þvi að styrkja islenzka dýrafræðinga til rannsókna og visindastarf- semi. Með stofnun Rannsókna- ráðs ríkisins hefir loks verið gerð tilraun til þess að skipu- leggja og samræma dýrafræði- rannsóknir og aðrar náttúru- fræðirannsóknir íslendinga bet- ur en áður hefir verið. Þáttur sá, sem útlendingar liafa átt í rannsóknum á dýra- riki íslands á tímabili því, sem hér er um að ræða, hefir verið mikill og margvíslegur. Bía- fyrst að nefna sjórannsóknir Dana hér við land. Á árunum 1895—1896 gerðu þeir út rann- sóknarleiðangur á „Ingolf“ til íslands og Grænlands, og varð mikill dýrafræðilegur árangur af þeirri för. Á árunurn 1898— 1908 voru ýmsir danskir nátt- úrufræðingar á varð- og mæl- ingaskipum hér við land, og unnu þeir meðal annars að sjó- dýrarannsóknum. Eftir að al- þjóða-hafrannsóknaráðið var stofnað árið 1902, hófust fyrir alvöru hinar stórmerku fiski- og sjórannsóknir Dana liér við land undir forustu Johs. Schmidt, fyi-st á „Thor“ á árun- um 1903—1905 og 1908—1909 og eftir 1922 á „Dana“. Eftir lát Johs. Schmidt 1933 hefir Á. Vedel Táning veitt rannsóknum þessurn forstöðu, en nú munu að sjálfsögðu íslendingar taka þær að miklu eða öllu leyti í sín- ar hendur. Árið 1925 voru auk þess Skotar að rannsóknum hér við land á „Explorer“ og 1902, 1903 og 1922 höfðu Norðmenn hér stutta viðdvöl á „Micliael Sars“. Loks hafa Þjóðverjar verið hér við rannsóknir á „Meteor“ nokkrum sinnum á árunum 1929—1935. Þá hafa og útlendingar einnig átt þátt í vatnarannsóknum hér á Iandi. Fyrir atbeina Tryggva Gunnarssonar var fenginn hing- að merkur danskur vatnalíf- fræðingur (A. Feddersen) árið 1884 til þess að athuga gróður, dýralif og fiskveiðar i ám og vötnum, og árið 1924 var feng- inn hingað austurriskur vatna- líffræðingur (Reinsch) i sömu erindagerðum. Með aðstoð B. Sæm. létu auk þess danskir vís- indamenn (Ostenfeld og Wesen- berg-Lund) gera rannsóknir á svifinu í Þingvallavatni og Mý- vatni upp úr aldamótunum síð- ustu, og norskur vísindamaður (Knut Dahl) hefir rannsakað is- lenzka vatnafiska, sömuleiðis með aðstoð B. Sæin. Mikil afskipti hafa og útlend- ir dýrafræðingar liaft af söfnun dýra á landi og rannsóknum þar að Iútandi, en það, sem um þær rannsóknir hefir verið birt, er flest á víð og dreif i erlendum visindatímariturrt. Éihná mest liafa þeir ritáð uni islenzka fuglh. iÞjöðverjarnir B. Hantz- sðh ög G. Timmermann, Eng- lendingurinn H. Slater og Jap- aninn M. >U. Hachisuka liafa all- ir samið sjálfstæð rit um ís- lenzka fugla, en auk þess hefir sægur af ritgerðum um sama efni birzt i erlendum fugla- fræðitímaritum. Sænskur skor- dýrafræðingur, C. H. Lindroth, safnaði hér skordýrum sumurin 1926 og 1929 og hefir samið mik- ið og merkilegt rit um íslenzk skordýr, sem er höfuðrit um þann flokk islenzkra dýra. Loks má geta þess, að enskir náttúru- fræðistúdentar fi'á Cambridge og Oxford liafa á siðari árum farið i nokkra leiðangra til Is- lands, og meðal annars fengist við dýrafræðirannsóknir og rit- að ýmislegt um þær. Margt fleira mætti segja um dýra- fræðirannsóknir erlendra manna hér á landi á þessu tíma- bili, en hér verður þó látið stað- ar numið. III. Eitt mesta átakið, sem gert hefir verið til að auka þekkingu vora á dýrariki Islands, er út- gáfa hins mikla ritverks „Tlie Zoology of Iceland“, Yerk þetta er gefið út af íslenzkum og dönskum dýrafræðingum í sam- einingu, og er þar dregið saman í eina lieild allt, sem vitað er í dag um dýraríki Islands. Verkið er gefið út í lieftum og byrjaði það að koma út 1937. Til þessa hafa komið út 37 hefti, en vegna styrjaldarinnar hefir i bili nokkuð dregið úr allri starf- semi í sambandi við útgáfuna. Allt verkið á að verða finnn bindi. I 1. bindinu verður saga íslenzkra dýrafræðirannsókna, almenn landlýsing og lýsing á loftslagi, almenn sjófræði (Hydrografia) og auk þess yfir- lit yfir ýmis dýrasamfélög (dýrasvið sjávarins, botndýra- líf sjávarins, dýrasamfélög í fjörum, jarðvegi, vötnum, ám, lækjum óg köldum og lieitum uppsprettum). I 2.—4. bindi verður skrá yfir allar dýrateg- undir, sem fundizt bafa á ís- landi til þessa. Verður þar getið um útbreiðslu hverrar tegundar hér á landi og auk þess út- breiðslu tegundarinnar i heim- inum. I 5. bindinu verður svo loks almenn dýralandafræði, og * verða þar rakin einkenni og uppruni hins islenzka dýraríkis og skyldleiki þess við dýraríki nágrannalandanna. Við samningu verksins verður stuðst við allt, sem hingað til hefir verið ritað um dýraríki Is-,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.