Vísir - 17.06.1944, Page 128

Vísir - 17.06.1944, Page 128
128 VÍSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ Nýtízku brú (yfir Köldukvísl, byggð 1942) með tvöfaldri akbraut. Lengd sumarbilfærra fjall- vega 345 km. Samtals töldust þannig bil- færir vegir á landinu 4800 km. Síðan liafa nokkrir kaflar bætzt við og eru bilfærir vegir nú taldir tæplega 5000 km. að lengd, en legnd þjóðvega er nú um 5570 km. Á árunum 1940—1943 voru fjárveitingar til vega um 6,6 millj. kr. á ári en þó langmestar 1943 eða 12,7 millj. kr. Á þessu límabili má bæla við framlagi setuliðsins til vega, sem nemur samtals um kr. 12,2 millj. kr. eða að meðaltali á ári um kr. 4 inillj. Frá 1875—1943 hefir samtals verið varið úr ríkissjóði til vega- mála 58,4 millj. kr. og er hér af á tímabilinu frá 1919 54,3 millj. kr. Hér er þó þess að gæta, að vegna mjög hækkaðs kaups og annars kostnaðar gefa þessar tölur einar ekki réttan saman- burð, t. d. var dagkaup verka- manna 1911 aðeins um 3 kr. en meðal dagkaup var 1942 30 kr. og 1943 nær 48 kr. Árleg dags- verkatala gefur jafnframt nokk- uð glögga hugmynd um fram- kvæmdirnar, en um liana liggja ekki fyrir eldri skýrslur en frá 1925, en þá voru dagsverkin um 22500, 1942 eru þau orðin 200 þús. og er það hámark, því að 1943 fækkar þeim i 159 þús. Árið 1919 voru sett fyrstu lög um brúargerðir og hækka þá mjög árleg framlög til brúa- gerða. Með nokkrum síðari brejdingum á þeim fram til árs- ins 1942, voru þar taldar 87 brýr 10 metra og lengri, er gera skyldi og voru þá enn ógerðar 46 þeirra brúa. 1943 voru sett ný brúalög og eru þar taldar 178 brýr, sem gera skuli, og voru 10 þeirra byggðar 1943. Eru þvi enn 168 brýr ógerðar sam- kvæmt áætlun þeirri, sem nú liggur fyrir. Samtals er talið, að 303 brýr 10 metra og lengri hafi verið byggðar og flokkast þær þannig: Járnbrýr 70 steypubrýr 227 járnhengibi’ýr 6. Þá hafa verið byggðar 134 brýi* 4—10 m. langar. Samtals liafa þessar brýr kostað um 7.2 millj. kr. Skýrsla sú, er hér hefir verið skráð, gefur nokkuð tölulegt yfirlit yfir þróun vegamálanna til þessa dags og sýnir hver ár- angurinn hefir orðið. Má óhikað telja að samgöngubætur þær, sem gerðar hafa verið á landi, sérstaklega siðasta aldarfjórð- unginn, liafa skapað undirstöðu margra þeirra stórfelldu um- bóta og framfara, sem orðið hafa á öðruiri sviðum. Það er erfitt að gera nokkurn saman- burð við önnur lönd, því þar eru víðast járnbrautir, sem annasl mikinn hluta flutninganna. Hér var fyrir 20—30 árum mikið rætt og ritað um að byggja járn- braut austur í Árnessýslu, en var þá fallið frá því ráði vegna hinnar miklu og öru þróunar bifreiðaflutninga. Bifreiðar voru hér á landi: 1919 126 1927 634 1930 1539 1939 2149 1943 4031 Árleg benzíneyðsla bifreið- anna var á árunum fyrir ófrið- inn 5—6000 tonn, en er nú orð- in nær 13000 tonn. Gefur þessi vöxtur allgóðar upplýsingar mn umferðina á vegunum. Hér við má bæta umferð setuliðsins sér- staklega undanfarin 2 ár, ben- zíneyðsla þess hefir verið mjög fjarri að telja, að umferðin hafi svipuð og okkar. Er þvi eklci á síðastliðnum árum 5 faldast á vegunum. Er þvi eðlilegt að viðhaldskoslnaður þeirra og umbótaþörf liafi vaxið mjög. Þegar liorft er um öxl, liljóta menn að viðurkenna, að mikið hefir áunnist síðastliðin 25 ár. Má i því sambandi rif ja upp, að ekki er lengra siðan en 1928, að fyrstu bílar fóru milli Borg- arness og Akureyrar eða Stykk- ishólms, 1929 var eina bilfæra leiðin frá Reykjavík til Borgar- fjarðar um Kaldadal. Jafnframt er það vitanlegt, að framundan eru mikil og margvisleg verk- efni til endurbóta á vegakerfinu, enda má segja að vegakerfi í landi sem er i slíkri þróun, sem Island, verði aldrei fullgert. Vonandi ber land okkar gæfu til þess að geta borið uppi hinn sívaxandi koslnað við viðhald og umbætur á vegakerfinu, svo það geti i framtíðinni orðið í enn ríkai’i mæli lyftistöng verk- legrar þróunar og einn þáttur í viðleitni þjóðarinnar til þess að gera landið okkar byggilegra fyrir eftirkomendurna. ★ Heildveizlunin Landsstjarnan (P. Þ. J. Gunnarsson). Mjóstiæti 6. Sími 2012. Gamla og riýja brúin yfir Skjálfandafljót. Gamla brúin var byggð um eða skömmu eftir 1885, og sést hún til hægri á myndinni, en nýja brúin var byggð 1936. Brúin yfir Fnjóská.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.