Vísir - 17.06.1944, Page 129

Vísir - 17.06.1944, Page 129
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 129 Jakob Kristinsson: Islenskir skólar og fræðslumál. ]\it|aiicla og: tnttngasta öldÍD. I. NÍTJÁNDA öldin TIL 1874. Eins og kunnugt er, várð 19. öldin, þegar öll kurl komu til grafar, hinn mesti vaxtar- og viðreisnartími í sögu þjóðar vorrar. Þá eignaðist hún margt frábærra manna, góðskálda, liugsjónamanna og stjórnmála- leiðtoga, er glæddu frelsis- og manndómsþrá hennar. og hrýndu liana til dáða og fram- sóknar. Slcólcir á fijrra hluta aldarinriar. En ef skyggnzt er um á vett- vangi íslenzkra skóla- og fræðslumála í byrjun aldar- innar, er auðsætt, að þar hefir ekki verið um auðugan garð að gresja. Skálholtsskóli og Hólaskóli voru þá báðir úr sög- unni, hinn fyrrnefndi 1784, en hinn síðarnefndi 1801. En i þeirra stað var þá kominn svo- nefndur Hólavallaskóli í Reykjavík. Hafði þar verið reist hús handa honum og hófst þar kennsla 1787. En á fjórða ári nítjándu aklar var skóla- hús þetta dæmt óhæft til skóla- halds, enda hafði það alltaf verið mesta hrip og handa- skönim, svo að inn fennti um alla glugga i hríðum, og lagði þá skafla í gluggakistur og á gólfin undir þeim, og annar útbúnaður virðist hafa verið eftir þessu. Næsta vetur, 1804 —’05, var enginn skóli á öllu landinu, nema einn barnaskóli með 12 börnum á Hausastöðum í Garðahreppi, en hann flosn- aði upp 7 árum seinna. Var landið þá harnaskólalaust um mörg ár, en Bessastaðaskóli eini skólinn. Hann var stofn- aður 1805, eftir að Hólavalla- skóli lagðist niður. Mun hann hafa verið einna ágætastur allra íslenzkra lærdómsstofn- ana á seinni öldum. Hann starfaði á Bessastöðum um fjörutíu ára skeið, en var síð- an fluttur til Reykjavikur og nefndist þá Iatinuskóli um Inörg ár eftir þáð. 1847, éinu ári eftir að skóli lagðist niður á Bessastöðum, var stofnaður prestaskóli i Réýkjavik. Árið 1830 reis upp éinkaskóli handá þörnum i Reýkjavík. en varð 18 árum seinna að leggja niður starf sökum fjárskorts, og varð landið þá enn barnaskóla- laust um skeið. Menntunarástand. Enda þótt Bessastaðaskóli ynni þjóðinni ómetanlegt gagn, komust fæstir landsmanna þangað til náms, eins og að lík- indum lætur. Bókleg menntun almennings, að svo miklu leyti sem um hana gat verið að ræða, var í höndum prestanna og heimilanna. Og allur þorri manna Iærði ekki annað en að lesa, en aðalmarkmið lestrar- námsins var það, að geta lesið og lært kverin í kristnum fræð- um, Ponta eða Balle. Sumir lærðu þó hvorki lestur né kver. En miklu færri kunnu þó að skrifa en lesa, og sizt af öllu voru konur skrifandi, því að þær þóttu þá enga þörf hafa slikrar kunnáttu. Og fram und- ir miðja öldina þótti það held- ur en ekki frásagnarvert, ef fyrir kom, að bændasonum væri kennt eitthvað í reikningi. Samt fór fjarri því, að fróð- Ieikslöngun alþýðu væri dauð. Nægir i því efni að benda á það, að þegar Bókmenntafélag- ið var stofnað 1816, fékk það þegar um 400 félaga. Og nokkr- um árum seinna, þegar Nor- ræna fornritafélagið var stofn- að og ákvað að gefa út forn- sögurnar, gerðust 1000 íslend- ingar áskrifendur að sögunum og voru 500 þeirra bændur og 200 vinnumenn. Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson. Forgöngumenn íslenzkrar viðreisnar- og frelsisbaráttu liöfðu brennandi áhuga um það, að bæta úr menntunar- ástandinu. Litu þeir svo á, að aukin alþýðumenntun, fleiri skólar og meiri fræðslumögu- leikar, væri ómissandi grund- völlur sjálfstæðis landsins. Baldvin Einarsson ritar t. d. 1830 bækling úm skólamál á íslahdi og sendii’ hanii kon- úngi. Og 1842 ritar Jón Sig- urðsson i II. árgang Nýrra fé- lagsrita langa grein um skóla A íslandi, þar sem hann telur, að það sé pinkum þrennt, seni íslendingum standi á mestu að útkljáð verði bæði fljótt og vel, en það er Alþingismálið, skóla- málið og verzlunarmálið. Kveð- ur hann skólana eiga að tendra hið andlega ljós og afl og veita alla þá þekking, er gera megi menn hæfilega til framkvæmd- ar öllu góðu, sem auðið megi verða; skólar sé nauðsynlegir öllum stéttum landsins, almúg- anum, millktéttum og embætt- ismönnum. Mun það Jóni Sig- urðssyni flestum fremur að þakka, að skólamálin komust í betra horf á seinni hluta ald- arinnar. Frá miðbilci aldarinnar til Þjóðhátíðarársins 1S7k. Á tímabilinu frá 1850 til 1874 rísa upp barnaskólar á nokkr- um stöðum á landinu. Og þegar svipast er um á vettvangi skóla- málanna Þjóðhátíðarárið 1874, er ástandið í fám orðum á þessa leið: Sjö skólar eru þá starfrækt- ir á landinu: Prestaskólinn, Latínuskólinn og barnaskóli í Reykjavík. Ennfremur eru þá barnaskólar á eftirtöldum stöð- um: í Stokkseyrarhreppi hin- um forna, á Akureyri, Gerðum í Garði og á Brunnastöðum í Vatnsleysústrandarhreppi. Þá voru og stofnaðir tveir skólar Þjóðhátíðarárið: Ivvennaskóli í Reykjavík og barnaskóli á ísafirði. Sama ár var og stofn- að elzta kvenfélag landsins, Thorvaldsensfélagið. Þá munu ekki hafa verið fleiri en 9 lestrarfélög á land- inu og hlaðakostur íslendinga var þá ekki stór. Um 1870 komu úl fjögur smáblöð, tvö hálfs- • mánaðarblöð, Þjóðólfur og Norðanfari, en hin, Gangleri og Timinn, voru mánaðarblöð. En 1874 stofnar Björn Jónsson ísa- fold, og eftir það fer að lifna yfir blaðaútgáfu landsmanna. Völdust til ritstjórnar þeirra miklir hæfileíkamenn, sem revndust ótrauðir i baráttunni fyrir aukinni alþýðumenntun og fleíri fræðslustofnunum. Meðal annars unnu híöðin ó- metanlegt gagn með þvi að l’lytja margt af ágætustu kvæð- iim skáldanna, sem þá voru uppi. En þótt það verði ef til vill ekki sannað, er það hins vegar segin saga, að hlutur skálda hinnar 19. aldar hefir orðiis þyngrí & metwm i frelsis* baráttu þjóðarinnar en flest annað. II. FRÁ ÞJÓÐHÁTÍÐARÁRINU 1874 TIL LÝÐVELDISSTOFN- UNAR 1944. 1. Barnaskólar — Kennara- skólinn. Eftir að þjóðin hafði öðlast sjálfsforræði það, er liún fékk með stjórnarskránni 1874, má segja, að komizt hafi þegar nokkur skriður á framkvæmd- ir í skólamálum landsins. Leið þá ekkert ár svo, tímum sam- an, að eigi væri einhvers stáð- ar á landinu stofnaður bárna- skóli eða framhaldsskóli og sum árin fleiri en einn. Barna- skólum fjölgaði mjög og fyrir kom það, að menn efndi til námskeiða fyrir unglinga eða kæmi á fót nokkurra vikna skóla handa þeim. Var þessu venjulega hrundið í fram- kvæmd af einstökum, fórnfús- um áhugamonnum. Má til dæm is geta þess, að fjórir búlausir menn stofnuðu barnaskóla i Haukadal í Dýrafirði 1885, reistu af eigin efnum vænt timburliús handa honum og munu einir hafa lagt fram fé allt til skólahaldsins tvö næstu árin. Á nokkrum stöðum tóku sveitasjóðir þátt í byggingu barnaskólahúsa, en um styrk úr landssjóði var ekki að tala fyrstu árin eftir 1874. í fjárlög- unum var að vísu nokkur fjár- hæð áætluð til kirkju- og kennslumála, en ekkert til barnaskóla fyrr en 1878. Voru þá áætlaðar 1300 krónur til barnafræðslu, en aldrei greidd- ar nema 1100 krónur. Varð þvi að leggja skólagjöld á heimilis- feður og urðu þau sumstaðar nokkuð há og þess vegna illa þokkuð. En rikisstyrlcurinn hækkaði smám saman, og var árið 1887 orðinn 4000 kr. Ýmsar tilskipanir um krist- indómsfræðslu og lestrarkunn- áttu voru hin einu almennu lagaboð viðkomandi fræðslu álmennings, sem i gildi voru fram til 1880, en þá setti þing- ið lög um fræðslu barna i skrift . I og reikningi, og var þar ákveð- ið, að fermingarbörn skyldi kunna að leggja saman, draga frá, margfalda og deila með lieilum tölum. Var og prestum gert gð skyldu að sjá um, að 33 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.