Vísir - 17.06.1944, Síða 130

Vísir - 17.06.1944, Síða 130
130| VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ öll börn, sem til þess væri hæf acS áliti prests og meðhjálpara, lærði að skrifa og reikna. Þessi lög ýttu talsvert undir skólahald, svo og styrkur sá af landsfé er farið var að veita til barnafræðslunnar. Barnaskólarnir, sem störfuðu á þessum tímum voru mjög af vanefnum búnir. Sums staðar vantaði öll kennsluáhöld. Hús- gagnakostur var harla bágbor- inn. Bar það við, að börn urðu í skriftartímum að standa við hefilbekki og skrifa þar, vegna þess að ekki komust' öll að borði. Baklausir bekkir, sem klambrað var saman, komu í stóla stað. Og þar sem öll hit- unartæki voru ófullkomin eða engin ,varð að hætta kennslu köldustu dagana. Flensborgarskólinn. Árið 1877 keypti síra Þórar- inn Böðvarsson í Görðum á Álftanesi erlend verzlunarhús, Flensborg, í Hafnarfirði, og gaf þau ásamt Hvaleyri til skóla- stofnunar. Var þar f}Tst barna- skóli, en 1882 var bætt við tveimur deildum til framhalds- náms fyrir unglinga, og var skólinn þá nefndur gagnfræða- skóli. Varð Jón, sonur síra Þór- arins, þá skólastjóri gagn- fræðaskólans. Hafði hann stundað guðfræðinám við Hafnarháskóla, en síðan snúið sér að uppeldisfræði. Að sama skapi sem barna- skólum fjölgaði og fræðslu- kröfur jukust, varð frömuðum skóla- og kennslumálanna enn Ijósar en áður, að brýna nauð- syn bar til þess, að upp risi í landinu kennarastétt með sér- menntun á sviði uppeldis og kennslu. Mun engum hafa ver- ið betta ljósara en sira Þórarni ofí .Tóni, svni hans. Hugsuðu þeir sér að gera Flensborgar- skóla að kennaraskóla, án þess bó að gaanfræðaskólinn legð- ist niður. Barðist Jón af mikl- um duffnaði fvrir þessu máli og fékk bað góðan og eindreg- inn stuðning hjá Hinu islenzka kennarafélagi, sem stofnað var 188!). En lengi var fast fyr- ir hjá bingi og æðstu valdhöf- um. 1892 hófst þá fvrsta kenn- aranámskeiðið i Flensborgar- skóla, og fjórum árum siðar var bætt við hánn eins vetrar kennaradeild, sem fékk nokk- urn styrk af landsfé. Kennaraskóli íslands. Eftir margra ára þrautseiga baráttu og miklar orðasennur, bæði utan þings og innan, voru loks á Alþingi 1907 samþykkt u I" ' lög um kennaraskóla í Reykja- vík. Árið eftir hóf hann starf sitt þar, og var síra Magnús Helgason fyrsti forstöðumaður skólans einhver ágætasti skóla- stjóri og nemendaleiðtogi, sem uppi hefir verið í seinni tíð. Námskeið voru haldin við skól- ann öðru hvoru. Á síðustu ár- um hafa þau þó fallið niður að mestu, vegna þess að styrk- ur var ekki veittur til þeirra eða umsóknir of fáar. Margir kennarar hafa farið utan til framhaldsnáms og yfir 50 þeirra hafa sótt kennaraháskól- ann í Kaupmannahöfn. Árið 1943 voru samþykkt á Alþingi ný lög um Kennara- skólann. Skyldi hann sam- kvæmt þeim starfa í fjórum ársdeildum, og kemur þessi breyting til framkvæmda á næsta skólaári, 1944—45. Það er markmið skólans, að veita nemendum bæði almenna menntun og sérmenntun í þvi, sem snertir uppeldi barna og kennslu. Skólinn er jafnt fyrir konur sem karla. Hið íslenzka kennarafélag. Það beitti sér jafnan af al- efli fyir aukinni alþýðufræðslu, enda var í því saman komið margt ágætra manna. Björn M. Ólsen var fyrsti formaður fé- lagsins, en Jón Þórarinsson Iengst af. Það gerði samþykkt- ir, samdi frumvörp og áskor- anir fræðslumálunum til full- tingis og sendi þetta til Alþing- is eða landshöfðingja. Hélt það málinu vakandi jafnt og þétt. Studdu ýmsir menntamenn þjóðarinnar mál Kennarafé- lagsins ósleitilega, s. s. Páll Briem, amtmaður, Einar Hjör- leifsson Kvaran, dr. Guðmund- ur Finnbogason o. fl. Starf Guðmundar Finnbogasonar. Þessi þrautseiga barátta varð til þess að 1901 veitti Alþipgi r. Nýtízku barnaskóli á Islandi. dr. Guðmundi Finnbogasyni tveggja ára styrk, til þess að hann kynnti sér uppeldis- og menntamál erlendis, og var styrkun þessi bundinn því skil- yrði, að hann legði fram árang- ur af rannsóknum sínum og kæmi með ákveðnar tillögur um það, hvers konar fyrir- komulag á fræðslu- og skóla- málum hann teldi bezt henta hérlendis. Dvaldi hann hálft annað ár í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í þessu skyni. Eftir heimkomuna ritaði hann bók sína „Lýðmenntun“, og kemur þar með tillögur um fyrir- komulag skólanáms, og var bók þessi hin samfelldasta og veiga- mesta greinargerð, er fram hafði komið um skólahald og skipulagjning fræðslumála landsins. Segir Guðmundur, að takmarkið, sem þjóðin verði að keppa að, sé almenn skóla- skylda um land allt. Nú var eftir að rannsaka menntunarástand hér á landi. Til rannsóknar á því veitti Al- þingi Guðmundi nokkrun styrk 1903, og ferðaðist hann síðan um allt landið þvert og endi- langt og rækti starf sitt af frá- bærum dugnaði’ og gaumgæfni. Skrifaði hann síðan stórfróð- lega bók um rannsóknir sinar innanlands, og var honum nú falið að semja frumvarp til fræðslulaga, er að því búnu var lagt fyrir Alþingi 1905. En ekki náði það þá fram að ganga, en var aftur Iagt fyrir þingið 1907 og náði þá samþykki þesá, eftir nokkurt þóf. Var þar með lög- fest skólaskylda barna um land allt frá 10—14 ára aldurs. Fræðslulögin. Lög þessi hafa verið endur- skoðuð og þeim tvívegis verið breytt, 1926 og 1936, en megin- atriði upprunalegu Iaganna frá 1907 er enn í gildi, og til þeirra á embætti fræðslumálastjóra rætur að rekja, þótt ekki væri spjt lög \wn það fyiT en 1930. Jón Þórarinsson var ráðinn umsjónarmaður fræðslumálanna 1906 og varð 1907 fyrsti fræðslumálastjóri landsins. Samkvæmt fræðslulögunum áttu heimilin að annast sjálf og kosta kennslu barna til 10 ára aldurs. Skyldi þá hvert barn vera nokkurnveginn læst og skrifandi. Ef brestur varð á þessu, af hálfu aðstandenda barnanna, var skólanefnd eða fræðslunefnd heimilt aði koma börnunum fyrir annarsstaðar til náms, á kostnað aðstand- enda. Til fullnaðarprófsi skyldi börnin hafa lært: að lesa móð- urmálið skýrt og greinilega; að skrifa læsilega og hreina snar- hönd; í kristnum fræðum það, sem heimtað er til fermingar; fjórar höfuðgreinar reiknings með heilum tölum og brotum; fáein meginatriði í landafræði; nokkur einföld sönglög. Börn í föstum skólum áttu auk þess að fá fyllri fræðslu í landa- fræði, kennslu i sögu Islands, náttúrufræði og öðrum grein- um eftir nánari reglugerð. Seinna var samkvæmt breyt- ingum, sem gerðar voru á lög- unum, bætt við námið teiknun, handavinnu, leikfimi og sam- kvæmt íþróttalögunum frá 1940, sundi. Eftir að þau lög voru sett og iþróttafulltrúi rík- isins hóf starf sitt, liefir i- þróttanám og þó einkum sund- nám stórkostlega aukizt. Sama árið og lögin um fræðslu barna voru samþykkt á Alþingi, voru einnig sam- þykkt þar lögin um Kennara- skóla Islands. Á þinginu 1907 voru því stigin þrjú mikilvæg spor: Öllum börnum var tryggð fræðsla,kennurum meiri menntun og ágætum manni fal- in umsjón og stjórn fræðslu- málanna. Það hefir þótt við eiga, að eyða tiltölulega miklu rúmi til frásagnar um fræðslulögin og aðdragandg þeirra, sþkum þess,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.