Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 132

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 132
132 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ reiðslu við barnaskóla og ráðs- konur við sjúkrahús og heima- vistarskóla. Skólinn starfar í tveimur deildum, húsmæðra- ' kennaradeild og skólaeldliús- kennaradeild. Námstími i hús- mæðrakennaradeild er tvö ár, en niu mánuðir í skólaeldliús- kennaradeild. Inntökuskilyrði í Jiúsmæðrakennaradeild eru þau að nemendur hafi lokið gagn- fræðaskóla- eða liéraðsskóla- prófi eða notið annarrar hlið- stæðrar menntunar. Nemendur skólaeldhússkennaradeildar verða að hafa lokið kennara- prófi við Kennaraskóla íslands til þess að fá inngöngú í deikl- ina. Skólinn er kostaður af rík- isfé. Ljósmæðra- og hjúkrunar- kvennaskóli Islands var stofn- aður í samhandi við Landspít- alann i Reykjavík árið 1932. Stjórn spítalans hefir á hendi stjórn skólans. Skólinn er í tveimur deildum, ljósmæðra- deild og hjúkrunarkvennadeild. I báðum deildum er nánúð hók- legt og verklegt. Námstími í Ijósmæðradeild er eitt ár, en þrjú ár i hjúkrunarkvenna- deild. Bændaskólarnir og Garðyrkjuskólinn á Reykjum. Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri starfa nú samkvæmt lögum frá 1938. Hvor um sig er i tveimur deildum. Námstiminn er þrjú missiri, tveir vetur og eitt sumar. Tilgangur skólanna er að veita nemendum hagnýta þekking í búnaði. Kennslan er hæði bókleg og verkleg. Skól- ai'nir eru ríkiseign. Garðyrkjuskólinn á Reykjum i Ölfusi tók til starfa 1938. Til- gangur hans er að veita garð- yrkjunemum sérfræðslu, bók- lega og verklega. Námstiminn er tvö ár. Til þess að fá inngöngu i skólann þurfa nemendur að hafa unnið að minnsta kosti tvö ár við garðyrkjustörf á lög- giltu garðyrkjubúi eftir að þeii’ urðu 14 ára. Skólinn er ríkis- eign. Iðnskólar og Handiða- og mgndlistaskólinn. Iðnskólar eru á þessum stöð- um: Reykjavík, Akureyri, ísa- firði, Vestmannaeyjum, Hafnar- firði, Siglufirði, Akranesi, Kefla- vík og Eyrarbakka, Selfossi, Patreksfirði, Húsavík, S.-Þing., Seyðisfirði, Norðfirði og Þiug- eyri. Iðnskólinn í Reykjavik er langstærstur og elztur þeirra, stofnaður 1904. Skólarnir starfa aðallega á kvöldin eftir að lokið er vinnu. Námið mun allsstaðar vera bóklegt og yerklegt, Arleg- ur starfstími Iðnskólans í Reykjavík er 8 mánuðir, en hinir skólarnir munu starfa i 4—6 mánuði árlega. Ilandiðaskólinn hóf starf sitt 1939 og var rekinn af Lúðvíg Guðmundssyni, skólastjóra, sem einkaskóli i þrjú ár, en 1942 var skólanum breytt úr einkaeign í sjálfseignarstofnun. Tilgangur skólans er: a. að veita kennurum við barna- og unglingaskóla landsins aðstöðu til að fá þar staðgóða sérmenntun í ýmsum greinum handíða og teikningu; b. að gefa almenningi kost á að nema þar teikningu og ýmsar greinar handiða; c. að halda uppi kennslu í handíðum fyrir ungmenni; d. að veitaþeim,sem ætla að helga sig sérnámi í myndlislum sem fulllcomnasta kennslu i þeim greinum. Skólinn er í þremur deildum, kennaradeild, myndlistadeild og öryrkjadeild. Hann nýtur nokk- urs ríkisstyrks. Verzlunarskóli íslands og Samvinnuskólinn. Verzlunarskólinn var stofnað- ur í Reykjavík 1905 af kaup- sýslumönnum. Hann hefir vax- ið frá því að vera tveggja ára skóli í fjögra ára skóla, og 1942 féldc hann heimild ríkisstjóra íslands til að starfrækja lær- dómsdeild og nefnist burtfarar- próf úr henni stúdentspróf. Lær- dómsdeildin tók til starfa 1943. Markmið skólans er það, að veita ungu fólki, körlum jafnt og konum, bóklega og verklega fræðslu og æfingar, er geri það sem bezt hæft til þess að fást við hvers konar kaupsýslu, verzlunar- og skrifstofustörf eða áþekk störf, eða til þess að stunda framhaldsnám í verzlun- arháskólum eða háskólum. — Skólinn starfar í tveimur aðal- deildum, verzlunardeild og lær- dómsdeikl. Verzlunardeildin er fjögurra ára skóli og lýkur með burtfararprófi er nefnist verzl- unarpróf. Lærdómsdeildirnar tveggja ára skóli að loknu verzl- unarprófi og lýkur með stúd- entsprófi. Skólinn er sjálfseignarstofn- un undir vernd Verzlunarráðs íslands. Samvinnuskólinn var stofn- aður í Reykjavik 1918 af Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga. Markmið skólans er að veita nemendum sem allra mesta al- hliða fræðslu í þeim greinum, er snerta verzlun og viðskipti og sögu og starf samvinnufélaga. Skólinn er tvær ársdeildir. Hann er jafnt fyrir konur sem karla, Báðir þessir skólar fá PQkk= prn rUdsstyrk. Stýrimannaskólinn og Vélslcólinn. Stýrimannaskólinn í Reykja- vík var stofnaður samkvæmt lögum frá 1890. Siðasta breyting var gerð á skólanum með lögum frá 1936, og var starfsvið skól- ans þá aukið nokkuð. Markmið skólans er að veita þá fræðslu, er þarf til þess að standast hið minna og meira fiskimanna- próf, fannannapróf og skip- stjórapróf á varðskipum ríkis- ins. Skólinn starfar i fjórum deildum: fjögra mánaða deild minnst fyrir hið minna fiski- mannapróf, tveggja ára deild fyrir hið meira fiskimannapróf, þriggja ára deild fyrir hið meira farmannapróf og auk þess er deild fyrir skipstjórapróf á varðskipum ríkisins. Til þess að fá inngöngu í skólann þurfa menn að hafa stundað sjó- mennsku í 2—3 ár, allt eflir þvi, hvaða próf þeir ætla að taka. Vélskólinn í Reykjavík var stofnaður 1915, en býr nú við lög sem samþykkt voru 1936. Marlunið hans er ]>að, að búa nemendur undir iiið minna vél- stjórapróf, hið meira vélstjóra- próf, rafmagnspróf fyrir vél- stjóra og rafmagnspróf fyrir rafvirkja. Skólinn starfar því í þrem deildum: minni vélstjóra- deild, meiri vélstjóradeild og rafmagnsdeild. — Báðir þessir skólar eru kostaðir af ríkinu. Loftskeytaskóli hefir starfað í Reykjavik síðan um 1930. Ekki eru nein lög til um hann, en reglur um loftskeytapróf, er ipóst- og símamálastjórnin hefir staðfest. íþróttakennaraskóli Islands var stofnaður 1942. Verksvið hans er að mennta konur og karla til þess að annast íþrótta- kennslu í skólum og félögum. Kennsluár skólans er níu mán- uðir. Hann starfar í tveimur árs- deildum.Er önnur fyrir íþróttá- kennara, hin fyrir væntanlega iþróttaleiðtoga, er starfa við frjálsan íþróttafélagsskap. Hann er ríkiseign. Tónlistarskólinn í Reykjavik er stofnaður 1930 af Hljómsveit Reykjavikur. Ári síðar var Tón- listarfélagið stofnað og tók það að sér rekstur skólans. Tilgang- ur hans er að veita efnilegum nemendum tilsögn í hljóðfæra- leik, söngmennt o. fl. Skólinn er einkaskóli, en nýtur nokkurs styrks frá Reykjavíkurbæ og rikissjóði. Menntaskótarnir. Latínuskólinn í Reylcjavík skipti um nafn með breyttri reglugerð 1904. Hét harm Hinn almenni menntaskóþ allmörg ár eftir það, en síðar Mennta- skólinn í Reykjavík. En Mennta- skólinn á Akureyri er vaxinn upp úr Möðruvallaskóla, sem fluttur var til Akureyrar 1904 og gerður að Menntaskóla 1930. Menntaskólarnr eru 6 ára skólar og starfa 9 mánuði ár- lega. Skólarnir skiptast livor um sig í tvær deildir, gagnfræða- deild og lærdómsdeild. I Menntaskólanum á Akureyri eru þrír neðri bekkirnir gagn- fræðadeild, en þrír efri bekkirn- ir lærdómsdeild. í Menntaskól- anum í Reykjavík eru békkir gagnfræðadeildarinnar tveir, en lærdómsdeildarinnar fjórir. í hvorum tveggja skólanna skipt- ist lærdómsdeild i máladeild og stærðfræðideild. Takmark skólanna er það, að búa nemendur undir athafnalíf bæði í andlegum og verklegum efnum og gera þá hæfa lil að stunda nám við háskóla og aðrar æðri mennstastofnanir.— Skól- arnir eru kostaðir af ríkinu. Lyfjafræðingaskóli lslands var stofnaður 1940. Fyrst um sinn er starfsemi skólans rniðuð við það, að hann veiti nemend- um Verklega og bóldega fræðslu til fyrra liluta prófs í lyf jafræði (aðstoðarmannspróf). Náms- tími til aðstoðarmannspróf á að jafnaði að vera 3 ár. Stúdents- próf er skilyrði fyrir inntöku í skólann. Háskóli Islands. Eins og getið hefir verið um, voru prestaskóli og læknaslcóli stofnaðir í Reykjavík all-löngu fyrir síðustu aldamót. Laga- skóli var stofnaður 1908. Þegar Háskóli íslands er stofnaður 1911, leggjast þessir skólar nið- ur og verða að guðfræðideild, læknadeild og lagadeild Háskól- ans. Ennfremur liefir heim- spekideild verið i Háskólanum frá upphafi hans. Eftir að hag- fræðikennsla var hafin í Há- skólanum, hefir lagadeildin ver- ið nefnd laga- og hagfræðideild. Háskólinn veitir nú ekki en- ungis kennslu og fræðslu til em- bættisprófs í guðfræði, læknis- fræði og lögfræði og til kennara- og meistaraprófs í islenzkum fræðum, lieldur veitir liann og kennslu til fullnaðarprófs í við- skiptafræði, prófs í tannlækn- ingum og undirbúningsprófi í verkfræði.Ennfremur veitir Há- skólinn kennslu í ensku, frönsku, latínu og þýzku með það fyrir augum, að stúdentar geti lokið prófum bacchalaure- orum artium, svonefndum B.A.- prófum. Stúdentspróf þarf til þess að geta orðið skrásáttwr ká- skólaborgari, -<»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.