Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 139
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
139
HÁKON BJARNASON:
Agrip
skógrækta.rmirar á
af sögm
I§landi.
Meðferð landsbúa á skóglendi
landsins liefir frá nppliafi vega
og frani á síðustu ár verið á
þann veg, að furðulegt má telja,
að nokkrar skógarleifar séu enn
til í landinu. Mun óhætt að gera
ráð fyrir að skóglendi landsins
hafi eigi verið minna en um
17000 ferkm. á landnámsöld,
eða álíka stórt og allt gróður-
lendið er nú. Hins vegar er stærð
skóglendisins nú eigi meira en
um 1000 ferkm. og er þá allt til
tínt, hæði hávaxið og lágvaxið
skóglendi.
Eggert Ólafsson mun vera
einn hinna fyrstu manna, sem
l)enti á hnignun skóganna og
kenndi uin gegndarlausri með-
ferð landsmanna. Magnús lög-
maður Gislason kærði árið 1754
fyrir rentukammerinu meðferð
skóganna á konungseignum og
opinberum jarðeignum. Þann
10. maí 1755 lagði rentukamm-
erið svo fyrir, að gerðar yrðu
ráðstafanir til að vel yrði farið
með skóga á opinberum eignum,
en eigi eru nein líkindi til að
þetta hafi orðið að miklu gagni.
Að minnsta kosti hendir eyðing-
in á skóginum við Háls i
Fnjóskadal árin 1750—1780 eigi
i þá ált, að presturinn þar liafi
farið eftir auglýsingu Magnúsar
Gíslasonar. Skúli Magnússon og
Björn Halldórsson í Sauðlauks-
dal gerðu háðir tilraunir með
trjárækt af miklum áhuga en
lílilli kunnáttu.
Snemma á 19. öld var nokkur
hreyfing á um hætta meðferð
skóga, hæði ineðal stjórnar-
valda landsins úti í Kaupmanna-
liöfn og eins meðal embættis-
manna hér á landi. En það var
ekki fyrr en með innflutningi
skozku ljáanna að þörfin á við-
arkolum minnkaði svo mjög, að
skógarhögg varð margfallt
minna en fyrr liafði verið. Und-
ir aldamótin fóru ýmsir að gefa
skóglendinu meiri gaum en áð-
ur og sýna fram á hæðí hinar
beinu og óbeinu nytjar þess.
Var það einkum Sæmundur
Eyjólfsson, sem mest lét til sín
taka um þessi mál. Ritaði hann
ágætar greinar í hið nýstofnaða
Búnaðarrit uin skóglendi ým-
issa liéraða og kom fram með
tillögur um verndun og með-
ferð þeirra. Því miður naut
Sæmundar alll of skammt við,
því að liann andaðist árið 1896.
En áhrif af skrifum hans munu
hafa orðið töluverð.
Um aldamótin kemst loks
skriður á skógræktarmálin. Vill
svo undarlega til, að það er
danskur skipstjóri, • sem siglir
hér við land, sem lirindir málinu
í framkvæmd. Ilét hann Carl
Ryder og var óvenjulega fram-
Einstæðingur sem býr við hörð lífskjör.
sýnn um ýmsa hluti svo sem
bréfahækur hans bera með sér,
en þær eru nú i vörslu Skóg-
ræktar rikisins. Fékk hann C. V.
Prytz, þáverandi prófessor í
skógrækt við Landbúnaðarhá-
skólann í Friðriksbergi í lið með
sér. Hófust þeir Iianda um sam-
skot meðal íslendinga og Dana
um að Iirinda máh þessu af stað.
Alþingi veitti þeim og nokkurn
fjárstyrk, sem fór smáhækk-
andi, unz íslendingar tóku skóg-
ræktarmálin algerlega i sínar
liendur árið 1907. Þeir Ryder og
Prytz réðu til sín danskan slcóg-
ræktarmann C. E. Flénsborg og
sá hann um allar verklegar
framkvæmdir hér á árunum
1900—1906. Ilannes Ilafstein
reyndist þeim félögum hin
mesta hjálparliella og án lians
aðstoðar myndu framkvæmd-
imar sennilega liafa lognast út
af. Fé það, sem varið var til
skógræktar á þessum árum, var
venjulega um kr. 5000—6000
árlega, og þótt peningarnir
hefðu langtum meira verðgildi
þá en nú, hlaut það að yerða all
takmarkað, senx hægt var að
gera. Aðaláherzlan var lögð á að
flytja inn erlendar trjátegundir
til gróðurselningar í stöðvunum
við Rauðavaln, Þingvelli, Grund
í Eyjafirði og síðar á Hallorms-
stað og Vöglunx. Á þessum ár-
um var Hallornxsstaðarskógur
tekinn til friðunar.
Eins og vonlegl var, gafst inn-
flutningur erlendra trjáplantna
mjög misjafnlega en árangur
sá, sem náðst hefir við Þingvelli,
á Grund og á Hallormsstað, er
í raun og veru langtum hetri en
húast mátti við, þegar athugað
er livernig lil þessara tilrauna
var stofnað.
Árið 1907 tóku fslendingar
skógræktarmálin i sínar hend-
ur að öllu leyti og varð þá A. F.
Kofoed-Hansen fyrstur skóg-
ræktarstjóri hér. Á næstu árun-
um lcomu svo fjórir islenzkir
skógarverðir í þjónustu lands-
sjóðs og höfðu þeir biisefu hver
i sínum landsfjórðungi. Fram-
kvæmdafé til skógræktar óx þó
ekki að nciniun mun, þrátt fyrir
þetta og varð jafnvel stundum
minna einstök ár en sum árin
áður. Áttu skógræktarmálin um
liríð litlum hyr að fagna.
Beið ósigur við sandfokið.
Þegar Kofoed-Hansen tók við,
varð sú stefnubreyting á skóg-
ræktarmálunum að hætt var við
innflutning erlendra trjáteg-
unda, að mestu leyti, en meira
unnið að því að girða skóglendi
og leiðbeina um meðferð skóga.
Svolitlu innlendu plöntuuppeldi
var komið af stað strax í upp-
hafi og var þvi lialdið áfram,
þó í smáum stiT.
í tíð K.-H. voru læplega 2000
ha. skóglendis girtir víða unx
land og 11 sáðreitum komið
upp. Sáðreitirnir eru uppfinning
K.-H. og eru mjög merkileg
„nýjung“ i islenzkum skógrækt-
armálum.
Kofoed-Hansen lét af störfum
árið 1935 og tók núverandí
skógræktarstjóri þá við. llaldið
hefir verið áfram sömu brautir
og á'ður, að girða og friða skóg-
lendi, en auk þess hefir inn-
flutningur erlendra trjátegunda
verið aulcinn þegar kostur hefir
verið á fræi og plöntum frá
norðlægum stöðum með svipað
loflslag og ísland. Síðastliðin
þrjú ár hefir og mikið verið
unnið að því að auka innlent
plöntuuppeldi.
Stærð lands þess, sem girt
hefir verið af Skógrækt ríldsins,
er nú orðin 20.000 ha. en þar af
eru eigi nema unx 3600 lia. skóg-
lendi, þvi að mikið af löndum,
sem að skógunum hggja, eru
eydd og blásin, en hafa verið
girt með til þess að ]>au gréru
upp að nýju líkt og Þjórsárdal-