Skírnir - 01.01.1847, Blaðsíða 7
9
sinni vi&víkjandi verzluninni, og breytti hann nppá-
stungunni um kornlögin svo, aö hann ætlatist til,
aö þau væru tekin af me?> öllu aí> þrem árum h?)n-
um. þótti honum, sem hann myndi vinna Russel
og íjelaga hans á sitt mál meb þessum hætti, og
rættist þaí) líka síbar. þess hefur árlega veriíi getib
í Skírni, ab Hróbjartur Píll hefur jafnan leitast vií>,
meban hann hefur setib a& völdum, aí> rýmka um
verzlun Breta, einkum hvab alla a&ilutninga sriertir
af vamingi frá öbrum löndum, og eigi er alllítill
mismunurinn, sem or&inn er á henni frá því, sem
hún var fyrir nokkrum árum, því Hróbjarti hefur
tekizt um undan farin ár, aí) lækka tollinn á mörgum
varningstegundum, og nokkur varningur hefir verift
iluttur tolllaust til Englands. Allt slíkthefur reyndar
ekki komizt fram meí> góíiu, því tórimenn hafa verib
honum þungir í skauti í þessum málum, því öll
rýmkun um verzlunina ríbur svo mjög í bága vi&
einkaleyfi þeirra, sem þeir hafa notib um langa stund
í náíium. En á hinn bóginn hefur Hróbjartur getaö
fært þeim heim sanninn, svo þeir hafa orí>i& at> trúa
honum til þess, aö slík rýmkun um verzlunina
geri þeim ekkert tjón í sjálfu sjer, heldur sje þeim
miklu fremur til gagns og ábata, því sú raun hefur
á orbiö, a& hinn innlenzki varningur hefur eigi
lækkaö í veröi, þó varningur af sama tægi hafi veriö
fluttur til Englands, heldur hefur hanu hækkaö tals-
vert í veröi, enda þótt aöflutningarnir hafi oröib
meiri, enn ráb var fyrir gert í fyrstu, og þessu
samfara hefur Ijáraíli í landinu aukizt me& mörgum
hætti. Hróbjartur hefur og rýmkab um tollinn á
ýmsum matvælum, t. a. m. á sláturfje og kjöti, en