Skírnir - 01.01.1847, Blaðsíða 71
73
páfinn þess á le'it, ab setja skyldi biskupa í Pólina-
landi. Svona er nú farií) meb katólska, og líkt er
í nokkru ástand prótestanta, einkutn í Líflandi.
þar hefur grískum kennimönnum smásaman tekizt,
ab fá mikinn fjölda manna til af) ganga af trú sinni,
og taka katólska trú, og meö þessum hætti eru
þeir búnir ab eyba meir enn 16 söfnubum prótest-
anta, en á þessu hefur eingin vibreisn orbib enn
sem komib er. Bæjarrábib í Ríga í Líflandi samdi
ásamt klerkafjelaginu bænarskrá í vetur um þetta
efni, og átti ab senda hana trúarbragbarábinu í
Pjetursborg; en ábur hún komst á stab, komu bob
frá Pjetursborg, og var þeim bobab harblega, ab
hætta þegar þessu fyrirtæki, og biskupinn var bob-
abur til Pjetursborgar. Varb þá sá endir á, ab þeir
urbu ab leggja árar í bát vib svo búib. A takmöfk-
unum milli Rússlands og þýzkalands lætur Rússa-
keisari vopnab herlib halda vörb, bæbi til þess ab
stemma stiga fyrir varningsllutningum á laun inn í
landib, og sumpart til þess ab sjá um, ab ekki kom-
ist ískyggilegir menn inn í landib, sem hann er
hræddur um, ab muni koma óeyrbaranda inn hjá
þjóbinni, og æsa hana upp til óeyrba meb fortölum
og ritgjörbum, og svo er rammlega fyrir girt á tak-
mörkum þessum, ab varla mun vera tækt ab koma
nokkru á laun inn í Rússland eba út úr því, enda
veitir og Prussakonungur honum dyggilega fylgd í
þessu efni, því þeir eru samhuga í mörgu. — Hins
vegar leitast Rússakeisari vib í ýmsa stabi, ab bæta
innanríkis ástand Rússlands. þannig hefur hann
nokkub linab hegningar í sakamálum. Líka er og
reynt til ab gera bændurna hjer og hvar nokkru