Skírnir - 01.01.1847, Blaðsíða 74
76
og byggja þar herbúnabarhús, svo þeir eru nú jafnan
í grendinni, til hvers sem þarf a& taka; sömuleibis
fengu þeir ýms hlunnindi fyrir verzlun sína, og
steinkolanáma mikla á Persíalandi, mót lítilli þokka-
bót. þab er reyndar gert minna úr öllu um samn-
ing þenna, svo ekki er aÖ vita, nema Rússar hafi
unniö meira vib hann, enn þaí> sem hjer er getiö.
— Kona Nikulásar hefur veriö lengi í ítalíu sjer til
hcilsubótar, og er hún síöan farin heim, og orÖin
aö mestu leyti lieil heilsu. — Olga, dóttir Nikulásar
keisara, er gipt ríkisarfanum í Wúrtemberg, en Kon-
stantín, sonur hans, hefur veriö á ferö um allan
heirninn sjóleiöis í sumar, og láta margir vel af
honum.
Ekki hefur Rússum oröiö meira ágengt í stríö-
inu viö Sirkasíumenn, enn aö undan förnu. þeir
eiga frelsi sitt aö verja í sjálfs sín landi, og verjast
þeir og drengilega fyrir því ógrynni liös, er Rússa-
keisari sendir móti þeim til aö kúga þá, og seint
munu þeir veröa unnir, meöan samheldi og sátt
helzt milli sjálfra þeirra, og þeir eiga einhvern
þann mann, er þeir bera traust til, og sem annars
vegar er fær um aö sjá um málefni þeirra, hvernig
þeir geti bezt varizt, og unniö Rússum sem mest
tjón, og veriö þeim sem óþarfastir í alla staöi. —
Sirkasíumenn hafa líka stríösháttu mót Rúss-
um, sem Serkir mót Frökkum. þeir skjótast aö
þeim, þegar minnst vonum varir, og vinna þeim
optast mikiö manntjón, og leggja í eyöi fyrir þeim
allan umbúnaö þeirra og hervirki. Eins æsa þeir
upp til óeyröa ýmsa þjóöílokka, er áöur eru gengnir
undir vald Rússa, og eiga þeir opt fullt í fangi meö