Skírnir - 01.01.1847, Blaðsíða 139
141
og strangur vegurinn lil a?) fá prentfrelsislogununi
breytt, því sambandsþingií) verbur fyrst ab ákvefea
allt um þetta málefni, því hvert eitt einstakt ríki
kynokar sjer vib ab kveba upp úr um þetta málefni
beint á móti lagasetningum sambands])ingsins. Hvergi
á, þýzkalandi hafa fulltrúar orbib eins skorinorbir um
prentfrelsislögin eins og í Baben. Einn af fulltrúum
bar upp langa uppástungu um þetta málefni, og tal-
abi hann um uppástunguna langt og snjallt erindi,
og þó ab svo mikib hafi áfeur veriÖ sagt um þetta
málefni, aö varla þótti líklegt, ab nokkru nýju yrbi
bætt vib, þá tókst honum þó svo vel upp, ab allir
gerfeu góban róm ab máli hans, þegar hann hafbi
lokib ræbu sinni. Uppástunga hans var þess efnis,
ab fulltrúinn frá Baben skyldi á sambands])ingi þjób-
verja bera fram þá uppástungu , ab gera skyldi ný-
mæli um prentfrelsib, er gilda skyldi í öllum ríkjum
og löndum, er væru í þjóbverska sambandinu, og
skyldi vera búib ab birta nýmæli þetta fyrir lok árs-
ins 1847; ef þessu yrbi eigi fram gerigt, þá skyldi
taka aptur í gildi hin fornu prentfrelsislög, er áibur
voru í gildi í Baben, fyr enn lög sambandsþings-
ins voru gjörb gildandi ]>ar, en ]>au skyldu vera
meö öllu ónýtt upp frá þeim degi; og Jiangab til
búib væri ab koma þessu heim, skyldi stjórnin þegar
í stab láta prentfrelsib vera ótakmarkab, ab svo miklu
leyti snerti öll málefni sjálfs ríkisins, og þeirra ríkja,
sem ekki væru í þýzka sambandinu. Einn af ráb-
herrum tók þegar í stab til ab mæla á móti uppá-
stungu þessari, og þótti honum ekki vera vib ]>ab
komandi, ab fulltrúi ríkisins bæri mál ])etta upp á
sambandsþingi þjóbvcrja, bæbi vegna þess, ab mál