Skírnir - 01.01.1847, Blaðsíða 124
126
þar eíia þar undir sig föstum fótum, en þeir þykja
jafnan vera hinir mestu viðsjálsgripir, og vilja því
flestir stjórnendur forbast, a?) láta þá koma sjer fyrir
í ríkjum sínum, og þegar meb einhverjum hætti
kemst upp um þá, ab þeir hafi verib á laun ab koma
sjer fyrir, þá eru þeir víBa óbara reknir burt (þannig
hefur í vetur komizt upp um þá, ab þeir hafaverib
á laun í Berlínarborg). Sumstabar tekst jesúmönn-
um aö vinna stjórnendurna á sitt mál, og lofa þeir
þeim þá ab vera á laun í ríkjum sínum; stundum
vinna þeir og ráÖgjafa konunganna, og sjá þeir þá
í gegnum fingur viö þá, eins og nærri má geta;
en þegar svo kemst upp um jesúmenn, veröa þeir
þó opt geröir rækir, því ílestar þjóöir vilja ekkert
viÖ þá eiga, því dæmin eru deginum Ijósari um þaö,
aö sjaldnast koma þeir fram til góös, í hverju landi
sem er. — þó lágt hafi fariÖ, þá hafa menn þó áÖur
fyr haft njósnir af, aö eigi all-fáir jesúmenn væru
á laun í Bæjaralandi, og hefur veriö illur kurr í
þjóöinni út úr því. Sökum þessa varö einn af
fulltrúum þjóöarinnar til á þjóÖþinginu aö bera fram
þá uppástungu, aö fulltrúar skyldu allir láta í Ijósi,
aö þeir vonuöust eptir, aö stjórnin leyföi eigi neinum
þeim trúarbragÖaflokki aö ná föstum fótum á Bæjara-
landi, sem meÖ nokkrum hætti kynni aö trubla trúar-
bragöafriönum, sem þar væri nú á kominn í landinu.
Meö uppástungu þessari var sveigt aö einum saman
jesúmönnum. þegar betur var fariö aö ræöa um
uppástungu þessa, þá kom allt í einu upp úr kafinu,
aö einn úr stjórnarráÖinu tók til aö mæla á móti
henni, og bar hann þá fyrir sig, aö hann, ásamt greifa
Seinsheim, heföi fyrir fimm árum sent konungi bæn-