Skírnir - 01.01.1847, Blaðsíða 50
52
Bretar og Frakkar sættust, eins og nú var sagt,
þegar Austurríki solsati á laun vib þá Kraká uudir
sig, því hvorumtveggja þótti svo mjög gengib á
hluta sinn, ao eigi mætti vib svo búib standa; höfbu
þeir og rjett ab mæla, því þessar tiltekjur Austur-
ríkis voru beint á móti samningnum í Vínarborg
1815, en samkvæmt honum eiga öll voldugu ríkin
í sameiningu aí) sjá um, ab lrver samningur, sem
þá var gjörbur, sje haldinn meb öllu. Frakkar og
Bretar skrifubu nú keisaranum í Austurríki fyrst til,
og ljetust ekki meir enn svo trúa þessu, en Ijetu
þó á sjer skilja, ab slíku myndi eigi verba fram
gengt með góbu, og vib svo búib stób vib árslokin,
hvab sem svo úr þessu kann ab verba síbar meir.
Af ábur sögbu er aubsætt, ab ár þetta er mjög
svo merkiiegt í sögu Breta, er þeim hefur tekizt
ab koma því skipulagi á verzlun sína, sem nú er
orbib, og auka ríki og vald sitt á Indlandi; þó er
einna mest varib í, ab Bretum tókst meö góbu ab
gjöra enda á þrætunni út úr Oregon, því þetta mál
horfbi til mikilla vandræba í fyrra.
Frá Frökkum.
Guizot (Gizó') hefur enn þetta árib haldib völd-
um sínum í Frakklandi, og hefur hann enn sem
fyrri sýnt, ab hann vill mikib til vinna, ab fribur
haldist í norburálfunni, og ekki hefur sízt reynt á
slíkt í ár, sem síbar mun sagt verba, því meb mörg-
um hætti hafa hlaupib snurbur á. — Fulltrúaþing
Frakka tók til starfa sinna seinast í desembermán-
ubi í fyrra, og varb sú raun á þegar í fyrstu, ab
konungsmenn, eba þeir, sem draga taum hans, báru