Skírnir - 01.01.1858, Side 13
Dfliunörk.
FKÉTTIE.
15
bandsins af annari, þá viljum vér nú samt fara stuttlega yfir efnií)
og alla röksemdalei&sluna í rollunni. þar segir þá fyrst, a& Dana
stjórn sé á sama máli og Austrríkis stjórn um þab, hvernig hefja
skuli rannsókn þessa máls. Hin danska stjórn játar, aí) hún hafi
jafnan álitib þab sjálfsagt, afe stjórnarskipun þeirri, sem komst á
aptr, samkvæmt auglýsíngunni 28. janúar 1852, í Holsetalandi, gæti
eigi orbib breytt nema ab stjórnarlögmáli réttu, þaö er, þá er búií)
væri ab leita álits rábgjafarþíngs Holseta um málib. Stjórn Dana
hefbi látib þab í ljósi í bréfi til Vínar og Berlinnar 26. ágúst 1851,
af> þab væri vili konúngs, ab stjórna Holsetalandi eptir réttum lands-
lögum, og þó heit þetta hef&i eigi verib endrnýjab í bréfi 6. des-
ember 1851 , né í auglýsíngunni 28. janúar 1852, þá hefbi þó
stjórnin álitib sér skylt af efna heit þetta. En um hitt, er þá komi
í bréfum Austrríkis og Prússa stjórnar: ab stjórnin danska hafi eigi
efnt heit sitt, meb því hún hafi eigi spurt þíng Holseta til rába um
alríkisskrána, geti stjórnin meb engu móti orfeib þeim samdóma. —
Vér verbum aB bibja lesendr vora ab gæta þess, ab stjórnarskipun
hertogadæmanna var 1852 mjög svo lík alþíngistilskipun vorri,
ebr veitti þeim engu meiri rétt, en hún oss. — Nú fer danska stjórnin
í bréfi sínu ab leiba rök ab því, ab hún hafi farib rétt ab öllu, og
byrjar á því, hvernig á hafi verib statt í Danmerkr ríki um 1852,
og hvab þá hafi verib vib þab ab gjöra. „Annars vegar,” segir í
rollunni, „gat þab eigi orbib umtalsmál, ab ætla sér ab teygja grund-
vallarlög Dana út yfir hina ríkishlutana; en hins vegar hlaut þab ab
virbast bæbi hentugt og gagnlegt, ab gefa því tilhlýbilegan gaum,
hversu frábrugbib ebr sérstaklegt ástandib var í hverjum ríkishluta
fyrir sig, einkanlega í þeim þrem abalhlutum ríkisins: Danmörku,
Slésvík og Holsetalandi, og þess vegna halda uppi sérstökum
stjórnarlögum og landstjórn í öllum þeim málum, er hver landshluti
átti útaf fyrir sig, en koma öllum sameiginlegum málum undir eina
abalstjórn.” f>etta átti nú ab gjöra, en hvernig átti nú ab því ab
fara ? „Tveir vegir voru fyrir hendi, en eigi fleiri, er bábir voru
í laginu jafn-lögmætir.” Annar var þá sá, ab leggja frum-
varp til alríkislaga fram á þíngi hertogadæmanna um leib og frum-
varp til stjórnlaga þeirra sjálfra var lagt fram. Abferb þessi kynni
nú ab virbast vandaminni í fyrsta áliti, meb því ab þíng Holseta var