Skírnir - 01.01.1858, Page 129
Indiand.
FRÉTTIR.
131
en af Indverjum féllu 4,000. Sá hét Nicholson, er var höffeíngi
yfir libi Breta, hann dó af sárum degi siBar en borgin var tekin.
Konúngrinn í Delhi var tekinn af flótta me& öllu hyski sínu; synir
hans og nifijar voru þegar dæmdir sekir um illvirki sín og skotnir,
en konúngrinn og kona hans hin helzta voru sett í varBhald. ABr
en þetta gjörfeist, ebr 17. ágúst, tóku Bretar Cawnpoor og stökktu
Nena Sahib þaban; Havelock hét foríngi Breta fyrir því libi, hinn
hraustasti mabr og bezti herforíngi. þauan hélt Havelock síban
meb 2,500 manna austr yfir Ganges, inn í hérabif) Oude, til borgar
þeirrar, er Lucknow (Lukná) heitir. Enskt setuliB var í borgimii,
en Indverjar sátu um borgina mjög fjölmennir, og voru þegar búnir
aB taka borgina, er Havelock kom til libs vifi landsmenn sína.
Havelock rcBist á umsátrsliBif), og fékk hrökkt þaf) svo, af) allir
Englendíngar, sem voru í borginni, komust út og undan; en eigi
treystist Havelock til af) halda borginni. þ>etta var sífast í sept-
ember; Havelock anda&ist skömmu síBar; er hann manna mest
harmdauði orbinn, því hann var enn úngr af> aldri en hinn mesti
fiillhugi og kappi. Ovinirnir settust í borgina eptir burtfor Have-
locks; en nú hafa Bretar undir herstjórn Campbells tekib hana
aptr, og hafa því Bretar algjörlega dreift flokki uppreistarmanna,
svo af) þeir hafa nú ekki vígi né fast aBsetr á nokkrum stafi, heldr
haldast þeir vib hér og hvar á hálsum og hei&um uppi. Nena
Sahib hefir þó sloppiB úr höndum Breta. Nú má því kalla, a& lokiB
sé uppreistinni og þab eitt eptir, hversu haga skuli eptirleiBis land-
stjórn á Indlandi og allri stjórnarskipun landsins, koma þar öllu
í gott horf og gjöra betri og tryggari skipun á, en nú hefir verib.
Stjórn indverska kaupfélagsins hefir sta&iB straum af allri styrjöld
þessari; hún hefir fengiB liB heiman af Englandi, um 30,000 manna,
sem hún hefir allt kostaB. Varla mun nokkur þjób hafa nokkru
sinni átt vi& eins ramman reip a& draga og Englar í uppreist ])ess-
ari, þar sem allr fjórBúngr Indlands hins brezka var í uppnámi,
hermennirnir innlendu gjörBu uppreist gegn hershöfBíngjum sínum,
þeir er voru í libi Engla í borgum og bæjum víBs vegar út um
landiB, og voru alstaBar a& tölunni til meginherinn og sumstabar
allt liBiB nema yfirmennirnir; allt innlenda liBiB, um 250,000
manna, var ótryggt aB mestu, og meir en helmíngr þess tók þátt
9''