Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 5

Skírnir - 01.01.1907, Page 5
Kveldræður. 5 sannfært mig um, að það er meiri von til að vér gætum mokað burt Esjunni þarna, heldur en gert oss nokkra sennilega hugmynd um upphaf heimsins; og skrítið er að liugsa til þess, að einmitt þetta alveg óviðráðanlega efni skuli það vera, sem bóknám barna byrjar á hér hjá oss. Eg veit það líka, að endalykt heimsins — ef nokkur verður — er jafn fjarri skilningi niínum. En þrátt fyrir það reyni eg þó til að renna hugan- um i djúp tímanna, og fátt hvetur fremur til þess en alstirndur himinn. Eg hugsa um það hvernig þessi sömu bláköldu ljós blikuðu niður yfir jörðina áður en nokkurt auga var til að sjá þau, og nokkur meðvitund, sem þau vektu hugmyndir í. Og hversu margt hafa þau ekki horft á. Þau hafa séð snjófölu fjöllin hér í kring verða til, og þau munu sjá þau hverfa; undir þessum sömu stjörnum hefir lífið hafizt og þróast, og það sem undraverðast er, meðvitund mannsins; oss finst sem heim- urinn hafi verið sálarlaus áður en hún var til. En þó er það einmitt saga lífsins á jörðunni, og þá fyrst og fremst mannkynssagan, sem þverbannar mér að taka undir lof- gjörðina um hina margnefndu »dásamlcgu niðurröðun«. Það eru nú sjálfsagt orðnar 2 miljónir ára síðan fyrst fór að skapast maður úr dýri, og hver er aðalárangurinn? Sá að þjáningarnar á jörðunni hafa verið óviðjafnanlega miklu meiri síðan, en um allar aldir frá upphafi lífsins áður. Hvílik meðferð á þessari úrvalsskepnu, sem meira getur fundið til en allar aðrar; þessum dýrgrip, sem fyrst hefir gefið heiminum nokkra verulega meðvitund um sjálfan sig. Hirðuleysi og grimd náttúrunnar — hér verð- ur auðvitað að beita líkingarfullum orðum — er hvergi skelfilegri en gagnvart mönnunum. Að mannslíf skuli geta faríst fyrir slys, að hinn þarfasti vitringur skuli geta marist sundur undir heimsku vagnhjóli, að ungbarn, sem er von og gleði foreldra sinna skuli geta verið dauða- dæmt fyrir algengt og lítils háttar hirðuleysi og þar fram eftir götunum, alt þetta ber vott um kæruleysi og gritnd. Er það ekki háðung við kórónu sköpunarverksins, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.