Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 27

Skírnir - 01.01.1907, Side 27
Darwmskenning og framþróunarkenning. 27 framþróunar-kenninguna, þá fengjum vér skoðun á fram- þróun lífsins í heild sinni, sem hvorki væri skoðun Dar- wins né Lamarcks, með því að vér sleptum staðhæflng- unni um samfeldar breytingar, sem þeim er sameiginleg, og af því að vér eignuðum uppruna tegundanna hvorki náttúruvalinu né ættgengi þeirra breytinga sem einstak- lingurinn tekur á æfiskeiði sínu, hvaða þátt sem þessi tvö atriði annars kunna að eiga í ýmsum minni háttar breyt- ingum lifandi vera. Auðvitað væri það — eg endurtek það — ekki annað en tilgáta, en hún verður ekki hrakin með þeim rökum sem nú eru kunn, og hún kemur jafnt heim við fornar athuganir sem nýja reynslu. Ef það nú, hvað sem þessari sérstöku tilgátu líður, er satt, sem eg hefl reynt að sýna fram á, að Darwins- kenningin sé samsteypa ýmsra óskyldra hugmynda og að eflaust megi hafna þeim öllum, en að sumir vísindamenn haldi sumum þeirra fram, en hafni öðrum, hvernig stend- ur þá á því að þessar hugmyndir hafa mæzt og samein- ast í huga Darwins? Hvernig er kenning hans upprunn- in? Þrenns konar áhrif virðast fyrst og fremst hafa stuðlað að því að vekja hugleiðingar hans og stjórna þeim: áhrif Malthusar, Paley’s og Lyell’s. 1. Malthus og hugmyndin um lífsbaráttuna. — 1 rit- um Malthusar fann Darwin kenninguna um lífsbaráttuna. Það var fyrir Malthusi hagfræðiskenning, ætluð til að sanna, gegn Godwin og Condorcet, að mannkynið gæti ekki tekið ótakmörkuðum framförum; Malthus vill sýna að breytingarmöguleikum mannkynsins séu órjúfandi tak- mörk sett af völdum náttúrunnar sjálfrar, en Godwin og Condorcet töldu þá ótakmarkaða eins og sjálfa framþróun skynseminnar, sem að þeirra dómi átti jafnvel að um- breyta lífseðli mannsins og náttúrunni sem hann lifir og hrærist í. Malthus heldur þá hugmyndinni um lífsbar- áttuna fram gegn hugmyndinni um breytingu, um gagn- gjörða ummyndun einnar sérstakrar lífveru; hann setur lífseðli mannsins í mótsetningu við andlegt eðli hans, svo sem orsök kyrstöðu gegn orsök breytingar. — En Darwin

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.